Innlent

Jólatrén hirt í síðasta sinn

Starfsmenn Gatnamálastofu munu annast hirðingu jólatrjáa í Reykjavík í dag í síðasta sinn í ár en þeir hafa sinnt því verki síðan á þrettándanum. Þeir borgarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og þau verða þá fjarlægð. Eftirleiðis eru íbúar beðnir um að snúa sér til gámastöðva Sorpu til að losa sig við jólatré. Nánari upplýsingar um hirðingu í hverju herfi má nálgast í hverfabækistöðvum Gatnamálastofu. Þá hvetja starfsmenn stofunnar fólk til að hirða upp leifar af flugeldum í nágrenni sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×