Fleiri fréttir

Bílþjófar fengu aðstoð lögreglu

Athugull vegfarandi sem átti leið fram hjá Seyðishólum í Grímsnesi í nótt sá þar til tveggja manna, sem voru að bjástra við að skipta um dekk á bíl, en fórst það illa úr hendi. Hann lét lögregluna á Selfossi vita sem fór á vettvang og kom þá ýmislegt í ljós.

Þjófur flúði vegna öskurs

Það var ekki af ótta við þjófavarnakerfi eða að lögreglan væri rétt að koma sem þjófur lagði í ofboði á flótta af innbrotsstað í íbúðarhúsi í Grafarvogi í nótt, heldur skelfdist hann öskur sem húsfreyjan á bænum rak upp þegar hún varð hans var. Þá var hann kominn inn í forstofu og hafði kveikt þar ljós í rólegheitum þegar ósköpin dundu yfir.

Kaldasti nóvember í heila öld

Óvenju kalt er á landinu miðað við árstíma, einkum á Suður- og Vesturlandi. Í Reykjavík hefur ekki orðið svona kalt svo snemma vetrar síðan 1981. Með 15 stiga frosti í nótt var metið jafnað og þarf að fara hundrað ár aftur í tímann til að finna meira frost í Reykjavík í nóvember.

Funda aftur á miðvikudag

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga komu saman í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun og fara leikskólakennarar fram á svipaðar kjarabætur og aðrir kennarar sömdu um. Samningar þeirra hafa verið lausir síðan í ágústlok. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir og ætla samningamenn að hittast aftur á miðvikudag.

Forvarnir góðar í Hafnarfirði

Forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar þakkar það hafnfirsku stórfjölskyldunni að tekist hefur að minnka umtalsvert vímuefnaneyslu og reykingar ungs fólks í bænum. Á hverju ári gerir Rannsókn og greining rannsókn á lífstíl ungs fólks. Helstu niðurstöður í ár eru þær að reykingar hjá unglingum í 10. bekk minnka umtalsvert.

Norðurlöndin í eina sæng

Norðurlöndin ætla í sameiningu að kynna norrænan lífsstíl, fjölbreytt náttúrulíf og vistvæna orku á heimssýningunni EXPO 2005 sem haldin verður í Japan á næsta ári. Ákvörðun um sameiginlega þátttöku miðar að því að halda kostnaði í skefjum en hann er áætlaður um hálfur milljarður íslenskra króna í heild.

Stórmeistarar skora á stjórnvöld

Íslenskir stórmeistarar hafa sent stjórnvöldum áskorun um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að losa Bobby Fischer úr fangelsi í Japan. Fischer hefur setið í fangelsinu mánuðum saman meðan karpað er um hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna.

Nýr forstjóri hjá Tæknivali

Sigrún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Tæknivals frá og með deginum í dag. Sigrún var áður framkvæmdastjóri Innn hf. Hún er 33 ára, arkitekt frá Technische Hochschule Karlsruhe í Þýskalandi og upplýsingaarkitekt frá ETH í Sviss.

Fordæma aðgerðaleysi ráðherra

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna auknum fjárframlögum til Samkeppnisstofnunar en fordæma aðgerðarleysi viðskiptaráðherra gagnvart bönkum og tryggingafélögum. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi hreyfingarinnar í gær.

Afnám eignarskatts einstaklinga

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og tæplega helmings hækkun barnabóta. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar komi til framkvæmda í áföngum á árunum 2005-2007.

Skeljungur lækkar bensínverð

Vegna lækkunar á gengi dollars og lækkunar á heimsmarkaðsverði hefur Skeljungur lækkað bensínlítrann um eina krónu. Eftir lækkunina kostar lítrinn víðast hvar 103,4 krónur í sjálfsafgreiðslu. V-Power hefur jafnframt lækkað og er á sama verði og 95 oktana bensín.

2 1/2 ár fyrir líkamsárás

Tveir menn voru dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en hinn í tveggja ára fangelsi. Í niðurstöðum dómsins segir meðal annars að árásin hafi verið hrottafengin og miskunnarlaus og valdið fórnarlambinu umtalsverðu líkamstjóni.

