Ameríkanar á slóð gamalla sanninda 10. desember 2004 00:01 Breska dagblaðið Guardian greindi í síðustu viku frá nýjum uppgötvunum varðandi þrumur sem myndast í gosstrók eldgosa. Í greininni er vitnað til rannsókna vísindamannanna Earle Williams hjá MIT og Stephen McNutt hjá Alaskaháskóla, sem segja að í stað hefðbundinna hugmynda um að rafhleðsla myndist þegar aska nuddast saman þá vilji þeir meina að vatn og ís í bergkviku geti af sér "skítug þrumuveður" í gosstróknum. Vísindamennirnir ætla að kynna rannsóknir sínar á þingi bandarískra jarðeðlisfræðinga í San Francisco í vikunni. Bandarísku vísindamennirnir telja að íslag myndist á öskuagnir sem stíga upp af eldgosum þegar raki þéttist í gosstróknum. Þetta telja þeir sanna að meira magn vatns sé í bergkviku en áður hafi verið talið og því kunni að þurfa að breyta hættumati vegna eldgosa. "Í eldgosum er alveg haugur af eldingum, rétt eins og nú síðast í Grímsvatnagosinu," segir Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sérþjónustudeild veðursviðs Veðurstofu Íslands. "Sérstaklega er það ef vatn og kvika ná að snertast að einhverju leyti eins og í gosum undir jökli eða sjó. Þá verður mikill eldingagangur, en það á líka við um önnur gos því alltaf er nokkur raki í jarðskorpunni og í kvikunni." Þórður segist hafa séð greinina sem birta á á ráðstefnu ameríska jarðeðlisfræðifélagsins í San Francisco og þótti menn þar fara villur vegar. "Vitað er að ef vatni er skvett á kviku, eða þess vegna glóandi járnplötu, þá verður sprenging eða hvellsuða á vatninu. Þessa tilraun er auðvelt að gera og kemur þá í ljós að hleðsluaðskilnaður verður í gufunni. Vatnsgufan verður jákvætt hlaðin," segir Þórður og bendir á að þetta hafi verið vitað í mörg hundruð ár. "Fyrstu tilraunir manna með rafmagn vor raunar þannig að menn bjuggu til rafmagn með því að skvetta vatni á glóandi kol. Þetta hefur verið margreynt, en menn síðan verið að koma með einhverjar útskýringar, sem hafa kannski ekki heyrt af þessu." Þórður segir hafa komið fram við mælingar í gosmekki Surtseyjargossins, 1963 til 1967, að aska hafi verið neikvætt hlaðin og vatnsgufa jákvætt. Þórður Arason jarðeðlisfræðingur segir lengi hafa verið vitað að væri vatni skvett á glóandi flöt yrði hleðsluaðskilnaður í gufunni sem upp stigi við hvellsuðuna.Mynd/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Breska dagblaðið Guardian greindi í síðustu viku frá nýjum uppgötvunum varðandi þrumur sem myndast í gosstrók eldgosa. Í greininni er vitnað til rannsókna vísindamannanna Earle Williams hjá MIT og Stephen McNutt hjá Alaskaháskóla, sem segja að í stað hefðbundinna hugmynda um að rafhleðsla myndist þegar aska nuddast saman þá vilji þeir meina að vatn og ís í bergkviku geti af sér "skítug þrumuveður" í gosstróknum. Vísindamennirnir ætla að kynna rannsóknir sínar á þingi bandarískra jarðeðlisfræðinga í San Francisco í vikunni. Bandarísku vísindamennirnir telja að íslag myndist á öskuagnir sem stíga upp af eldgosum þegar raki þéttist í gosstróknum. Þetta telja þeir sanna að meira magn vatns sé í bergkviku en áður hafi verið talið og því kunni að þurfa að breyta hættumati vegna eldgosa. "Í eldgosum er alveg haugur af eldingum, rétt eins og nú síðast í Grímsvatnagosinu," segir Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sérþjónustudeild veðursviðs Veðurstofu Íslands. "Sérstaklega er það ef vatn og kvika ná að snertast að einhverju leyti eins og í gosum undir jökli eða sjó. Þá verður mikill eldingagangur, en það á líka við um önnur gos því alltaf er nokkur raki í jarðskorpunni og í kvikunni." Þórður segist hafa séð greinina sem birta á á ráðstefnu ameríska jarðeðlisfræðifélagsins í San Francisco og þótti menn þar fara villur vegar. "Vitað er að ef vatni er skvett á kviku, eða þess vegna glóandi járnplötu, þá verður sprenging eða hvellsuða á vatninu. Þessa tilraun er auðvelt að gera og kemur þá í ljós að hleðsluaðskilnaður verður í gufunni. Vatnsgufan verður jákvætt hlaðin," segir Þórður og bendir á að þetta hafi verið vitað í mörg hundruð ár. "Fyrstu tilraunir manna með rafmagn vor raunar þannig að menn bjuggu til rafmagn með því að skvetta vatni á glóandi kol. Þetta hefur verið margreynt, en menn síðan verið að koma með einhverjar útskýringar, sem hafa kannski ekki heyrt af þessu." Þórður segir hafa komið fram við mælingar í gosmekki Surtseyjargossins, 1963 til 1967, að aska hafi verið neikvætt hlaðin og vatnsgufa jákvætt. Þórður Arason jarðeðlisfræðingur segir lengi hafa verið vitað að væri vatni skvett á glóandi flöt yrði hleðsluaðskilnaður í gufunni sem upp stigi við hvellsuðuna.Mynd/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira