Innlent

Þyrla sótti slasaðan sjómann

Þyrla af danska eftirlitsskipinu Triton, sem hélt nýlega frá Reykjavík, sótti síðdegis færeyskan sjómann, sem hafði slasast alvarlega á höfði um borð í togara djúpt norðvestur af landinu og flutti hann á slysadeild Landspítalans. Sjómaðurinn mun vera höfuðkúpubrotinn. Þegar Landhelgisgæslunni barst beiðni um flugið var haft samband við Triton sem var mun nær togaranum en ef flogið hefði verið frá Reykjavík og var það gert samkvæmt samstarfssamningi milli Gæslunnar og danska sjóhersins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×