Breytt dagsetning samræmdra prófa

Dagsetningum samræmdra lokaprófa í 10. bekk næstkomandi vor hefur verið breytt vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum í haust. Röð prófanna hefur einnig að nokkru leyti verið breytt frá því sem áður var tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

Kennarar biðjist afsökunar

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, segir að kennarar við Brekkuskóla skuldi foreldrum og börnum í skólanum, svo og öðrum bæjarbúum afsökunarbeiðni.</font />

Skuldir heimila að hættumörkum

Fólk virðist í vaxandi mæli skuldsetja sig meira heldur en greiðslugetan leyfir, segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vegna vaxandi fjölda árangurslausra fjárnáma. Hún vill koma á greiðsluaðlögun fyrir þennan hóp.

Bensínlækkun

Skeljungur lækkaði í gær bensínlítrann um eina krónu. </font />

Hafsteinn hættir hjá Gæslunni

Hafsteinn Hafsteinsson lætur af störfum sem forstjóri Landhelgisgæslu Íslands 1. janúar næstkomandi. Fallist hefur verið á ósk hans um tilflutning í starfi og mun hann hefja störf sem skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Hafsteinn mun á þeim vettvangi meðal annars starfa að málefnum sem tengjast hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Ekki sama vöfflur og vöfflur

Landsmenn hafa ólíkan hátt á að búa til vöfflur. Óvísindaleg athugun leiðir í ljós að um tuttugu mismunandi vöffluuppskriftir eru á kreiki en vitaskuld allar keimlíkar.

Tilhlökkun í hópnum

Karlakór Reykjavíkur er á leið til Englands til jólatónleikahalds. Icelandair efnir til sérstakrar ferðar á tónleika kórsins í einni af fjölmörgum dómkirkjum Lundúnaborgar.

Kúluskítur og snjóhús

Nýsköpunarverðlaun í ferðaþjónustu voru veitt í fyrsta sinn í gær. Verðlaunin fóru til Mývatns og sérstök viðurkenning til Seyðisfjarðar.

Skattahækkanir borgarbúum dýrar

Skattahækkanir Reykjavíkurlistans munu auka skattgreiðslur dæmigerðrar reykvískrar fjölskyldu um 25 þúsund krónur á ári. Þetta er mat Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Óréttlát hækkun leikskólagjalda

Hækkun leikskólagjalda í Reykjavík er óréttlát í ljósi þess að henni er ekki ætlað að mæta auknum útgjöldum. Þetta segir Dögg Proppé Hugosdóttir, varaformaður Félags ungs fólks í Vinstri grænum.

Dæmdir fyrir líkamsárás

Annþór Kristján Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás í apríl 2003. Þá réðst hann ásamt Ólafi Valtý Rögnvaldssyni á mann í gistiheimili við Skólavörðustíg og sló hann nokkrum sinnum með kylfu en Ólafur kastaði keramikdiskum í höfuð mannsins.

33% kjarabætur hjá kennurum

Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum.

Áfram krakkar, farið að læra!

Samræmdum prófum í 10. bekk í vor verður frestað um eina viku samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis. „Áfram krakkar, farið að læra“ eru skilaboð formanns fræðsluráðs Reykjavíkur til skólabarna.

Tekjuaukning 300.000 á klukkustund

Kuldakastið eykur tekjur Orkuveitu Reykjavíkur um 300 þúsund krónur á hverri klukkustund. Fara þarf hundrað ár aftur í tímann til að finna dæmi um meiri frosthörkur í Reykjavík í nóvembermánuði.

Framkvæmdir vegna álvers

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar áætlar að veita 887 milljónum til fjárfestinga á næsta ári. Mest verður varið til vatnsveitu, 205 milljónum; framkvæmda við Grunnskóla Reyðarfjarðar, 160 milljónum og til hafnarframkvæmda, 144 milljónum. Auk þess verður leikskólinn í Reyðarfirði stækkaður.

Ár fyrir að stela bát

Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa í apríl stolið 18 feta Sea Rover rörabáti og Suzuki-utanborðsmótor að verðmæti samtals um 3.770.000 krónur.

Hættir hjá Landhelgisgæslunni

Hafsteinn Hafsteinsson lætur af störfum sem forstjóri Landhelgisgæslu Íslands 1. janúar eftir rúmlega ellefu ára starf. Samkvæmt tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti var fallist á ósk Hafsteins um tilflutning í starfi. Hafsteinn hefur störf sem skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu.

Latur fluttur

Unnið er að stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn um þessar mundir. Vegna framkvæmdanna þurfti að flytja 60 tonna þungt bjarg sem ber hið skemmtilega nafn Latur.

Annþór gengur enn laus

Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson gengur enn laus, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í gær fyrir að berja mann á sjúkrabeði með kylfu. Hann gerði það að ósk leigusala mannsins.

Ekki tímabært að ræða verkfall

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir ekki tímabært að ræða það hvort leikskólakennarar nýti sér verkfallsrétt til að ná fram kröfu um sömu laun og aðrir kennarar. Hún er hæfilega vongóð um að sveitarfélögin gangi að kröfum þeirra.

Hafa ekki efni á samningunum

Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa fæst efni á kennarasamningunum. Hækkun fasteignaskatta og þjónustgjalda ásamt niðurskurði í rekstri og framkvæmdum er meðal þess sem rætt er um. Aðrir treysta á að sveitarfélögin nái að semja við ríkið um auknar tekjur.

Eldur blossaði upp í fjárhúsi

Tugir fjár drápust þegar eldur kom upp í hlöðu við bæinn Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í gærkvöldi. Fjárhús var í enda hlöðunnar og þar var um hundrað fjár þegar eldurinn kom upp, heimamönnum tókst að bjarga einhverju af fénu en nokkur fjöldi kinda fórst í eldinum.

Jeppi lenti ofan í Rauðavatni

Ísinn á Rauðavatni gaf sig undan þunga jeppa sem ekið var út á vatnið í dag. Ökumaðurinn og farþegi hans björguðust giftusamlega. Töluverð umferð hefur verið um Rauðavatn að undanförnu en ungu mennirnir tveir voru hins vegar svo óheppnir að aka tiltölulega léttri jeppabifreið sinni ofan í vök.

Rúmlega 30% kostnaðarauki

Sveitarstjórnarmenn segja að kostnaðarauki vegna nýrra samninga við kennara nemi líklega rúmlega þrjátíu prósentum fyrir sveitarfélögin.

Stendur ekki við fyrirheit

Olíufélagið Essó virðist ekki ætla að standa við fyrirheit um að bensínverð verði framvegis breytilegt oft í mánuði, eða í takt við breytingar á innkaupsverði. Þessi nýbreytni var boðuð í tilkynningu félagsins um leið og það bað neytendur afsökunar á samráði olíufélaganna um eldsneytisverð.

3 handteknir fyrir innbrot

Reykjavíkurlögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa eftir að þeir höfðu reynt að brjótast inn í íbúðarhús í Safamýri í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang lögðu þjófarnir á flótta, en komust ekki í bíl sinn. Lögreglumenn hlupu þá uppi og handtóku, og gistu þjófarnir fangageymslur í nótt.

Loðna norðvestur af landinu

Loðna hefur fundist djúpt norðvestur af landinu, en þar hefur hafrannsóknaskip verið við leit ásamt sex loðnuskipum, sem leitað hafa skipulega. Þau hafa öll fengið afla og í dag landar Huginn VE til dæmis 400 tonnum af frystri loðnu á Akureyri.

Árangurslaus fjárnám 61 milljarður

Árangurslaus fjárnám hjá fyrirtækjum og einstaklingum frá árinu 2001 til 15. október á þessu ári, námu rúmlega 61 milljarði króna. Þetta kemur fram á heimasíðu Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns. Heildarfjöldi árangurslausra fjárnáma á tímabilinu var 17 þúsund 336, þar af 72% hjá körlum.

Mega beita valdi

Heimild fangavarða til að beita fanga valdi, verður lögfest, ef nýtt frumvarp um fullnustu refsinga verður samþykkt í óbreyttri mynd. Í sjöundu grein frumvarpsins segir að valdbeiting geti falist í líkamlegum tökum eða beitingu viðeigandi varnartækja.

Ekki búið að opna skíðasvæðin

Dálítið snjóaði á Akureyri í nótt, en þó ekki nóg til að hægt verði að opna skíðasvæðið í Hliðarfjalli. Talsverður snjór var líka kominn í Bláfjöll, en hann hefur að hluta til fokið burt í skafrenningi.

Neysluvísitalan hækkar

Samræmd neysluvísitala fyrir EES löndin hækkaði um 0,3% í október frá fyrri mánuði, en um 0,5% á Íslandi. Verðbólga síðastliðna tólf mánuði á EES svæðinu var, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar, 2,2 prósent að meðaltali í EES ríkjunum, 2,4 prósent í þeim ríkjum, sem nota Evruna og tæp þrjú prósent á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir