Innlent

Sameining MS og MBF

Sameining Mjólkurbús Flóamanna (MBF) og Mjólkursamsölunnar (MS) er á dagskrá, að því er fram kemur í fulltrúaráðum félaganna. "Stefnt er að því að ákvörðun um sameiningu þessara tveggja samvinnufélaga mjólkurframleiðenda verði til formlegrar umfjöllunar á aðalfundum félaganna í mars á næsta ári," segir þar, en á fundum sínum 8. og 9. desember samþykktu fulltrúaráðin tillögu stjórna félaganna um umboð þeim til handa til þess að vinna að sameiningu í samræmi við gildandi lög um samvinnufélög. Áætlað er að ársvelta MBF og MS í sameinuðum rekstri verði  7,6 til 8 milljarðar króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×