Innlent

Snjóflóðahættan hefur minnkað

Snjóflóðahættu var lýst yfir alls staðar á Vestfjörðum rétt fyrir miðnætti en engin íbúðarhús hafa verið rýmd. Þar er spáð stormi síðdegis. Ester Hlíðar Jensen, sem stendur snjóflóðavaktina á Veðurstofunni, segir ekkert hafi verið um flóð í nótt fyrir utan smá spýjur í Óshíðinni. Stormurinn getur aukið á bráðnun þegar hitastigið er eins og hátt og nú er en snjórinn hefur þjappast mikið sem er góðs viti. Því hefur Veðurstofan ekki miklar áhyggjur einmitt núna en mun fylgjast vel með þróun mála í allan dag og jafnvel fram á nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×