Innlent

Leitað að léttari rifflum

Íslenska friðargæslan leigir öll vopn sem sveitin notar. Hún leitar nú að léttari rifflum en notaðir hafa verið til þessa því þeir þykja of stórir og of kraftmiklir. Hecler og Koch riflarnir sem friðargæslan notar núna eru stórir og fyrirferðamiklir að sögn Arnórs Sigurjónssonar, yfirmanns friðargæslunnar. Það sé erfitt að ferðast með þá í bílum og þeir séu aukinheldur full kraftmiklir. Hann og friðargæsluliðar undir hans stjórn komu við í Noregi í byrjun september þar sem nýjar tegundir af riflum voru prófaðar í kjallara hjá vopnasala, þar sem þessar myndir voru teknar. Arnór segist reyndar ekki muna nafnið á fyrirtæki vopnasalans en þetta sé sá sem hafi selt íslensku sérsveitinni sín vopn. Hann sé sá sami og íslenska ríkið leigi öll sín vopn af. Nú er leitað að léttari rifli en pistólurnar sem notaðar hafa verið eru góðar. Kaup á búnaði vegna stjórnar íslensku friðargæsluliðanna á flugvellinum í kabúl nema tólf milljónum króna. Leiga á búnaði nemur þremur milljónum. Alls nemur kostnaðurinn við friðargæsluna í Kabúl hundrað sextíu og einni milljón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×