Fleiri fréttir Ræddi við forsetann Tómas Ingi Olrich afhenti í byrjun vikunnar Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi. 14.1.2005 00:01 Árekstur jeppa og fólksbíls Rétt fyrir klukkan tíu síðasta miðvikudagsmorgun lentu saman hvítur Toyota Land Cruiser jeppi og grár VW Golf fólksbíll á mótum Arnarnesvegar og Bæjarbrautar í Garðabæ. 14.1.2005 00:01 25 kíló á kjaft Sala kindakjöts jókst um 13,5 prósent milli áranna 2003 og 2004, eða um 860 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Sala síðasta árs jafngildir því að hver Íslendingur hafi borðað um 25 kíló af kindakjöti. 14.1.2005 00:01 Gæti borgað sjúkrahús á 12 árum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs harmar hugmyndir um að bjóða landsmönnum nýjan Landspítala fyrir einkavæðingu Símans, en lýsir um leið fullum stuðningi við aukin fjárframlög í þágu bættrar heilbrigðisþjónustu. 14.1.2005 00:01 Græddum meira á ferðafólki Tölur Seðlabanka Íslands sýna að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru 2,2 milljörðum meiri fyrstu níu mánuði ársins 2004 en á sama tíma árið áður. 14.1.2005 00:01 Söfnunin nær hámarki Landssöfnunin vegna hamfaranna í Asíu á öðrum degi jóla, Neyðarhjálp úr norðri, nær hápunkti í dag. Söfnunin er ein sú umfangsmesta sem hér hefur verið ráðist í, en að henni stendur fjöldi hjálparsamtaka auk fjölmiðla, félagasamtaka, fyrirtækja og almennings. 14.1.2005 00:01 Eldsvoði í Mosfellsbæ Slökkvilið var fyrir stundu kallað að Tröllateig í Mosfellsbæ. Tilkynnt var um talsverðan eld í íbúð í nýbyggingu. Bílar frá tveimur stöðvum voru sendir á staðinn en ekki var frekari upplýsingar að hafa um eldsvoðann. 14.1.2005 00:01 Alfreð segist ekki hætta Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langs aldurs í pólitík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgrímsson. </font /></b /> 13.1.2005 00:01 Ríkissaksóknari vill frekari gögn Að ósk ríkissaksóknara er sýslumannsembættið á Seyðisfirði að afla viðbótargagna vegna banaslyssins á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka aðfaranótt 15. mars í fyrra. Að þeim gögnum fengnum mun ríkissaksóknari taka ákvörðun um hvort ákært verður í málinu. 13.1.2005 00:01 Vill að R-listinn starfi áfram Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að vísasti vegurinn til að tryggja Sjálfstæðisflokknum völd í Reykjavík sé að hætta samstarfi Reykjavíkurlistans. Hann er eindreginn stuðningsmaður þess að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. 13.1.2005 00:01 Þyrla sótti slasaðan sjómann Þyrla af danska eftirlitsskipinu Triton, sem hélt nýlega frá Reykjavík, sótti síðdegis færeyskan sjómann, sem hafði slasast alvarlega á höfði um borð í togara djúpt norðvestur af landinu og flutti hann á slysadeild Landspítalans. Sjómaðurinn mun vera höfuðkúpubrotinn. 13.1.2005 00:01 Fundað um erlenda starfsmenn Fundur verður haldinn í Vinnumálastofnun í dag með fulltrúum frá Impregilo um ráðningu fimmtíu og fjögurra erlendra starfsmanna til starfa við Kárahnjúka og væntanlega um ráðningu enn fleiri útlendinga. 13.1.2005 00:01 Hermaður seldi einkennisbúninginn Bandaríkjaher segir sölu hermannabúninga í Kolaportinu geta þýtt að stríð þeirra gegn hryðjuverkum sé unnið fyrir gýg. Ólafur Ólafsson, sem selur búningana, segir íslenska stúlku sem seldi honum einkennisbúning amerísks kærasta síns hafa skömmu seinna hringt í ofboði og beðið um að nafn kærastans yrði tekið af búningnum. Ella blasti við fangelsi. 13.1.2005 00:01 Ósáttur við ofurlaun Halldórsmanns Jón E. Böðvarsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli er með tvöföld mánaðarlaun Björns Inga Knútssonar sem hann er að leysa af í eitt og hálft ár. Jóni var ýtt til hliðar í Ratsjárstofnun til að rýma fyrir Ólafi Erni Haraldssyni framsóknarmanni. Davíð Oddsson er óánægður með embættisfærslu Halldórs Ásgrímssonar í málinu. 13.1.2005 00:01 Kapteinn Kókaín á Hauki ÍS Tveir sjómenn af togaranum Hauki ÍS-847 sitja nú í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven vegna tilraunar til smygls á metmagni af kókaíni. Skipstjóri skipsins, Ómar Örvarsson, sat 10 mánuði í fangelsi í Karabíska hafinu fyrir smygl á tæpum 15 kílóum af kókaíni. Ómar er fyrir rétt í dag vegna tæplega 200 kannabis-plantna sem funudst hjá honum árið 2002. 13.1.2005 00:01 Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í janúar 2005 er 239,2 stig og hækkaði um 0,08% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,2 stig og lækkaði um 0,56% frá því í desember. 13.1.2005 00:01 Hestar hlupu fyrir lest í Danmörku Tveir hestar hlupu fyrir járnbrautarlest á Jótlandi snemma í morgun og drápust báðir. Dráttarvagn lestarinnar skemmdist svo mikið að hann varð óökuhæfur en engan í lestinni sakaði. Lausaganga búfjár er því víðar vandamál en á Íslandi en síðast var bíl ekið á hest hér á landi í fyrradag skammt frá Akureyri. 13.1.2005 00:01 Ástralar gefa mest Ástralar, sem heitið hafa hæstri upphæð allra þjóða til hjálparstarfsins í Asíu, gefa líka langmest ef tekið er tillit til hlutfalls upphæðarinnar af vergri landsframleiðslu. Þeir tæplega 50 milljarðar íslenskra króna sem ríkisstjórn Ástralíu hefur heitið til hjálparstarfsins eru nærri 0,15 prósent af vergri landsframleiðslu þjóðarinnar. 13.1.2005 00:01 Atvinnuleyfi verði afgreidd fljótt Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við því að atvinnuleyfi sem Impregilo sótti um fyrir 54 Kínverja verði afgreidd síðar í dag eða á morgun. Forstjóri Vinnumálastofnunar situr nú á fundi með fulltrúum Impregilo vegna málsins. Talsmaður fyrirtækisins segir að það hafi greitt tæpan milljarð í skatt hér á landi. 13.1.2005 00:01 Tekjur gætu numi sex milljörðum Fiskifræðingar, sjómenn og útvegsmenn anda nú léttar eftir að svo mikið af loðnu hefur fundist að ástæða er til að stór auka kvótann. Útflutningstekjur af loðnuafurðum vegna viðbótarkvótans nema um sex milljörðum króna. 13.1.2005 00:01 Mjólk tvöfalt dýrari en í Danmörku Nýmjólk er orðin tvöfalt dýrari hér á landi en í Danmörku, en lágt verð í Danmörku er rakið til eðlilegrar samkeppni þar í landi. Verð á helstu neysluvörum hér á landi er það fjórða hæsta í 30 Evrópulöndum sem norska hagstofan kannaði. 13.1.2005 00:01 Segir niðurstöðu koma mjög á óvart Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir niðurstöðu héraðsdóms vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði koma verulega á óvart. Hún vonar að kærufletir vegna álversins fari að verða uppurnir. 13.1.2005 00:01 Kærir meðeigendur í Útvarpi Sögu Arnþrúður Karlsdóttir hefur kært meðeigendur sína í Útvarpi Sögu fyrir brot á lögum um einkahlutafélög og sakar þá meðal annars um reyna að þvinga sig til að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Einn meðeigendanna segir þetta fyndið og sakar Arnþrúði um samningsrof. 13.1.2005 00:01 Sækir um skráningu á frumlyfi Íslensk erfðagreining hefur sótt um að hefja klínískar rannsóknir á frumlyfinu DG041 hjá bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. DG041 er lítil lyfjasameind af nýjum lyfjaflokki sem beint er gegn æðakölkun í fótum 13.1.2005 00:01 Verðbólga við vikmörk Seðlabanka Hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrra mánuði gengur þvert á spár greiningardeilda bankanna. Verðbólga nú 4%, sem við efri vikmörk verbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, og greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að verðbólga fari upp fyrir vikmörkin á næstu mánuðum en hjaðni svo og verði 2,1% yfir árið. 13.1.2005 00:01 ASÍ segir hið opinbera ábyrgt Alþýðusamband Íslands segir að opinberir aðilar beri mesta ábyrgð á þeirri miklu verðbólgu sem blasi við, þegar horft sé framhjá hækkun húsnæðis. Á heimasíðu ASÍ er bent á að verðbólga nú í janúar mælist 4%. Hún sé því komin í efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands og að neysluverðsvísitalan hafi ekki mælst meiri frá því á miðju ári 2002. 13.1.2005 00:01 Sakfelling í 155 málum Sakfellt hefur verið í 155 af 176 skattsvikamálum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á árunum 1998-2004, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Tuttugu mál eru nú til meðferðar fyrir dómstólum og í einu tilviki var fallið frá ákæru fyrir aðalmeðferð. Samanlögð vanframtalin velta er talin nema um þremur milljöðrum króna í málunum 176 en heildarfjárhæð skattsvikanna er talin vera um 1,3 milljarðar króna. 13.1.2005 00:01 Kaupir skip til loðnuveiða Samherji hefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Högabergi FD frá E.M.Shipping í Færeyjum, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Þetta er gert vegna mikillar aukningar á aflaheimildum á loðnu. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um endursölurétt innan þriggja mánaða frá undirritun. 13.1.2005 00:01 230 þúsund manns töldu fram 2003 Þeir framteljendur, sem voru ekki í sambúð og ekki með börn á framfæri sínu, voru um 96 þúsund talsins árið 2003. Það eru rúmlega 40 prósent allra framteljenda sem voru um 230 þúsund. Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að stór hluti þessa hóps sé ungt fólk, en þó voru 55 þúsund 25 ára og eldri. 13.1.2005 00:01 Jólatrén hirt í síðasta sinn Starfsmenn Gatnamálastofu munu annast hirðingu jólatrjáa í Reykjavík í dag í síðasta sinn í ár en þeir hafa sinnt því verki síðan á þrettándanum. Þeir borgarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og þau verða þá fjarlægð. 13.1.2005 00:01 Ungar konur spenna beltin rangt Lögreglan í Keflavík hefur orðið vör við ranga notkun bílbelta meðal ökumanna og er algengast að beltið sé ekki látið liggja yfir öxl heldur sett undir vinstri handarkrika. 13.1.2005 00:01 Ferðamönnum fjölgar um 42 þúsund Erlendir ferðamenn, sem komu hingað til lands á nýliðnu ári, voru um 42 þúsund fleiri en þeir sem komu til landsins árið áður, sem þó var metár. Þetta er fjölgun upp á rúmlega 13 prósent, en samtals heimsóttu 362.200 erlendir gestir Ísland á árinu 2004, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. 13.1.2005 00:01 Borga með farsímum í stöðumæla Eftir nokkra daga eða vikur verður hægt að borga í stöðumæla og miðamæla. Þjónusta tveggja fyrirtækja verður markaðssett á næstunni. 