Innlent

Fréttblaðið mest lesið

Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup. Að meðaltali lesa 68,5 prósent fólks blaðið daglega sem er nákvæmlega sama hlutfall og sagðist lesa blaðið í könnun Gallup fyrir mánuði síðan. Samkvæmt könnuninni lesa 49,4 prósent blaðið daglega en í síðustu könnun var þetta hlutfall 48,5 prósent. Alls lesa 16,7 prósent landsmanna DV daglega en samkvæmt síðustu könnun lásu 15,5 prósent blaðið daglega. Í könnuninni var fólk spurt hvort það hefði haft frían aðgang að blöðunum í vikunni sem könnunin var gerð. Alls sögðust 8,5 prósent fólks hafa fengið Morgunblaðið frítt en í síðustu könnun fengu 5,5 prósent það frítt. Þá sögðust 5,2 prósent hafa fengið DV frítt samanborið við 2,5 prósent í síðustu könnun. Könnun Gallups var dagbókarkönnun sem gerð var dagana 17. til 23. nóvember. Í úrtaki voru 1.240 Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Nettó svarhlutfall var 65,2 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×