Fleiri fréttir

Lausn á næstu dögum?

Reynt verður að finna lausn á vanda eldri nemenda sem ekki komast inn í framhaldsskóla á næstu dögum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Hún segir ekki komið á hreint hve margir nemendur fái ekki inni í skólunum í haust en æskilegast að allir sem þangað eigi erindi komist inn.

Gagnagrunnur ekki enn að veruleika

Þrátt fyrir fyrirætlanir fjögurra Evrópulanda um að koma á gagnagrunni með heilbrigðis- og erfðaupplýsingum hefur það enn ekki orðið að veruleika. Fjárskortur, málaferli og persónuvernd er meðal þess sem sett hefur strik í reikninginn.

Íslenskunám á Netinu

Útlendingar geta nú lært íslensku á Netinu því vefnámskeiðinu Icelandic Online var formlega komið í gagnið í Norræna húsinu í dag. Þetta er gagnvirkt námsefni sem samsvarar 45-90 klukkustunda námi og er öllum opið, án endurgjalds.

Minnst fimm sækja um

Umsóknarfrestur um stöðu hæstaréttardómara rann út á miðnætti en fimm hafa staðfest við Fréttablaðið að hafa sent inn umsókn sína.

Bæta má stöðu jafnréttis á Íslandi

Cherie Booth, lögmaður og eiginkona Tony Blair, sagði á málþingi í gær að staða kvenna á Íslandi mætti vera betri, samkvæmt tölulegum upplýsingum væri enn langt í land í jafnréttisbaráttunni </font /></b /></font /></b />

Líklegt að Halldór hlusti ekki

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir hafa verið áhugavert að fylgjast með hvernig konurnar í Framsóknarflokknum hafi tekið karlana í flokknum á hné sér og rassskellt þá fyrir að vanvirða konur í flokknum og brjóta jafnréttisáætlanir hans. Jóhanna spyr í nýjasta pistlinum á heimasíðu sinni hvort konurnar ætli að fylgja málnu eftir.

Stenst samanburð

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri stenst fyllilega samanburð við Landspítala - háskólasjúkrahús og hliðstæð bresk sjúkrahús þegar metin eru afköst og gæði þeirrar þjónustu sem veitt er, segir í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, á sjúkrahúsinu.

Mótmæla áróðri gegn þorski

Utanríkisráðuneytið sendi í dag bandarísku samtökunum Monteray Bay Aquarium bréf, þar sem brugðist er við áróðursherferð samtakanna gegn neyslu íslenska þorsksins í Bandaríkjunum og í Kanada.

Fengu ekki umbeðin gögn

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mættu ekki til fundar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í gær, þar sem afgreidd var viljayfirlýsing um samningaviðræður Orkuveitunnar og Ogvodafone um kaup á Línu.net sem er í eigu Orkuveitunnar.

Borgarfyrirtæki í samkeppni seld

Samstaða er um það innan R-listans að selja borgarfyrirtækin Vélamiðstöðina og Malbikunarstöðina. Hafa loks fallist á okkar sjónarmið, segir oddviti D-listans. Tilboð Vélamiðstöðvarinnar í verkefni fyrir Sorpu óheppilegt, segir forseti borgarstjórnar.

Hélt sig hafa brennst af lýsi

Flugvél Icelandair tafðist um 9 klukkustundir á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær, vegna ótta um að eiturefni væru um borð. Meint eiturefni reyndist vera íslenskt lýsi.  Farþegum Icelandair á Heathrow-flugvelli brá heldur í brún í gærdag þegar þeim var ekki hleypt um borð í vél félagsins sem var á leið heim til Íslands.

Selja ætti Símann sem allra fyrst

Samstaða er innan Sjálfstæðisflokksins að selja Landssímann sem fyrst, segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Ragnhildur skipuð ráðuneytisstjóri

Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu til fimm ára frá og með 15. september. Sjö sóttu um stöðuna en þrír voru taldir hæfastir; Ragnhildur, Helga Jónsdóttir borgarritari, og Hermann Sæmundsson settur ráðuneytisstjóri.

Hörð átök um sparisjóðsstjóra

Tveir stjórnarmenn Sparisjóðs Hólahrepps gagnrýna meirihluta stjórnarinnar harðlega vegna ráðningar nýs sparisjóðsstjóra. Þeir segjast draga í efa að löglega hafi verið staðið að ráðningu hans og áskilja sér "rétt til að láta reyna á hvort svo sé".

Argasta bull

"Þetta er argasta bull," sagði Magnús D. Brandsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Hólahrepps og fulltrúi Sambands íslenskra sparisjóða í henni, um fram komna gagnrýni tveggja stjórnarmanna varðandi ráðningu nýs sparisjóðsstjóra.

Nýr ráðuneytisstjóri félagsmála

"Ég hlakka til að takast á við verkefnið í samvinnu það ágæta starfsfólk sem er þarna fyrir," sagði Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur, sem hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins til fimm ára. Hún sagði að nýja starfið legðist vel í sig, en við því tekur hún 15. september.

Mikill hafís norðan við land

Flugvél Landhelgisgæslu Íslands, TF-SYN, varð vör við nokkra stóra borgarísjaka á reki fyrir Norðurlandi í gær. Ísjakinn sem var næstur landi var skammt norður af Siglunesi við Siglufjörð.

Hælisleitendur fá vasapeninga

Auralausir hælisleitendur sem lengi eru í umsjá Reykjanesbæjar meðan mál þeirra eru til skoðunar hjá Útlendingastofnun fá eftirleiðis greidda vasapeninga meðan á dvöl þeirra stendur. Slíkar greiðslur voru aflagðar um áramót þegar bærinn tók við umsjá hælisleitenda frá Rauða krossi Íslands.

Slæm kennsla í upplýsingatækni

Helmingur nemenda viðskipta- og hagfræðideildar Háskólans er óánægður með upplýsingatæknikennslu framhaldsskólakerfisins. Kröfur um samræmda upplýsingakennslu á framhaldskólastigi eru ræddar á málþingi í dag </font /></b />

Umferðarteppa í Oddskarði

Aukin og breytt umferð um Oddskarðsjarðgöngin á Norðfjarðarvegi veldur vegfarendum vandræðum. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar horft til tímabilsins 1. júní til 24. ágúst sé aukning umferðar 10 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum talið hefur umferð aukist um 8 prósent.

Sextugsafmæli Loftleiða í London

Flugmálafélag Íslands ætlar að minnast 60 ára afmælis Loftleiða á þessu ári með hópferð til London 4. til 6. september. Ferðin er farin í samvinnu við Iceland Express, en með í för verða sérstakir heiðursgestir sem tengjast Loftleiðum.

Latibær vinsælastur

Þættirnir um Latabæ reyndust vinsælasta barnaefnið í bandarísku sjónvarpi fyrstu vikuna sem þeir voru sýndir. Tíu milljónir Bandaríkjamanna sáu þættina.

Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar

Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín.

Bæta þurfi mataraðstöðu í skólum

Snúðar, snakk, súkkulaðistykki og gosdrykkir eru meðal þess sem eldri nemendur í íslenskum grunnskólum gæða sér gjarnan á í hádeginu, því ekki er boðið upp á hádegismat í öllum skólum. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, segir nauðsynlegt að bæta mataraðstöðu í skólum og auka forvarnir enda sé sykurneysla unglinga orðin gríðarleg

Gölluð bygging og ónotuð í áratug

Tugmilljóna króna viðbygging við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur að mestu staðið ónotuð í áratug. Vegna hönnunargalla er hún nánast ónothæf til þess sem hún var upphaflega ætluð. Heilbrigðisráðherra segist ekki vilja draga neinn til ábyrgðar, en segir vandamálið brátt úr sögunni.

Cherie Blair á Íslandi

Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs forsætisráðherra Breta, kom hingað til lands í dag ásamt fjögurra ára syni þeirra hjóna. Hún flytur erindi á málstofunni Konur, völd og lög sem fram fer á morgun, og segist sjálf eiga í fullu fangi með að takast á við hlutverk móðurinnar, eiginkonunnar og lögfræðingsins.

Tekjuskattur lækkar um 1 %

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar.

Lögreglan borgar fyrir upplýsingar

Albert Jónsson, sjómaður í Bolungarvík, ætlar að kæra lögregluna á Ísafirði fyrir einelti. Hann telur hana leggja fé sér til höfuðs. Á upptöku sem DV hefur undir höndum, heyrist hvar Hlynur Snorrason varðstjóri lögreglunnar býður Karli Elíassyni, vini Alberts, peninga fyrir upplýsingar um ferðir hans.

Fáir vitja reiðhjóla til lögreglu

Tilkynnt hefur verið um 293 týnd eða stolin reiðhjól það sem af er þessu ári, í fyrra voru hjólin alls 345. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir eitt til tvö hundruð hjól, sem finnast hingað og þangað um borgina, vera komið til lögreglu á ári hverju. Ekki séu þó margir sem komi og vitji um hjólin.

Tveir björguðust þegar bátur sökk

;Ég hef það þokkalegt. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu, ætli maður geri það nokkuð fyrr en maður vaknar bátlaus í fyrramálið," sagði Halldór J. Egilsson útgerðarmaður og annar mannanna tveggja sem bjargað var þegar 19 tonna línubátur, Björgvin ÍS-468, sökk í gærmorgun út af Önundarfirði.

Grunur um kynferðisafbrot

Lögreglan á Snæfellsnesi þarf að ná sambandi við konu sem aðstoðaði stúlku á ellefta ári við að komast frá Laufásvegi, skammt frá verslun 10-11, í Stykkishólmi að tjaldsvæði bæjarins um klukkan fjögur eða fimm aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst, þegar danskir dagar voru haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi.

Búist við hörðum umræðum

Búist er við hörðum umræðum á opnum fundi Landssambands Framsóknarkvenna í dag, en tilefni fundarins er að mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarmanna að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.

Tilfinningatorgið varanlegt

Borgarráð samþykkti í gær að fela menningarmálanefnd að leita leiða til þess að festa svokallað Tilfinningatorg í sessi í miðborg Reykjavíkur.

Skref í innheimtu skólagjalda

Stúdentaráð Kennaraháskóla Íslands telur að hugmyndir um sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sé í raun fyrsta skrefið til að innheimta skólagjöld í háskólakerfinu hér á landi.

Málfundur um 26. grein

Málskotsréttur forseta Íslands, samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, verður til umræðu á fundi Málfundarfélags Lögréttu í Háskóla Íslands í dag. Frummælendur verða hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, auk Lúðvíks Bergvinssonar, alþingismanns.

Stafrænar sjónvarpsútsendingar

Íslenska útvarpsfélagið hefur stafrænar sjónvarpsútsendingar í gegnum nýtt dreifikerfi 1. nóvember í haust. Sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Stöð 2+, Sýn, Sýn 2, Bíórásin og Popptíví verða þá allar sendar út stafrænt, auk þess sem erlendum sjónvarpsstöðvum sem félagið býður upp á verður fjölgað úr fjórtán í 40.

Bíll valt á Skagavegi

Bíll valt á Skagavegi í gær eftir að kind hljóp í veg fyrir bílinn. Ökumaðurinn, sem er ítalskur ferðamaður, reyndi að koma í veg fyrir að aka á kindina, en það tókst ekki betur en svo að bíllinn valt og er talinn gjörónýtur. Lögreglan á Blönduósi segir að ítalskt par hafi verið í bílnum og að þau hafi bæði sloppið ómeidd.

Clinton komst við

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, táraðist næstum því eftir fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Þá hitti Clinton Sjafnar Gunnarsson, sem er að líkindum einlægasti aðdáandi forsetans fyrrverandi hér á landi.

Bjóða allir svipuð kjör

Allir viðskiptabankarnir bjóða nú svipuð kjör á íbúðalánum, eftir að KB banki reið á vaðið í fyrradag og bauð lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Í gær ákváðu Íslandsbanki, Landsbanki og Spron að bjóða samskonar kjör, eða verðtryggð lán til allt að 40 ára, með 4,4 prósenta vöxtum og 80 prósenta veðhlutfalli.

Óverjandi að innheimta skólagjöld

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir óverjandi að innheimta skólagjöld í nýjum sameinuðum háskóla Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, ef af sameiningu þeirra verður, enda hafi ekki verði innheimt skólagjöld í Tækniháskólanum til þessa.

Ræðir Svalbarðadeiluna

Halldór Ásgrímsson mun ræða Svalbarðadeiluna við utanríkisráðherra Noregs á ráðherrafundi sem nú er að hefjast í Litháen. Ekki er talin mikil von um árangur af viðræðunum.

Hvetur til að gagnrýni verði hætt

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvetur Framsóknarkonur til að láta af gagnrýni sinni á forystu flokksins. Eðlilegt sé að gagnrýna forystuna einu sinni en ekki í heila viku.

Rigningin í nótt glæðir laxveiðina

Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Ómar Ragnarssonsegir, segir að rigningin, sem féll í nótt, glæði laxveiðina. Vatnsbúskapur í laxveiðiám hefur verið dapurlegur í sumar.

Allt gert til að tryggja skólavist

Menntamálaráðherra segir að allt sé gert til að tryggja öllum framhaldsskólanemum, sem gert hafa hlé á námi sínu, áframhaldandi skólavist. Ráðherra segir brottfall nemenda vera minnkandi en ekki öfugt, líkt og haldið hafi verði fram.

Frídagar fluttir yfir á föstudag

Reykjavíkurborg ætlar að kanna hvort starfsmenn borgarinnar vilji flytja frídaga þannig að úr verði samfellt leyfi. Borgarráð hefur samþykkt að láta kanna áhuga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar og annarra viðsemjenda Reykjavíkurborgar, á því að taka upp í samninga heimildarákvæði um að flytja frítöku vegna uppstigningadags, og sumardagsins fyrsta.

Sjá næstu 50 fréttir