Ameríkanar á slóð gamalla sanninda 10. desember 2004 00:01 Breska dagblaðið Guardian greindi í síðustu viku frá nýjum uppgötvunum varðandi þrumur sem myndast í gosstrók eldgosa. Í greininni er vitnað til rannsókna vísindamannanna Earle Williams hjá MIT og Stephen McNutt hjá Alaskaháskóla, sem segja að í stað hefðbundinna hugmynda um að rafhleðsla myndist þegar aska nuddast saman þá vilji þeir meina að vatn og ís í bergkviku geti af sér "skítug þrumuveður" í gosstróknum. Vísindamennirnir ætla að kynna rannsóknir sínar á þingi bandarískra jarðeðlisfræðinga í San Francisco í vikunni. Bandarísku vísindamennirnir telja að íslag myndist á öskuagnir sem stíga upp af eldgosum þegar raki þéttist í gosstróknum. Þetta telja þeir sanna að meira magn vatns sé í bergkviku en áður hafi verið talið og því kunni að þurfa að breyta hættumati vegna eldgosa. "Í eldgosum er alveg haugur af eldingum, rétt eins og nú síðast í Grímsvatnagosinu," segir Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sérþjónustudeild veðursviðs Veðurstofu Íslands. "Sérstaklega er það ef vatn og kvika ná að snertast að einhverju leyti eins og í gosum undir jökli eða sjó. Þá verður mikill eldingagangur, en það á líka við um önnur gos því alltaf er nokkur raki í jarðskorpunni og í kvikunni." Þórður segist hafa séð greinina sem birta á á ráðstefnu ameríska jarðeðlisfræðifélagsins í San Francisco og þótti menn þar fara villur vegar. "Vitað er að ef vatni er skvett á kviku, eða þess vegna glóandi járnplötu, þá verður sprenging eða hvellsuða á vatninu. Þessa tilraun er auðvelt að gera og kemur þá í ljós að hleðsluaðskilnaður verður í gufunni. Vatnsgufan verður jákvætt hlaðin," segir Þórður og bendir á að þetta hafi verið vitað í mörg hundruð ár. "Fyrstu tilraunir manna með rafmagn vor raunar þannig að menn bjuggu til rafmagn með því að skvetta vatni á glóandi kol. Þetta hefur verið margreynt, en menn síðan verið að koma með einhverjar útskýringar, sem hafa kannski ekki heyrt af þessu." Þórður segir hafa komið fram við mælingar í gosmekki Surtseyjargossins, 1963 til 1967, að aska hafi verið neikvætt hlaðin og vatnsgufa jákvætt. Þórður Arason jarðeðlisfræðingur segir lengi hafa verið vitað að væri vatni skvett á glóandi flöt yrði hleðsluaðskilnaður í gufunni sem upp stigi við hvellsuðuna.Mynd/Vilhelm Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Breska dagblaðið Guardian greindi í síðustu viku frá nýjum uppgötvunum varðandi þrumur sem myndast í gosstrók eldgosa. Í greininni er vitnað til rannsókna vísindamannanna Earle Williams hjá MIT og Stephen McNutt hjá Alaskaháskóla, sem segja að í stað hefðbundinna hugmynda um að rafhleðsla myndist þegar aska nuddast saman þá vilji þeir meina að vatn og ís í bergkviku geti af sér "skítug þrumuveður" í gosstróknum. Vísindamennirnir ætla að kynna rannsóknir sínar á þingi bandarískra jarðeðlisfræðinga í San Francisco í vikunni. Bandarísku vísindamennirnir telja að íslag myndist á öskuagnir sem stíga upp af eldgosum þegar raki þéttist í gosstróknum. Þetta telja þeir sanna að meira magn vatns sé í bergkviku en áður hafi verið talið og því kunni að þurfa að breyta hættumati vegna eldgosa. "Í eldgosum er alveg haugur af eldingum, rétt eins og nú síðast í Grímsvatnagosinu," segir Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sérþjónustudeild veðursviðs Veðurstofu Íslands. "Sérstaklega er það ef vatn og kvika ná að snertast að einhverju leyti eins og í gosum undir jökli eða sjó. Þá verður mikill eldingagangur, en það á líka við um önnur gos því alltaf er nokkur raki í jarðskorpunni og í kvikunni." Þórður segist hafa séð greinina sem birta á á ráðstefnu ameríska jarðeðlisfræðifélagsins í San Francisco og þótti menn þar fara villur vegar. "Vitað er að ef vatni er skvett á kviku, eða þess vegna glóandi járnplötu, þá verður sprenging eða hvellsuða á vatninu. Þessa tilraun er auðvelt að gera og kemur þá í ljós að hleðsluaðskilnaður verður í gufunni. Vatnsgufan verður jákvætt hlaðin," segir Þórður og bendir á að þetta hafi verið vitað í mörg hundruð ár. "Fyrstu tilraunir manna með rafmagn vor raunar þannig að menn bjuggu til rafmagn með því að skvetta vatni á glóandi kol. Þetta hefur verið margreynt, en menn síðan verið að koma með einhverjar útskýringar, sem hafa kannski ekki heyrt af þessu." Þórður segir hafa komið fram við mælingar í gosmekki Surtseyjargossins, 1963 til 1967, að aska hafi verið neikvætt hlaðin og vatnsgufa jákvætt. Þórður Arason jarðeðlisfræðingur segir lengi hafa verið vitað að væri vatni skvett á glóandi flöt yrði hleðsluaðskilnaður í gufunni sem upp stigi við hvellsuðuna.Mynd/Vilhelm
Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira