Impregilo ætlar að sanna sitt mál 13. janúar 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra átti í gær fund með fulltrúum ítalska stórfyrirtækisins Impregilo til að kynna sér allar hliðar málsins en farið var yfir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar frá sjónarhóli Impregilo. Ítalarnir tala um rangar ásakanir verkalýðshreyfingarinnar. Gianni Porta, verkefnisstjóri Impregilo, segir að fundurinn með ráðherra hafi verið mjög jákvæður. "Við gátum gefið útskýringar á ásökunum í fjölmiðlum og erum vissir um að málið skýrist, að minnsta kosti frá okkar hlið séð. Það er ekkert satt í þessum ásökunum og við erum tilbúnir að sanna það fyrir hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er," segir hann. Sannanir Impregilo verða lagðar fyrir ráðherra og aðra þá sem það vilja. Porta sagði að blaðamaður fengi að sjá þær ef þær yrðu gerðar opinberar hjá yfirvöldum, annars ekki. Stjórnvöld séu samningsaðili Impregilo og fyrirtækið fari eftir íslenskum lögum og reglum. "Samningar eru fyrir hendi við verkalýðshreyfinguna en því miður er það ekki virt. Impregilo hefur þegar skrifað undir alþjóðlegt samkomulag en því miður er mikið af röngum upplýsingum í umræðunni," sagði hann. "Tilgangurinn er að átta sig á því um hvað málið snýst. Við höfum í höndunum umfangsmikla greinargerð ASÍ og mér finnst mikilvægt að horfa til allra hluta," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra eftir fundinn í gær. "Forsvarsmenn Impregilo fóru yfir málið. Eins og þeir hafa rakið er veruleg starfsmannavelta á Kárahnjúkum, sem þeir rekja ekki síst til aðstæðna á staðnum. Þá skortir vinnuafl. Auglýst hefur verið eftir því og niðurstöður þeirrar leitar auka ekki bjartsýni," segir Árni, sem mælir með því að verkalýðshreyfingin fari með málið fyrir félagsdóm ef deiluaðilar ná ekki saman. Ráðherra hitti einnig forystumenn Samtaka atvinnulífsins í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra átti í gær fund með fulltrúum ítalska stórfyrirtækisins Impregilo til að kynna sér allar hliðar málsins en farið var yfir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar frá sjónarhóli Impregilo. Ítalarnir tala um rangar ásakanir verkalýðshreyfingarinnar. Gianni Porta, verkefnisstjóri Impregilo, segir að fundurinn með ráðherra hafi verið mjög jákvæður. "Við gátum gefið útskýringar á ásökunum í fjölmiðlum og erum vissir um að málið skýrist, að minnsta kosti frá okkar hlið séð. Það er ekkert satt í þessum ásökunum og við erum tilbúnir að sanna það fyrir hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er," segir hann. Sannanir Impregilo verða lagðar fyrir ráðherra og aðra þá sem það vilja. Porta sagði að blaðamaður fengi að sjá þær ef þær yrðu gerðar opinberar hjá yfirvöldum, annars ekki. Stjórnvöld séu samningsaðili Impregilo og fyrirtækið fari eftir íslenskum lögum og reglum. "Samningar eru fyrir hendi við verkalýðshreyfinguna en því miður er það ekki virt. Impregilo hefur þegar skrifað undir alþjóðlegt samkomulag en því miður er mikið af röngum upplýsingum í umræðunni," sagði hann. "Tilgangurinn er að átta sig á því um hvað málið snýst. Við höfum í höndunum umfangsmikla greinargerð ASÍ og mér finnst mikilvægt að horfa til allra hluta," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra eftir fundinn í gær. "Forsvarsmenn Impregilo fóru yfir málið. Eins og þeir hafa rakið er veruleg starfsmannavelta á Kárahnjúkum, sem þeir rekja ekki síst til aðstæðna á staðnum. Þá skortir vinnuafl. Auglýst hefur verið eftir því og niðurstöður þeirrar leitar auka ekki bjartsýni," segir Árni, sem mælir með því að verkalýðshreyfingin fari með málið fyrir félagsdóm ef deiluaðilar ná ekki saman. Ráðherra hitti einnig forystumenn Samtaka atvinnulífsins í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira