Innlent

Ferðamönnum fjölgar um 42 þúsund

Erlendir ferðamenn, sem komu hingað til lands á nýliðnu ári, voru um 42 þúsund fleiri en þeir sem komu til landsins árið áður, sem þó var metár. Þetta er fjölgun upp á rúmlega 13 prósent, en samtals heimsóttu 362.200 erlendir gestir Ísland á árinu 2004, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. Rúmlega 350 þúsund manns fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll og tæplega 12 þúsund gestir komu með Norrænu. Bretar eru fjölmennastir þeirra sem hingað koma, en ríflega 60 þúsund Bretar komu til Íslands í fyrra. Þá komu 47.800 gestir frá Norður-Ameríkuog 38.700 Þjóðverjar.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×