Impregilo ætlar að sanna sitt mál 13. janúar 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra átti í gær fund með fulltrúum ítalska stórfyrirtækisins Impregilo til að kynna sér allar hliðar málsins en farið var yfir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar frá sjónarhóli Impregilo. Ítalarnir tala um rangar ásakanir verkalýðshreyfingarinnar. Gianni Porta, verkefnisstjóri Impregilo, segir að fundurinn með ráðherra hafi verið mjög jákvæður. "Við gátum gefið útskýringar á ásökunum í fjölmiðlum og erum vissir um að málið skýrist, að minnsta kosti frá okkar hlið séð. Það er ekkert satt í þessum ásökunum og við erum tilbúnir að sanna það fyrir hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er," segir hann. Sannanir Impregilo verða lagðar fyrir ráðherra og aðra þá sem það vilja. Porta sagði að blaðamaður fengi að sjá þær ef þær yrðu gerðar opinberar hjá yfirvöldum, annars ekki. Stjórnvöld séu samningsaðili Impregilo og fyrirtækið fari eftir íslenskum lögum og reglum. "Samningar eru fyrir hendi við verkalýðshreyfinguna en því miður er það ekki virt. Impregilo hefur þegar skrifað undir alþjóðlegt samkomulag en því miður er mikið af röngum upplýsingum í umræðunni," sagði hann. "Tilgangurinn er að átta sig á því um hvað málið snýst. Við höfum í höndunum umfangsmikla greinargerð ASÍ og mér finnst mikilvægt að horfa til allra hluta," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra eftir fundinn í gær. "Forsvarsmenn Impregilo fóru yfir málið. Eins og þeir hafa rakið er veruleg starfsmannavelta á Kárahnjúkum, sem þeir rekja ekki síst til aðstæðna á staðnum. Þá skortir vinnuafl. Auglýst hefur verið eftir því og niðurstöður þeirrar leitar auka ekki bjartsýni," segir Árni, sem mælir með því að verkalýðshreyfingin fari með málið fyrir félagsdóm ef deiluaðilar ná ekki saman. Ráðherra hitti einnig forystumenn Samtaka atvinnulífsins í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra átti í gær fund með fulltrúum ítalska stórfyrirtækisins Impregilo til að kynna sér allar hliðar málsins en farið var yfir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar frá sjónarhóli Impregilo. Ítalarnir tala um rangar ásakanir verkalýðshreyfingarinnar. Gianni Porta, verkefnisstjóri Impregilo, segir að fundurinn með ráðherra hafi verið mjög jákvæður. "Við gátum gefið útskýringar á ásökunum í fjölmiðlum og erum vissir um að málið skýrist, að minnsta kosti frá okkar hlið séð. Það er ekkert satt í þessum ásökunum og við erum tilbúnir að sanna það fyrir hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er," segir hann. Sannanir Impregilo verða lagðar fyrir ráðherra og aðra þá sem það vilja. Porta sagði að blaðamaður fengi að sjá þær ef þær yrðu gerðar opinberar hjá yfirvöldum, annars ekki. Stjórnvöld séu samningsaðili Impregilo og fyrirtækið fari eftir íslenskum lögum og reglum. "Samningar eru fyrir hendi við verkalýðshreyfinguna en því miður er það ekki virt. Impregilo hefur þegar skrifað undir alþjóðlegt samkomulag en því miður er mikið af röngum upplýsingum í umræðunni," sagði hann. "Tilgangurinn er að átta sig á því um hvað málið snýst. Við höfum í höndunum umfangsmikla greinargerð ASÍ og mér finnst mikilvægt að horfa til allra hluta," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra eftir fundinn í gær. "Forsvarsmenn Impregilo fóru yfir málið. Eins og þeir hafa rakið er veruleg starfsmannavelta á Kárahnjúkum, sem þeir rekja ekki síst til aðstæðna á staðnum. Þá skortir vinnuafl. Auglýst hefur verið eftir því og niðurstöður þeirrar leitar auka ekki bjartsýni," segir Árni, sem mælir með því að verkalýðshreyfingin fari með málið fyrir félagsdóm ef deiluaðilar ná ekki saman. Ráðherra hitti einnig forystumenn Samtaka atvinnulífsins í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira