Fleiri fréttir Þrisvar til útlanda Skattabreytingar ríkisstjórnarinnar færa fjögurra manna fjölskyldu með alls 24 milljónir í árstekjur og 40 milljóna hreina eign tæpar 1,8 milljónir í vasann. Fyrir það getur fjölskyldan keypt jeppa eða farið þrisvar til útlanda </font /></b /> 10.12.2004 00:01 Innlagnir vegna aukaverkana Þunglyndislyf geta valdið örlyndi og hegðunartruflunum hjá börnum og unglingum á fyrstu stigum meðferðar. Í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg, meðan jafnvægi er að komast á líðanina, segir yfirlæknir á BUGL. </font /></b /> 10.12.2004 00:01 Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. 10.12.2004 00:01 Eftirlit með ræktunarhundum Þetta er meðal breytinga á reglum um hundahald í Reykjavík, sem samþykktar hafa verið hjá Umhverfis og heilbrigðisnefnd. 10.12.2004 00:01 Leitað að léttari rifflum Íslenska friðargæslan leigir öll vopn sem sveitin notar. Hún leitar nú að léttari rifflum en notaðir hafa verið til þessa því þeir þykja of stórir og of kraftmiklir. Hecler og Koch riflarnir sem friðargæslan notar núna eru stórir og fyrirferðamiklir að sögn Arnórs Sigurjónssonar, yfirmanns friðargæslunnar. 10.12.2004 00:01 Eru að drukkna í óskum um kaup Íslendingar, sem búa í Bandaríkjunum eru að verða gráhærðir yfir kvabbi, að heiman, um að kaupa þetta og kaupa hitt. Það er lágt gengi dalsins, sem veldur þessu fjarstýrða innkaupaæði. 10.12.2004 00:01 Nýr skóli í Norðlingaholti Nýr 350 nemenda grunnskóli í Norðlingaholti verður tekinn í notkun næsta haust. Skólinn mun fyrst um sinn vera með kennslu í færanlegu húsnæði. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ekki ákveðið hvenær framkvæmdir við sjálfa skólabygginguna hefjist. 10.12.2004 00:01 Tjónið nemur einni milljón Tjónið sem varð í fjárhúsunum við bæinn Víðihlíð við Mývatn á fimmtudaginn nemur líklega allt að einni milljón króna. Bóndinn telur að tryggingarnar bæti ekki nema lítinn hluta tjónsins. </font /></b /> 10.12.2004 00:01 Fréttblaðið mest lesið Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup. Að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega sem er nákvæmlega sama hlutfall og sagðist lesa blaðið í könnun Gallup fyrir mánuði síðan. 10.12.2004 00:01 Ríkislögreglustjóri rannsakar Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík fór vestur í Saurbæjarhrepp í Dölum í gær til að rannsaka vettvang atviks sem varð þar í fyrradag. Þá eyðilagði maður lögreglubíl með hjólaskóflu þegar gert var hjá honum fjárnám og einnig leikur grunur á að hann hafi reynt að kveika í íbúðarhúsi sínu. 10.12.2004 00:01 Útiloka ekki íkveikju Lögreglurannsókn vegna brunans á Sauðarkróki um síðustu helgi þar sem ungur maður lést hefur litlu skilað enn sem komið er. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr sýnatöku tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. 10.12.2004 00:01 Norðursnjáldri í Kelduhverfi Norðursnjáldri fannst í landi bæjarins Fjalla í Kelduhverfi. Þetta er annar hvalurinn á aðeins einum mánuði sem rekur þar á land. Hlynur Ármannsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalinn líklega ungt kvendýr. 10.12.2004 00:01 Áhyggjur vegna fasteignaskatts Verði kirkjum gert að greiða fasteignagjöld kemur það væntalega í hlut þeirra rúmlega 280 safnaða að greiða þau, segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs þjóðkirkjunnar. 10.12.2004 00:01 Bílveltur Flutt með sjúkrabíl Kona, ökumaður bíls, slasaðist við bílveltu á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Mæri. Hún var flutt ásamt farþega með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi. 10.12.2004 00:01 Gjöld hækka í Mosfellsbæ Framsóknarmenn í Mosfellsbæ gagnrýna að skuldir á hvern bæjarbúa verði komnar yfir 600 þúsund og að heildarskuldir bæjarins verði um 4,3 milljarðar króna á næsta ári. 10.12.2004 00:01 Verðið lækkar með aukinni notkun Ríkisvaldið hefur ekki uppi ráðagerðir um að beita sér fyrir breytingum á verði gagnaflutninga um Farice sæstrenginn. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að verð gagnaflutninga um strenginn muni lækka með auknum viðskiptum. 10.12.2004 00:01 Sæstrengir í stuttu máli Sæstrengirnir tveir sem til landsins liggja tryggja stafræna gagnaflutninga til og frá landinu. Strengirnir eru í raun fjöldi ljósleiðara sem lagðir eru saman í þykkum kapli, en um ljósleiðarana fara svo hvers konar stafræn gögn, sama hvort þar er um að ræða hljóð- eða myndsendingar, eða gagnastreymi Internetsins. 10.12.2004 00:01 Stórum veiðisvæðum lokað Talið er að ákvörðun Evrópusambandsins um að loka stórum veiðisvæðum í Norðursjó, Írlandshafinu og út af vesturströnd Skotlands muni leiða til sextíu prósenta samdráttar í síldveiðum, 34 prósenta í þorskveiðum og 27 prósenta samdráttar í makrílveiðum. 10.12.2004 00:01 Eigendur sjávarjarða vilja fiska Samtök eigenda sjávarjarða ætla að stefna ríkinu til að fá aftur útróðrarrétt. Ómar Antonsson, formaður samtakanna, segir að eigendur sjávarjarða hafi haft þennan rétt frá ómunatíð og hafi meðal annars greitt af því fasteignagjöld. 10.12.2004 00:01 Ameríkanar á slóð gamalla sanninda Bandarískir vísindamenn þykjast hafa fundið nýjan sannleik varðandi eldingar í gosstrók eldgosa. Íslenskur vísindamaður hjá Veðurstofu Íslands telur kollega sína ef til vill hafa gleymt gömlum sannindum um rafhleðslu gufu sem myndast við hvellsuðu. 10.12.2004 00:01 Ljósagangur af eldingum síðustu daga Síðustu daga hefur gengið mikið þrumuveður suður og suðaustur af landinu. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sérþjónustudeild veðursviðs Veðurstofunnar, segir mesta veðrið hafa verið á fimmtudag. 10.12.2004 00:01 Sameining MS og MBF Sameining Mjólkurbús Flóamanna (MBF) og Mjólkursamsölunnar (MS) er á dagskrá, að því er fram kemur í fulltrúaráðum félaganna. Taka á ákvörðun um málið í mars. 10.12.2004 00:01 Skráningargjöldin hækkuð Frumvarp menntamálaráðherra, um að hækka skrásetningargjöld ríkisháskólanna, var samþykkt á Alþingi í dag. Skattalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar verður afgreitt í kvöld en að fundi loknum fara þingmenn í jólaleyfi. 10.12.2004 00:01 Vill að Mörður læri mannasiði Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar vill að Mörður Árnason alþingismaður sæki námskeið í mannasiðum. Hann hefur kvartað við forseta Alþingis undan dónaskap þingmannsins við gesti nefndarinnar. Mörður segist ekki kannast við að hafa verið dónalegur. Hann vill að Gunnar Birgisson sæki námskeið í lýðræði. 10.12.2004 00:01 Bændur ósáttir Það var kurr í mörgum bændum þegar Óbyggðanefnd kvað, í dag, upp úrskurði í níu málum sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. 10.12.2004 00:01 Gagnabanki um mænuskaða Heilbrigðisráðherra undirritaði, í dag, samning við Auði Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðing, um stofnun alþjóðlegs gagnabanka um mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, kom að þessu máli eftir að dóttir hennar, Hrafnhildur Thoroddsen lamaðist fyrir neðan mitti, eftir umferðarslys, árið 1989. 10.12.2004 00:01 Misboðið vegna ofsókna Pashar Almoallem og Þórkatla Jónsdóttir hafa verið hamingjusamlega gift í fimm ár og búsett allan þann tíma hér á landi. Hann er sýrlenskur og hún íslensk. Útlendingaeftirlitið kannar nú hvort hjónaband þeirra sé málamyndahjónaband. 10.12.2004 00:01 Konukot opnað Konukot, næturheimili fyrir heimilislausar konur var formlega opnað í dag á áttatíu ára afmæli Rauða krossins. Talið er að tuttugu til þrjátíu konur í Reykjavík eigi hvergi höfði sínu að halla í borginni. Í Konukoti fá þær athvarf á nóttunni og geta notað hreinlætis- og þvottaaðstöðu. 