13.1.2005 00:01 Impregilo ætlar að sanna sitt mál Forystumenn Impregilo útskýrðu sín sjónarmið á fundi með félagsmálaráðherra í gær. Þeir telja sig fara fullkomlega eftir Virkjanasamningnum og ætla að leggja sannanir sínar fyrir ráðherra. </font /></b /> 13.1.2005 00:01 Hundruð manna á utangarðsskrá Óljóst er hversu margir erlendir starfsmenn eru á Kárahnjúkum og hvenær og hversu lengi þeir dveljast þar. Þetta er alvarlegt með tilliti til almannavarna á svæðinu. </font /></b /> 13.1.2005 00:01 Útsvarstekjur allt að þrefaldast Útsvarstekjur sveitarfélaganna fyrir austan hafa allt að þrefaldast vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Misjafnt er hvort og þá hversu miklar tekjur sveitarfélögin hafi af starfsmönnum á utangarðsskrá. </font /></b /> 13.1.2005 00:01 Engin röskun á framkvæmdum Engin röskun verður á framkvæmdum við álverið í Reyðarfirði þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Fjarðaál verði að gangast undir umhverfismat. Fyrirtækið hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar og þangað til hann fellir úrskurð hefur það sömu réttarstöðu og fyrir úrskurð héraðsdóms. 13.1.2005 00:01 Stjórnarnefnd LSH fagnar hugmyndum Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún fagnar mjög hugmyndum ráðherra og þingmanna um fjármögnun nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. 13.1.2005 00:01 Áttu annað erindi á heimilið Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna hafa farið að heimili konu á þrítugsaldri rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags vegna kvartana nágranna um hávaða. Vegna útkallsins hafi lögreglan átt erindi á heimili konunnar aftur aðfaranótt þriðjudags. 13.1.2005 00:01 Annar með kókaínið Kókaínið sem fannst um borð í Hauki ÍS í Bremerhaven var allt í ferðatösku yngri Íslendingsins sem situr nú í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi. Hassið var falið í farangri þess eldri en mennirnir hafa báðir verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald. 13.1.2005 00:01 Fasteignaskattur ekki hækkaður Borgarráð hefur ákveðið að draga til baka áform um að hækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði. Um áramótin hækkaði fasteignamat töluvert umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar og því telur borgarstjóri ekki lengur þörf á að auka tekjur með hækkun álagningarhlutfalls. 13.1.2005 00:01 Sjónarhóll enn ógirtur Miltisbrandssýkta jörðin Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er enn ógirt þrátt fyrir tilmæli landbúnaðarráðherra um annað. Meira en mánuður er liðinn frá því að þrjú hross drápust á jörðinni. Eigendur Sjónarhóls vilja að jörðin verði girt vestan þjóðvegar og fyrir því þarf að leita samþykkis eigenda nágrannajarða. 13.1.2005 00:01 Klór áfram í Kópavogi Heilbrigðiseftirlit Kópavogs taldi framleiðslu klórs lokið í fyrirtæki Mjallar-Friggjar í Kópavogi. Tveir til þrír mánuðir eru eftir af framleiðslunni sem er án starfsleyfis. 13.1.2005 00:01 Íhuga að sanna mál sitt fyrir dómi Verkefnastjóri Impregilo vísar á bug öllum ásökunum Alþýðusambands Íslands um brot á íslenskri vinnu- og skattalöggjöf. Hann segist nú íhuga dómsmál til að færa sönnur á mál sitt. Félagsmálaráðherra reynir þessa dagana að mynda sér skoðun á málinu en það er orð gegn orði í málflutningi forkólfa ASÍ og lmpregilo. 13.1.2005 00:01 Stórmeistari fékk nálgunarbann Fertugur maður kemur fyrir dóm í dag, ákærður fyrir að hafa rofið nálgunarbann. Hann hefur haft í hótunum við Helga Áss Grétarsson stórmeistara í skák, sem á í sambandi við barnsmóður hans. 13.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ræddi við forsetann Tómas Ingi Olrich afhenti í byrjun vikunnar Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi. 14.1.2005 00:01
