Innlent

230 þúsund manns töldu fram 2003

Þeir framteljendur, sem voru ekki í sambúð og ekki með börn á framfæri sínu, voru um 96 þúsund talsins árið 2003. Það eru rúmlega 40 prósent allra framteljenda sem voru um 230 þúsund. Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að stór hluti þessa hóps sé ungt fólk, en þó voru 55 þúsund 25 ára og eldri. Hjón eða samsköttuð pör, sem ekki voru með börn yngri en 16 ára á framfæri, voru tæplega 30 þúsund. Pör með eitt barn voru rúmlega 12 þúsund árið 2003 og pör með tvö börn voru litlu færri, samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×