8-10 konur í einu geta fengið inni í Konukoti. 10.12.2004 00:01 Frumkvæðið var okkar "Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983," segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. "Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráðleggingum fiskifræðinga." 9.12.2004 00:01 Kveikt í hræjunum í dag Kveikt verður í hræjum hrossanna fjögurra, sem ýmist drápust eða var lógað eftir að hafa smitast af miltisbrandi við bæinn Sjónarhól á Vatnsleysuströnd, um hádegisbil í dag. Hugsanlega verður einu hrossi til viðbótar lógað í varúðarskyni. Átján tonn af eldiviði hafa verið flutt á staðinn og verður slökkvilið á vettvangi. 9.12.2004 00:01 Með réttarstöðu grunaðs manns Ungur maður hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna lögreglurannsóknar á eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardag þar sem einn maður fórst. Hann er talinn hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og var sótugur á vettvangi þegar lögregla kom að, en ber við minnisleysi vegna ölvunar. 9.12.2004 00:01 Þyrla sótti meðvitundarlausa konu Liðlega tvítug erlend kona var flutt meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að hún hafði dottið á hálku á hlaðinu við sveitabæ, ofarlega í Hrunamannahreppi. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæsludeild er hún komin til meðvitundar og verður að óbreyttu flutt á almenna deild síðar í dag. 9.12.2004 00:01 Draga úr sæðisframleiðslu Ungir menn ættu alls ekki að sitja með fartölvur í kjöltunni. Þetta segja sérfræðingar og benda á að töluverður hiti stafi af slíkum tölvum. Hitinn frá tölvunni getur hitað upp pung karlmanna með þeim afleiðingum að stórdregur úr sæðisframleiðslu og þær sæðisfrumur sem þó verða til eru slappari en annars. 9.12.2004 00:01 Lántökur heimilanna aukast um 100% Lántökur heimilanna í erlendum gjaldeyri hafa aukist um hundrað prósent á tveimur mánuðum eftir að bankarnir fóru að bjóða húsnæðislán. Lækkun krónunnar og hækkun á erlendum vöxtum gæti því aukið greiðslubyrði þeirra óbærilega. 9.12.2004 00:01 Lét greipar sópa á Laugavegi Þjófur lét greipar sópa í glugga úra- og skartgripaverslunar við Laugaveg undir morgun og komst undan með þýfið. Nágranni við götuna heyrði brothljóðin og lét lögreglu þegar vita, auk þess sem þjófavarnarkerfi fór í gang, en þrátt fyrir að lögreglan væri snögg á staðinn var þjófurinn horfinn með feng sinn þegar hún kom að. Þjófurinn er ófundinn. 9.12.2004 00:01 Ekki enn vitað um smitleiðina Ekki er enn vitað hvernig miltisbrandur barst í hrossin sem drápust á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Hræin verða brennd í dag. 9.12.2004 00:01 Mótmæla hækkun skráningargjalda Nemendafélög ríkisháskólanna hafa sent frá sér ályktanir og verið með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til þess að mótmæla því að skráningargjöld í skólunum verði hækkuð um 13.500 krónur. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og verður það tekið til atkvæðagreiðslu klukkan hálftvö í dag. 9.12.2004 00:01 Ekki grunaður um neitt Ungur maður hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna lögreglurannsóknar á eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardaginn þar sem einn maður fórst. Yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki tekur þó fram að umræddur maður sé ekki grunaður um eitt eða neitt. 9.12.2004 00:01 Íslenskar hrefnur á Kanarí Íslensku hrefnurnar eru ekkert frábrugðnar íslenska mannfólkinu að því leyti að þær kunna að meta ylinn á Kanaríeyjum um jólin. Nýverið barst sending um gervitungl frá einni af sjö hrefnum sem senditæki var skotið í á Faxaflóa síðsumars og var hún þá stödd nálægt eyjunum. Hafrannsóknastofnun bíður spennt eftir frekari sendingum. 9.12.2004 00:01 BSRB býður upp á tungumálakennslu BSRB ætlar að stórefla tungumálakunnáttu félagsmanna og undirritar í dag samning við Framvegis, miðstöð um símenntun um tungumálafræðslu. Í tilkynningu frá BSRB segir að hér sé um að ræða afar metnaðarfullt átak. Boðið verði upp á námskeið í ensku, dönsku, spænsku, íslensku ritmáli, þýsku og frönsku. 9.12.2004 00:01 Búið að brenna hræin Búið er að brenna hræin af hrossunum fjórum sem drápust úr miltisbrandi á jörð Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd. Ekki er enn vitað hvernig miltisbrandur barst í hrossin. Starfsmenn frá embætti yfirdýralæknis hafa verið að taka sýni af vatni á jörð Sjónarhóls og verða þau notuð til þess að finna hvar miltisbrandurinn átti upptök sín. 9.12.2004 00:01 Athvarf fyrir heimilislausar konur Athvarf fyrir heimilislausar konur verður formlega opnað í Reykjavík á morgun, 10. desember, á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands. Deildir félagsins fagna afmælinu á margvíslegan hátt, sumar með því að hafa opið hús undir yfirskriftinni „Byggjum betra samfélag.“ 9.12.2004 00:01 Mótmæla hækkun bifreiðagjalda Félag íslenskra bifreiðaeigenda mótmælir harðlega hækkun bifreiðagjalda um fjörutíu og fimm prósent umfram verðlagsþróun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að hækka bifreiðagjöld og er í frumvarpinu sagt að það sé í takt við verðlagsþróun. Runólfur Ólafsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er ekki allskostar sammála því. 9.12.2004 00:01 Lífeyrisþegum hefur fjölgað um 46% Lífeyrisþegum fjölgar langt umfram mannfjölda, samkvæmt staðtölum frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir 2003. 9.12.2004 00:01 Olíu leitað við Ísland Norskir og skoskir aðilar hafa stofnað félag til þess að leita að olíu við Ísland. Félagið heitir Geysir Petroleum og segir framkvæmdastjóri þess að um leið og lögum verði breytt á Íslandi verði send umsókn til iðnaðarráðuneytisins um leyfi til olíuleitar. 9.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Þrisvar til útlanda Skattabreytingar ríkisstjórnarinnar færa fjögurra manna fjölskyldu með alls 24 milljónir í árstekjur og 40 milljóna hreina eign tæpar 1,8 milljónir í vasann. Fyrir það getur fjölskyldan keypt jeppa eða farið þrisvar til útlanda </font /></b /> 10.12.2004 00:01
Innlagnir vegna aukaverkana Þunglyndislyf geta valdið örlyndi og hegðunartruflunum hjá börnum og unglingum á fyrstu stigum meðferðar. Í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg, meðan jafnvægi er að komast á líðanina, segir yfirlæknir á BUGL. </font /></b /> 10.12.2004 00:01
Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. 10.12.2004 00:01
Eftirlit með ræktunarhundum Þetta er meðal breytinga á reglum um hundahald í Reykjavík, sem samþykktar hafa verið hjá Umhverfis og heilbrigðisnefnd. 10.12.2004 00:01
Leitað að léttari rifflum Íslenska friðargæslan leigir öll vopn sem sveitin notar. Hún leitar nú að léttari rifflum en notaðir hafa verið til þessa því þeir þykja of stórir og of kraftmiklir. Hecler og Koch riflarnir sem friðargæslan notar núna eru stórir og fyrirferðamiklir að sögn Arnórs Sigurjónssonar, yfirmanns friðargæslunnar. 10.12.2004 00:01
Eru að drukkna í óskum um kaup Íslendingar, sem búa í Bandaríkjunum eru að verða gráhærðir yfir kvabbi, að heiman, um að kaupa þetta og kaupa hitt. Það er lágt gengi dalsins, sem veldur þessu fjarstýrða innkaupaæði. 10.12.2004 00:01
Nýr skóli í Norðlingaholti Nýr 350 nemenda grunnskóli í Norðlingaholti verður tekinn í notkun næsta haust. Skólinn mun fyrst um sinn vera með kennslu í færanlegu húsnæði. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ekki ákveðið hvenær framkvæmdir við sjálfa skólabygginguna hefjist. 10.12.2004 00:01
Tjónið nemur einni milljón Tjónið sem varð í fjárhúsunum við bæinn Víðihlíð við Mývatn á fimmtudaginn nemur líklega allt að einni milljón króna. Bóndinn telur að tryggingarnar bæti ekki nema lítinn hluta tjónsins. </font /></b /> 10.12.2004 00:01
Fréttblaðið mest lesið Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup. Að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega sem er nákvæmlega sama hlutfall og sagðist lesa blaðið í könnun Gallup fyrir mánuði síðan. 10.12.2004 00:01
Ríkislögreglustjóri rannsakar Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík fór vestur í Saurbæjarhrepp í Dölum í gær til að rannsaka vettvang atviks sem varð þar í fyrradag. Þá eyðilagði maður lögreglubíl með hjólaskóflu þegar gert var hjá honum fjárnám og einnig leikur grunur á að hann hafi reynt að kveika í íbúðarhúsi sínu. 10.12.2004 00:01
Útiloka ekki íkveikju Lögreglurannsókn vegna brunans á Sauðarkróki um síðustu helgi þar sem ungur maður lést hefur litlu skilað enn sem komið er. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr sýnatöku tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. 10.12.2004 00:01
Norðursnjáldri í Kelduhverfi Norðursnjáldri fannst í landi bæjarins Fjalla í Kelduhverfi. Þetta er annar hvalurinn á aðeins einum mánuði sem rekur þar á land. Hlynur Ármannsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalinn líklega ungt kvendýr. 10.12.2004 00:01
Áhyggjur vegna fasteignaskatts Verði kirkjum gert að greiða fasteignagjöld kemur það væntalega í hlut þeirra rúmlega 280 safnaða að greiða þau, segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs þjóðkirkjunnar. 10.12.2004 00:01
Bílveltur Flutt með sjúkrabíl Kona, ökumaður bíls, slasaðist við bílveltu á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Mæri. Hún var flutt ásamt farþega með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi. 10.12.2004 00:01
Gjöld hækka í Mosfellsbæ Framsóknarmenn í Mosfellsbæ gagnrýna að skuldir á hvern bæjarbúa verði komnar yfir 600 þúsund og að heildarskuldir bæjarins verði um 4,3 milljarðar króna á næsta ári. 10.12.2004 00:01
Verðið lækkar með aukinni notkun Ríkisvaldið hefur ekki uppi ráðagerðir um að beita sér fyrir breytingum á verði gagnaflutninga um Farice sæstrenginn. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að verð gagnaflutninga um strenginn muni lækka með auknum viðskiptum. 10.12.2004 00:01
Sæstrengir í stuttu máli Sæstrengirnir tveir sem til landsins liggja tryggja stafræna gagnaflutninga til og frá landinu. Strengirnir eru í raun fjöldi ljósleiðara sem lagðir eru saman í þykkum kapli, en um ljósleiðarana fara svo hvers konar stafræn gögn, sama hvort þar er um að ræða hljóð- eða myndsendingar, eða gagnastreymi Internetsins. 10.12.2004 00:01
Stórum veiðisvæðum lokað Talið er að ákvörðun Evrópusambandsins um að loka stórum veiðisvæðum í Norðursjó, Írlandshafinu og út af vesturströnd Skotlands muni leiða til sextíu prósenta samdráttar í síldveiðum, 34 prósenta í þorskveiðum og 27 prósenta samdráttar í makrílveiðum. 10.12.2004 00:01
Eigendur sjávarjarða vilja fiska Samtök eigenda sjávarjarða ætla að stefna ríkinu til að fá aftur útróðrarrétt. Ómar Antonsson, formaður samtakanna, segir að eigendur sjávarjarða hafi haft þennan rétt frá ómunatíð og hafi meðal annars greitt af því fasteignagjöld. 10.12.2004 00:01
Ameríkanar á slóð gamalla sanninda Bandarískir vísindamenn þykjast hafa fundið nýjan sannleik varðandi eldingar í gosstrók eldgosa. Íslenskur vísindamaður hjá Veðurstofu Íslands telur kollega sína ef til vill hafa gleymt gömlum sannindum um rafhleðslu gufu sem myndast við hvellsuðu. 10.12.2004 00:01
Ljósagangur af eldingum síðustu daga Síðustu daga hefur gengið mikið þrumuveður suður og suðaustur af landinu. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sérþjónustudeild veðursviðs Veðurstofunnar, segir mesta veðrið hafa verið á fimmtudag. 10.12.2004 00:01