Árekstur jeppa og fólksbíls Rétt fyrir klukkan tíu síðasta miðvikudagsmorgun lentu saman hvítur Toyota Land Cruiser jeppi og grár VW Golf fólksbíll á mótum Arnarnesvegar og Bæjarbrautar í Garðabæ. 14.1.2005 00:01
25 kíló á kjaft Sala kindakjöts jókst um 13,5 prósent milli áranna 2003 og 2004, eða um 860 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Sala síðasta árs jafngildir því að hver Íslendingur hafi borðað um 25 kíló af kindakjöti. 14.1.2005 00:01
Gæti borgað sjúkrahús á 12 árum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs harmar hugmyndir um að bjóða landsmönnum nýjan Landspítala fyrir einkavæðingu Símans, en lýsir um leið fullum stuðningi við aukin fjárframlög í þágu bættrar heilbrigðisþjónustu. 14.1.2005 00:01
Græddum meira á ferðafólki Tölur Seðlabanka Íslands sýna að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru 2,2 milljörðum meiri fyrstu níu mánuði ársins 2004 en á sama tíma árið áður. 14.1.2005 00:01
Söfnunin nær hámarki Landssöfnunin vegna hamfaranna í Asíu á öðrum degi jóla, Neyðarhjálp úr norðri, nær hápunkti í dag. Söfnunin er ein sú umfangsmesta sem hér hefur verið ráðist í, en að henni stendur fjöldi hjálparsamtaka auk fjölmiðla, félagasamtaka, fyrirtækja og almennings. 14.1.2005 00:01
Eldsvoði í Mosfellsbæ Slökkvilið var fyrir stundu kallað að Tröllateig í Mosfellsbæ. Tilkynnt var um talsverðan eld í íbúð í nýbyggingu. Bílar frá tveimur stöðvum voru sendir á staðinn en ekki var frekari upplýsingar að hafa um eldsvoðann. 14.1.2005 00:01
Alfreð segist ekki hætta Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langs aldurs í pólitík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgrímsson. </font /></b /> 13.1.2005 00:01
Ríkissaksóknari vill frekari gögn Að ósk ríkissaksóknara er sýslumannsembættið á Seyðisfirði að afla viðbótargagna vegna banaslyssins á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka aðfaranótt 15. mars í fyrra. Að þeim gögnum fengnum mun ríkissaksóknari taka ákvörðun um hvort ákært verður í málinu. 13.1.2005 00:01
Vill að R-listinn starfi áfram Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að vísasti vegurinn til að tryggja Sjálfstæðisflokknum völd í Reykjavík sé að hætta samstarfi Reykjavíkurlistans. Hann er eindreginn stuðningsmaður þess að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. 13.1.2005 00:01
Þyrla sótti slasaðan sjómann Þyrla af danska eftirlitsskipinu Triton, sem hélt nýlega frá Reykjavík, sótti síðdegis færeyskan sjómann, sem hafði slasast alvarlega á höfði um borð í togara djúpt norðvestur af landinu og flutti hann á slysadeild Landspítalans. Sjómaðurinn mun vera höfuðkúpubrotinn. 13.1.2005 00:01
Fundað um erlenda starfsmenn Fundur verður haldinn í Vinnumálastofnun í dag með fulltrúum frá Impregilo um ráðningu fimmtíu og fjögurra erlendra starfsmanna til starfa við Kárahnjúka og væntanlega um ráðningu enn fleiri útlendinga. 13.1.2005 00:01
Hermaður seldi einkennisbúninginn Bandaríkjaher segir sölu hermannabúninga í Kolaportinu geta þýtt að stríð þeirra gegn hryðjuverkum sé unnið fyrir gýg. Ólafur Ólafsson, sem selur búningana, segir íslenska stúlku sem seldi honum einkennisbúning amerísks kærasta síns hafa skömmu seinna hringt í ofboði og beðið um að nafn kærastans yrði tekið af búningnum. Ella blasti við fangelsi. 13.1.2005 00:01
Ósáttur við ofurlaun Halldórsmanns Jón E. Böðvarsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli er með tvöföld mánaðarlaun Björns Inga Knútssonar sem hann er að leysa af í eitt og hálft ár. Jóni var ýtt til hliðar í Ratsjárstofnun til að rýma fyrir Ólafi Erni Haraldssyni framsóknarmanni. Davíð Oddsson er óánægður með embættisfærslu Halldórs Ásgrímssonar í málinu. 13.1.2005 00:01
Kapteinn Kókaín á Hauki ÍS Tveir sjómenn af togaranum Hauki ÍS-847 sitja nú í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven vegna tilraunar til smygls á metmagni af kókaíni. Skipstjóri skipsins, Ómar Örvarsson, sat 10 mánuði í fangelsi í Karabíska hafinu fyrir smygl á tæpum 15 kílóum af kókaíni. Ómar er fyrir rétt í dag vegna tæplega 200 kannabis-plantna sem funudst hjá honum árið 2002. 13.1.2005 00:01
Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í janúar 2005 er 239,2 stig og hækkaði um 0,08% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,2 stig og lækkaði um 0,56% frá því í desember. 13.1.2005 00:01
Hestar hlupu fyrir lest í Danmörku Tveir hestar hlupu fyrir járnbrautarlest á Jótlandi snemma í morgun og drápust báðir. Dráttarvagn lestarinnar skemmdist svo mikið að hann varð óökuhæfur en engan í lestinni sakaði. Lausaganga búfjár er því víðar vandamál en á Íslandi en síðast var bíl ekið á hest hér á landi í fyrradag skammt frá Akureyri. 13.1.2005 00:01
Ástralar gefa mest Ástralar, sem heitið hafa hæstri upphæð allra þjóða til hjálparstarfsins í Asíu, gefa líka langmest ef tekið er tillit til hlutfalls upphæðarinnar af vergri landsframleiðslu. Þeir tæplega 50 milljarðar íslenskra króna sem ríkisstjórn Ástralíu hefur heitið til hjálparstarfsins eru nærri 0,15 prósent af vergri landsframleiðslu þjóðarinnar. 13.1.2005 00:01
Atvinnuleyfi verði afgreidd fljótt Forstjóri Vinnumálastofnunar býst við því að atvinnuleyfi sem Impregilo sótti um fyrir 54 Kínverja verði afgreidd síðar í dag eða á morgun. Forstjóri Vinnumálastofnunar situr nú á fundi með fulltrúum Impregilo vegna málsins. Talsmaður fyrirtækisins segir að það hafi greitt tæpan milljarð í skatt hér á landi. 13.1.2005 00:01
Tekjur gætu numi sex milljörðum Fiskifræðingar, sjómenn og útvegsmenn anda nú léttar eftir að svo mikið af loðnu hefur fundist að ástæða er til að stór auka kvótann. Útflutningstekjur af loðnuafurðum vegna viðbótarkvótans nema um sex milljörðum króna. 13.1.2005 00:01
Mjólk tvöfalt dýrari en í Danmörku Nýmjólk er orðin tvöfalt dýrari hér á landi en í Danmörku, en lágt verð í Danmörku er rakið til eðlilegrar samkeppni þar í landi. Verð á helstu neysluvörum hér á landi er það fjórða hæsta í 30 Evrópulöndum sem norska hagstofan kannaði. 13.1.2005 00:01
Segir niðurstöðu koma mjög á óvart Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir niðurstöðu héraðsdóms vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði koma verulega á óvart. Hún vonar að kærufletir vegna álversins fari að verða uppurnir. 13.1.2005 00:01
Kærir meðeigendur í Útvarpi Sögu Arnþrúður Karlsdóttir hefur kært meðeigendur sína í Útvarpi Sögu fyrir brot á lögum um einkahlutafélög og sakar þá meðal annars um reyna að þvinga sig til að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Einn meðeigendanna segir þetta fyndið og sakar Arnþrúði um samningsrof. 13.1.2005 00:01
Sækir um skráningu á frumlyfi Íslensk erfðagreining hefur sótt um að hefja klínískar rannsóknir á frumlyfinu DG041 hjá bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. DG041 er lítil lyfjasameind af nýjum lyfjaflokki sem beint er gegn æðakölkun í fótum 13.1.2005 00:01
Verðbólga við vikmörk Seðlabanka Hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrra mánuði gengur þvert á spár greiningardeilda bankanna. Verðbólga nú 4%, sem við efri vikmörk verbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, og greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að verðbólga fari upp fyrir vikmörkin á næstu mánuðum en hjaðni svo og verði 2,1% yfir árið. 13.1.2005 00:01
ASÍ segir hið opinbera ábyrgt Alþýðusamband Íslands segir að opinberir aðilar beri mesta ábyrgð á þeirri miklu verðbólgu sem blasi við, þegar horft sé framhjá hækkun húsnæðis. Á heimasíðu ASÍ er bent á að verðbólga nú í janúar mælist 4%. Hún sé því komin í efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands og að neysluverðsvísitalan hafi ekki mælst meiri frá því á miðju ári 2002. 13.1.2005 00:01
Sakfelling í 155 málum Sakfellt hefur verið í 155 af 176 skattsvikamálum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á árunum 1998-2004, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Tuttugu mál eru nú til meðferðar fyrir dómstólum og í einu tilviki var fallið frá ákæru fyrir aðalmeðferð. Samanlögð vanframtalin velta er talin nema um þremur milljöðrum króna í málunum 176 en heildarfjárhæð skattsvikanna er talin vera um 1,3 milljarðar króna. 13.1.2005 00:01
Kaupir skip til loðnuveiða Samherji hefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Högabergi FD frá E.M.Shipping í Færeyjum, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Þetta er gert vegna mikillar aukningar á aflaheimildum á loðnu. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um endursölurétt innan þriggja mánaða frá undirritun. 13.1.2005 00:01
230 þúsund manns töldu fram 2003 Þeir framteljendur, sem voru ekki í sambúð og ekki með börn á framfæri sínu, voru um 96 þúsund talsins árið 2003. Það eru rúmlega 40 prósent allra framteljenda sem voru um 230 þúsund. Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að stór hluti þessa hóps sé ungt fólk, en þó voru 55 þúsund 25 ára og eldri. 13.1.2005 00:01
Jólatrén hirt í síðasta sinn Starfsmenn Gatnamálastofu munu annast hirðingu jólatrjáa í Reykjavík í dag í síðasta sinn í ár en þeir hafa sinnt því verki síðan á þrettándanum. Þeir borgarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og þau verða þá fjarlægð. 13.1.2005 00:01
Ungar konur spenna beltin rangt Lögreglan í Keflavík hefur orðið vör við ranga notkun bílbelta meðal ökumanna og er algengast að beltið sé ekki látið liggja yfir öxl heldur sett undir vinstri handarkrika. 13.1.2005 00:01
Ferðamönnum fjölgar um 42 þúsund Erlendir ferðamenn, sem komu hingað til lands á nýliðnu ári, voru um 42 þúsund fleiri en þeir sem komu til landsins árið áður, sem þó var metár. Þetta er fjölgun upp á rúmlega 13 prósent, en samtals heimsóttu 362.200 erlendir gestir Ísland á árinu 2004, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. 13.1.2005 00:01
Borga með farsímum í stöðumæla Eftir nokkra daga eða vikur verður hægt að borga í stöðumæla og miðamæla. Þjónusta tveggja fyrirtækja verður markaðssett á næstunni. 13.1.2005 00:01
Impregilo ætlar að sanna sitt mál Forystumenn Impregilo útskýrðu sín sjónarmið á fundi með félagsmálaráðherra í gær. Þeir telja sig fara fullkomlega eftir Virkjanasamningnum og ætla að leggja sannanir sínar fyrir ráðherra. </font /></b /> 13.1.2005 00:01
Hundruð manna á utangarðsskrá Óljóst er hversu margir erlendir starfsmenn eru á Kárahnjúkum og hvenær og hversu lengi þeir dveljast þar. Þetta er alvarlegt með tilliti til almannavarna á svæðinu. </font /></b /> 13.1.2005 00:01
Útsvarstekjur allt að þrefaldast Útsvarstekjur sveitarfélaganna fyrir austan hafa allt að þrefaldast vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Misjafnt er hvort og þá hversu miklar tekjur sveitarfélögin hafi af starfsmönnum á utangarðsskrá. </font /></b /> 13.1.2005 00:01
Engin röskun á framkvæmdum Engin röskun verður á framkvæmdum við álverið í Reyðarfirði þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Fjarðaál verði að gangast undir umhverfismat. Fyrirtækið hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar og þangað til hann fellir úrskurð hefur það sömu réttarstöðu og fyrir úrskurð héraðsdóms. 13.1.2005 00:01
Stjórnarnefnd LSH fagnar hugmyndum Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún fagnar mjög hugmyndum ráðherra og þingmanna um fjármögnun nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. 13.1.2005 00:01
Áttu annað erindi á heimilið Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna hafa farið að heimili konu á þrítugsaldri rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags vegna kvartana nágranna um hávaða. Vegna útkallsins hafi lögreglan átt erindi á heimili konunnar aftur aðfaranótt þriðjudags. 13.1.2005 00:01
Annar með kókaínið Kókaínið sem fannst um borð í Hauki ÍS í Bremerhaven var allt í ferðatösku yngri Íslendingsins sem situr nú í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi. Hassið var falið í farangri þess eldri en mennirnir hafa báðir verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald. 13.1.2005 00:01
Fasteignaskattur ekki hækkaður Borgarráð hefur ákveðið að draga til baka áform um að hækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði. Um áramótin hækkaði fasteignamat töluvert umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar og því telur borgarstjóri ekki lengur þörf á að auka tekjur með hækkun álagningarhlutfalls. 13.1.2005 00:01
Sjónarhóll enn ógirtur Miltisbrandssýkta jörðin Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er enn ógirt þrátt fyrir tilmæli landbúnaðarráðherra um annað. Meira en mánuður er liðinn frá því að þrjú hross drápust á jörðinni. Eigendur Sjónarhóls vilja að jörðin verði girt vestan þjóðvegar og fyrir því þarf að leita samþykkis eigenda nágrannajarða. 13.1.2005 00:01
Klór áfram í Kópavogi Heilbrigðiseftirlit Kópavogs taldi framleiðslu klórs lokið í fyrirtæki Mjallar-Friggjar í Kópavogi. Tveir til þrír mánuðir eru eftir af framleiðslunni sem er án starfsleyfis. 13.1.2005 00:01
Íhuga að sanna mál sitt fyrir dómi Verkefnastjóri Impregilo vísar á bug öllum ásökunum Alþýðusambands Íslands um brot á íslenskri vinnu- og skattalöggjöf. Hann segist nú íhuga dómsmál til að færa sönnur á mál sitt. Félagsmálaráðherra reynir þessa dagana að mynda sér skoðun á málinu en það er orð gegn orði í málflutningi forkólfa ASÍ og lmpregilo. 13.1.2005 00:01
Stórmeistari fékk nálgunarbann Fertugur maður kemur fyrir dóm í dag, ákærður fyrir að hafa rofið nálgunarbann. Hann hefur haft í hótunum við Helga Áss Grétarsson stórmeistara í skák, sem á í sambandi við barnsmóður hans. 13.1.2005 00:01