Fleiri fréttir

Mikilvægur fundur hjá WHO

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir mikla þýðingu hafa fyrir landið að fundur framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) skuli haldinn hér á landi.

Guði sé lof fyrir Kárahnjúka

Gjaldþrot norska fyrirtækisins Promex, sem fyrirhugaði starfsemi í Mývatnssveit, olli vonbrigðum fyrir norðan. Atvinnumálin hafa samt glæðst síðustu daga.

NATO mikilvægt vegna varna

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat utanríkisráðherrafund Norður-Atlantshafsbandalagsins. NATO, í Brussel í dag. Á fundinum áréttuðu ráðherrarnir mikilvægi Atlantshafstengslanna og bandalagsins sem grundvöll sameiginlegra varna og vettvangs samráðs milli Evrópu og Norður-Ameríku um öryggismál.

Stuðmaður á þing

Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður lagðist til svefns undir morgun á fimmtudagsmorgni. Á dauða sínum átti hann von en ekk því að eftir sex tíma svefn myndi hann undirrita hátíðlegt drengskaparheit um að virða stjórnarskrá lýðveldisins sem alþingismaður.

Lygabrygsl á þingi

Þingmenn vændu hvern annan um ósannindi í umræðum á Alþingi í gær þegar Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu gerði að umtalsefni orð Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra í sjónvarpsþætti á Stöð 2. Hafði Össur eftir Geir að hann hefði staðfest að Framsóknarflokkurinn stæði gegn lækkun matarskattar.

Vistvæn jól

Lambakjöt í stað svínakjöts og vistvænar jólagjafir sem pakkað er inn í endurnýtanlegan maskínupappír eru meðal hugmynda Landverndar að vistvænum jólum. Hægt er að fylgja þessum hollráðum án þess að draga úr jólagleðinni.

Feluskattar vega upp skattalækkun

Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt."

Stjórnmálaflokkar spilltastir

Íslenskir stjórnmálaflokkar eru spilltustu stofnanir íslenska samfélagsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar könnunar. Stjórnmálaflokkar eru taldir spilltasta aflið í sex af hverjum tíu löndum sem þátt tóku í könnuninni. Hér á landi er viðskiptalífið talið næstspilltasti geiri samfélagsins og fjölmiðlar eru í þriðja sæti. 

WHO fundar hér á landi

Margir þekktir vísindamenn sitja nú fund framkvæmdastjórnar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, hér á landi en formaður hennar er Davíð Á. Gunnarsson. Þar er fjallað um framtíðarhorfur í heilbrigðiseftirliti og hvernig þróunin gæti orðið á næstu tíu árum.

Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir þremur mönnum fyrir að hafa kveikt í húsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík í fyrrasumar og stefnt lífi þriggja íbúa í hættu. Mennirnir kveiktu í húsinu eftir að einn þeirra sparkaði gat á útidyrahurð og hellti þar inn tíu lítrum af bensíni.

Guðlaugi Þór svarað

Guðmundur Þóroddsson, formaður Orkuveitu Reykjavíkur fullyrðir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður í Orkuveitunni hafi farið með rangt mál í frétt í Fréttablaðinu á fimmtudag.

Nýr matfiskur við strendur Íslands

Nýr matfiskur af kolaætt er kominn að ströndum Íslands. Hann heldur sig mest á grunnsævi og virðist kunna best við sig við ósa Ölfusár.

Miltisbrandssýkt hross brennd

Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð.

Frumleg lausn byggðavanda

Það er frumleg nálgun hjá sveitastjórum í sjávarbyggðum að leggja til að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og að skuldir þeirra í félagslega íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þetta segir Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarmanna, eftir fund með sveitastjórunum í fyrradag.

Á batavegi eftir hálkuslys

Ung kona sem datt í hálku við bæ í Hrunamannahreppi í fyrrakvöld, og var flutt meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi, er á batavegi.

Áhugi á olíuleit á Íslandi glæðist

Áhugi á olíuleit í íslenskri lögsögu ætti að glæðast mjög eftir að risastór olíulind fannst á mörkum breskrar og færeyskrar lögsögu. Talið er að allt að því fimm hundruð milljónir tunna af olíu sé þar að finna. 

Fór ekki niður af svölum hússins

Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir.

Sýknaður af netaveiði

Maður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um brot á lax- og silungsveiði. Hann var ákærður fyrir að hafa lagt net í Ólafsfjarðarvatn um tuttugu metra frá ósi Fjarðarár.

Þrír í tveggja ára fangelsi

Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal í júlí á síðasta ári. Húsráðendur, maður og kona, voru inni í íbúðinni þegar kveikt var í.

Falsaði skuldabréf í fangelsi

Hæstiréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni fyrir skjalafals. Fölsunin átti sér stað inni á Litla-Hrauni en hann situr inni fyrir morð. Bréfin falsaði hann með nafni þess sem hann myrti.

Velti lögreglubíl með hjólaskóflu

Maður gjöreyðilagði lögreglubíl með hjólaskóflu og er grunaður um að hafa reynt að kveikja í íbúðarhúsi sínu í Saurbæjarhreppi í Dölum um klukkan tvö í gær. Sýslumaður, lögmaður og lögregla voru stödd á bænum vegna uppboðs sem halda átti á eigninni. Ekki varð manntjón vegna berserksgangs mannsins.

Landbrot líkleg orsök smitsins

Hræ hrossanna fjögurra, sem ýmist drápust eða var lógað eftir að hafa smitast af miltisbrandi við bæinn Sjónarhól á Vatnsleysuströnd, voru brennd í dag. Enn er ekki vitað hvernig veikin barst í hrossin en landbrot er talið líklegasta skýringin. Um tugur manna sem sinnti hrossunum hefur verið settur á sýklalyf í forvarnarskyni.

Vinsælt gigtarlyf lífshættulegt

Talið er að hundrað þúsund Bandaríkjamenn hafi látist af völdum gigtarlyfsins Vioxx sem samsvarar því að hundrað Íslendingar myndu deyja vegna lyfjatökunnar. Lyfið hefur verið tekið af markaði.

Jóhann var símastrákurinn

Samtök vöru og þjónustu hafa upplýst að það hafi verið Jóhann Ársælsson sem hafi svarað spurningum samtakanna um breytingar á virðisuskattskerfinu í mars 2003 fyrir hönd Samfylkingarinnar. Jóhann sagði þá Samfylkunga ekki viljað breyta virðisaukaskattskerfinu og þar með matarskattinum.

Með í nefnd en sat hjá

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sat hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeildu frumvarpi sem sagt er fela í sér skólagjöld í ríkisháskóla var vísað til þriðju umræðu á þingi í gær.

Bankamenn semja

Laun bankamanna hækka um fimmtán til nítján prósent samkvæmt nýundirrituðum kjarasamningi Sambandi bankamanna og Samtaka atvinnulífsins.

Spilling á Íslandi

Stjórnmálaflokkar eru taldir undir mestum áhrifum spillingar hér á landi í árlegri könnun Gallup um afstöðu til spillingar.

Landbúnaðarráðuneytið kært

Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki.

Mistök við byggingu Mýrinnar

Verið er að skipta um klæðningu á íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ. Húsið var tekið í notkun í byrjun septembermánaðar.

Skattar auknir á kirkjur

Eðlilegt er að ríkið greiði fasteignagjöld af eignum sínum eins og aðrir, segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og einn þriggja fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd, sem ræðir skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga.

Góð sjósókn í desember

Alls voru 280 bátar á sjó í hádeginu í gær. Það þykir gott en deginum áður voru einungis 98 bátar á sjó samkvæmt Tilkynningaskyldu skipa.

Vændi Össur um lygi

Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins.

200 manns í starfsmannaþorpi

Uppbygging starfsmannaþorps vegna byggingar Fjarðaráls á Reyðarfirði stendur nú sem hæst. Tvö vöruflutningaskip Samskipa komu til hafnar á Reyðarfirði í gær með samtals 82 hús fyrir vinnubúðir Fjarðaráls.

Davíð á utanríkisráðherrafundi

Utanríkisráðherrar Norður-Atlantshafsbandalagsins lýstu ánægju með ákvörðun úkraínskra stjórnvalda um að endurtaka síðari umferð forsetakosninganna 26. desember. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat fundinn.

Reykskynjari bjargar fjölskyldu

Reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu á Vopnafirði í gær. Eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Fjölskyldan náði að slökkva eldinn með vatni.

Brautryðjendur í íslenskum fræðum

Baggalútar, sem eru þekktastir fyrir að halda úti heimasíðu með fréttatengdu skemmtiefni og flutning grípandi dægurlaga, hafa gefið út bók með glænýju efni. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti einn höfundanna í dag. Móðir hans telur bókina vera brautryðjendaverk í íslenskum fræðaheimi.

Tekjur jöfnunarsjóðs lækka með lækkun skatta

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka varanlega um rúmar 400 milljónir þegar frumvarp til laga um lækkun tekjuskatts og eignarskatts kemur til fullra framkvæmda árið 2007, vegna lækkunar tekjuskatta, afnám eignarskatts og hækkunar persónuaflsáttar. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

Lést í eldsvoða á Sauðárkróki

Maðurinn sem lést í eldsvoðanum á Sauðarkróki á laugardag hét Elvar Fannar Þorvaldsson, fæddur 18. júní árið 1983. Elvar var til heimilis að Hólavegi 24 og að Bárustíg 14 á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Ráðherra rak í rogastans

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar því á bug að hann hafi skipt um skoðun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands eins og haldið var fram í fréttum um helgina.

Uppsagnirnar standa

Kennarar grunnskólans á Hólmavík sem sögðu upp störfum hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka. Þriðjungur kennara Lágafellsskóla í Mosfellsbæ hefur afturkallað uppsagnir sínar, sem og allir kennarar utan tveggja á Fáskrúðsfirði.

Hringveginn norður fyrir Selfoss

Gert er ráð fyrir að þjóðvegurinn í gegnum Selfoss verði færður norður fyrir bæinn. Vegagerðinni hefur verið falið að veita umsögn um legu hans þar sem tvær leiðir koma til greina. Í báðum tillögum er gert ráð fyrir að vegurinn verði færður til norðurs.

Borgin kærð fyrir jafnréttisbrot

Reykjavíkurborg verður kærð til kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarráðs fyrir skömmu að ráða Svanhildi Konráðsdóttur, fyrrverandi forstöðumann höfuðborgarstofu. Tíu af þrettán framkvæmdastjórum borgarinnar eru konur.

Hneyksli of vægt orð

Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri-grænna, segir að orðið hneyksli sé of vægt til að lýsa niðurskurði á framlögum til Mannréttindaskrifstofu við afgreiðslu fjárlaga um helgina.

Mistök í lagasetningu

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að ekki sé enn vitað hvað dómur Hæstaréttar um erfðafjárskatt frá því á föstudag hafi áhrif á marga. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að sex erfingjar þyrftu ekki að greiða erfðafjárskatt vegna þess að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningu.

Tvö áföll með skömmu millibili

Ökumaður varð fyrir tveimur áföllum með skömmu millibili á Hellisheiði eystri í gær. Fyrst hreif vindhviða bíl hans út af veginum, sem var flugháll, og rann bíllinn niður háan kant uns hann nam staðar og sakaði manninn ekki. En þegar hann var að klifra upp á veginn til að leita aðstoðar, féll hann við og slasaðist.

Sjá næstu 50 fréttir