Sameining MS og MBF Sameining Mjólkurbús Flóamanna (MBF) og Mjólkursamsölunnar (MS) er á dagskrá, að því er fram kemur í fulltrúaráðum félaganna. Taka á ákvörðun um málið í mars. 10.12.2004 00:01
Skráningargjöldin hækkuð Frumvarp menntamálaráðherra, um að hækka skrásetningargjöld ríkisháskólanna, var samþykkt á Alþingi í dag. Skattalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar verður afgreitt í kvöld en að fundi loknum fara þingmenn í jólaleyfi. 10.12.2004 00:01
Vill að Mörður læri mannasiði Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar vill að Mörður Árnason alþingismaður sæki námskeið í mannasiðum. Hann hefur kvartað við forseta Alþingis undan dónaskap þingmannsins við gesti nefndarinnar. Mörður segist ekki kannast við að hafa verið dónalegur. Hann vill að Gunnar Birgisson sæki námskeið í lýðræði. 10.12.2004 00:01
Bændur ósáttir Það var kurr í mörgum bændum þegar Óbyggðanefnd kvað, í dag, upp úrskurði í níu málum sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. 10.12.2004 00:01
Gagnabanki um mænuskaða Heilbrigðisráðherra undirritaði, í dag, samning við Auði Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðing, um stofnun alþjóðlegs gagnabanka um mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, kom að þessu máli eftir að dóttir hennar, Hrafnhildur Thoroddsen lamaðist fyrir neðan mitti, eftir umferðarslys, árið 1989. 10.12.2004 00:01
Misboðið vegna ofsókna Pashar Almoallem og Þórkatla Jónsdóttir hafa verið hamingjusamlega gift í fimm ár og búsett allan þann tíma hér á landi. Hann er sýrlenskur og hún íslensk. Útlendingaeftirlitið kannar nú hvort hjónaband þeirra sé málamyndahjónaband. 10.12.2004 00:01
Konukot opnað Konukot, næturheimili fyrir heimilislausar konur var formlega opnað í dag á áttatíu ára afmæli Rauða krossins. Talið er að tuttugu til þrjátíu konur í Reykjavík eigi hvergi höfði sínu að halla í borginni. Í Konukoti fá þær athvarf á nóttunni og geta notað hreinlætis- og þvottaaðstöðu. 8-10 konur í einu geta fengið inni í Konukoti. 10.12.2004 00:01
Frumkvæðið var okkar "Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983," segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. "Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráðleggingum fiskifræðinga." 9.12.2004 00:01
Kveikt í hræjunum í dag Kveikt verður í hræjum hrossanna fjögurra, sem ýmist drápust eða var lógað eftir að hafa smitast af miltisbrandi við bæinn Sjónarhól á Vatnsleysuströnd, um hádegisbil í dag. Hugsanlega verður einu hrossi til viðbótar lógað í varúðarskyni. Átján tonn af eldiviði hafa verið flutt á staðinn og verður slökkvilið á vettvangi. 9.12.2004 00:01
Með réttarstöðu grunaðs manns Ungur maður hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna lögreglurannsóknar á eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardag þar sem einn maður fórst. Hann er talinn hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og var sótugur á vettvangi þegar lögregla kom að, en ber við minnisleysi vegna ölvunar. 9.12.2004 00:01
Þyrla sótti meðvitundarlausa konu Liðlega tvítug erlend kona var flutt meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að hún hafði dottið á hálku á hlaðinu við sveitabæ, ofarlega í Hrunamannahreppi. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæsludeild er hún komin til meðvitundar og verður að óbreyttu flutt á almenna deild síðar í dag. 9.12.2004 00:01
Draga úr sæðisframleiðslu Ungir menn ættu alls ekki að sitja með fartölvur í kjöltunni. Þetta segja sérfræðingar og benda á að töluverður hiti stafi af slíkum tölvum. Hitinn frá tölvunni getur hitað upp pung karlmanna með þeim afleiðingum að stórdregur úr sæðisframleiðslu og þær sæðisfrumur sem þó verða til eru slappari en annars. 9.12.2004 00:01
Lántökur heimilanna aukast um 100% Lántökur heimilanna í erlendum gjaldeyri hafa aukist um hundrað prósent á tveimur mánuðum eftir að bankarnir fóru að bjóða húsnæðislán. Lækkun krónunnar og hækkun á erlendum vöxtum gæti því aukið greiðslubyrði þeirra óbærilega. 9.12.2004 00:01
Lét greipar sópa á Laugavegi Þjófur lét greipar sópa í glugga úra- og skartgripaverslunar við Laugaveg undir morgun og komst undan með þýfið. Nágranni við götuna heyrði brothljóðin og lét lögreglu þegar vita, auk þess sem þjófavarnarkerfi fór í gang, en þrátt fyrir að lögreglan væri snögg á staðinn var þjófurinn horfinn með feng sinn þegar hún kom að. Þjófurinn er ófundinn. 9.12.2004 00:01
Ekki enn vitað um smitleiðina Ekki er enn vitað hvernig miltisbrandur barst í hrossin sem drápust á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Hræin verða brennd í dag. 9.12.2004 00:01
Mótmæla hækkun skráningargjalda Nemendafélög ríkisháskólanna hafa sent frá sér ályktanir og verið með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til þess að mótmæla því að skráningargjöld í skólunum verði hækkuð um 13.500 krónur. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og verður það tekið til atkvæðagreiðslu klukkan hálftvö í dag. 9.12.2004 00:01
Ekki grunaður um neitt Ungur maður hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna lögreglurannsóknar á eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardaginn þar sem einn maður fórst. Yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki tekur þó fram að umræddur maður sé ekki grunaður um eitt eða neitt. 9.12.2004 00:01
Íslenskar hrefnur á Kanarí Íslensku hrefnurnar eru ekkert frábrugðnar íslenska mannfólkinu að því leyti að þær kunna að meta ylinn á Kanaríeyjum um jólin. Nýverið barst sending um gervitungl frá einni af sjö hrefnum sem senditæki var skotið í á Faxaflóa síðsumars og var hún þá stödd nálægt eyjunum. Hafrannsóknastofnun bíður spennt eftir frekari sendingum. 9.12.2004 00:01
BSRB býður upp á tungumálakennslu BSRB ætlar að stórefla tungumálakunnáttu félagsmanna og undirritar í dag samning við Framvegis, miðstöð um símenntun um tungumálafræðslu. Í tilkynningu frá BSRB segir að hér sé um að ræða afar metnaðarfullt átak. Boðið verði upp á námskeið í ensku, dönsku, spænsku, íslensku ritmáli, þýsku og frönsku. 9.12.2004 00:01
Búið að brenna hræin Búið er að brenna hræin af hrossunum fjórum sem drápust úr miltisbrandi á jörð Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd. Ekki er enn vitað hvernig miltisbrandur barst í hrossin. Starfsmenn frá embætti yfirdýralæknis hafa verið að taka sýni af vatni á jörð Sjónarhóls og verða þau notuð til þess að finna hvar miltisbrandurinn átti upptök sín. 9.12.2004 00:01
Athvarf fyrir heimilislausar konur Athvarf fyrir heimilislausar konur verður formlega opnað í Reykjavík á morgun, 10. desember, á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands. Deildir félagsins fagna afmælinu á margvíslegan hátt, sumar með því að hafa opið hús undir yfirskriftinni „Byggjum betra samfélag.“ 9.12.2004 00:01
Mótmæla hækkun bifreiðagjalda Félag íslenskra bifreiðaeigenda mótmælir harðlega hækkun bifreiðagjalda um fjörutíu og fimm prósent umfram verðlagsþróun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að hækka bifreiðagjöld og er í frumvarpinu sagt að það sé í takt við verðlagsþróun. Runólfur Ólafsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er ekki allskostar sammála því. 9.12.2004 00:01
Lífeyrisþegum hefur fjölgað um 46% Lífeyrisþegum fjölgar langt umfram mannfjölda, samkvæmt staðtölum frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir 2003. 9.12.2004 00:01
Olíu leitað við Ísland Norskir og skoskir aðilar hafa stofnað félag til þess að leita að olíu við Ísland. Félagið heitir Geysir Petroleum og segir framkvæmdastjóri þess að um leið og lögum verði breytt á Íslandi verði send umsókn til iðnaðarráðuneytisins um leyfi til olíuleitar. 9.12.2004 00:01