Fleiri fréttir Ánægður með viðsnúning Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis, er ánægður með að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi lýst afráttarlausri skoðun á upptöku skólagjalda í Háskóla Íslands en hún varar við upptöku skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi. 14.7.2004 00:01 Uppbygging á Reyðarfirði Trésmiður frá Akureyri gleðst yfir uppbyggingunni á Reyðarfirði vegna álvers. Hann tryggði sér byggingalóðir á svæðinu átta mánuðum áður en skrifað var undir samninga við Alcoa. 14.7.2004 00:01 Leitað að lífi á Mars Lofttegundir sem fundist hafa á plánetunni Mars benda til að þar gæti fundist líf. Sérfræðingur frá NASA geimferðarstofnuninni segir að niðurstöður rannsókna sem fari þar fram, eigi ekki eftir að valda fólki vonbrigðum. 14.7.2004 00:01 Uppsagnir hjá Eimskip Fækkað var um 40 til 50 stöðugildi hjá Eimskipafélagi Íslands í dag vegna skipulagsbreytinga. Trúnaðarmaður starfsmanna segir að þeim sé brugðið en er feginn að óvissu vegna boðaðra breytinga hafi verið eytt. 14.7.2004 00:01 Engin skólagjöld í grunnnámi Menntamálaráðherra telur ekki rétt að taka skólagjöld af nemum í grunnnámi við Háskóla Íslands. Öðru máli gegni hins vegar um gjöld fyrir framhaldsnám. Rektor Háskólans fagnar ummælum ráðherra, en segir að Háskólinn þurfi eftir sem áður meira fé frá hinu opinbera. 14.7.2004 00:01 Fer óbreytt úr allsherjarnefnd Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. 14.7.2004 00:01 Framsókn fer fram á viðræður Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. 14.7.2004 00:01 Kærir Davíð fyrir stríðsglæpi Elías Davíðsson tónskáld hefur lagt fram kæru á hendur Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni fyrir stríðsglæpi. 14.7.2004 00:01 Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. 14.7.2004 00:01 Upplýsingar um farþega afhentar Frá og með 28. júlí fær bandaríska Tolla- og landamærastofnunin aðgang að upplýsingum um farþega á leið til Bandaríkjanna úr bókunarkerfi Icelandair. 14.7.2004 00:01 Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. 14.7.2004 00:01 Kæra veglagningu um námasvæði Landeigendur í Hrauni í Grindavík hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar um lagningu Suðurstrandarvegar milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vegagerðin bíður niðurstöðu til að geta boðið út fyrsta áfanga veglagningarinnar. Veginum er ætlað að tengja Suðurland og Suðurnes þannig að úr verði eitt atvinnusvæði. 13.7.2004 00:01 Allsherjarnefnd fundar kl. 9:30 Allsherjarnefnd Alþingis kemur saman klukkan hálf tíu í dag og heldur áfram umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið. 13.7.2004 00:01 VG á Akureyri lýsir vanþóknun Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akureyri og nágrenni hélt félagsfund á Akureyri í gær þar sem m.a. voru til umræðu fjölmiðlalögin svokölluðu og framganga ríkisstjórnarflokkanna í því máli. 13.7.2004 00:01 Morgunblaðið fækkar fréttariturum Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. 13.7.2004 00:01 Gleypti 300 g af kókaíni Nígeríska konan sem reyndi að smygla tæplega hálfu kílói af kókaíni til landsins í síðustu viku gleypti tuttugu og sjö pakka með efninu. Um sjötíu prósent af efninu voru innvortis, eða rúmlega 300 grömm, sem er það mesta sem þekkist hér á landi. 13.7.2004 00:01 Hendur forseta bundnar Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. 13.7.2004 00:01 Verða að fara fyrir þjóðina Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. 13.7.2004 00:01 Fólksfjölgun mest á Austurlandi Fólksfjölgun var mest á Austurlandi á öðrum ársfjórðungi ársins. Í nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutinga kemur fram að fólki fjölgaði um 512 einstaklinga á Austurlandi og voru það einkum flutningar frá útlöndum. 13.7.2004 00:01 Þrír strætisvagnar í árekstri Þrír strætisvagnar rákust saman á hringtorgi við Fjarðargötu og Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í hádeginu. Vagnarnir þrír voru í röð og sá aftasti keyrði á vagninn í miðjunni sem rakst við það á þann fremsta. 13.7.2004 00:01 Sala hótelherbergja eykst Sala hótelherbergja í Reykjavík hefur aukist um tíu prósent samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin segja þetta góða þróun eftir að tuttugu prósenta aukning varð á framboði í fyrra. 13.7.2004 00:01 Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter. 13.7.2004 00:01 Skeljungur hækkaði líka Skeljungur hækkaði í morgun sjálfsafgreiðsluverð á bensíni um tvær krónur lítrann líkt og Olís gerði síðdegis í gær og Esso í gærmorgun. 13.7.2004 00:01 69% nota ekki hjálm Sextíu og níu prósent barna og unglinga á höfuðborgarsvæðin nota ekki öryggishjálm þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól samkvæmt nýrri könnun umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Áberandi er að fáir sem engir unglingar nota hjálma. 13.7.2004 00:01 Heimilt að fella lögin úr gildi Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar. 13.7.2004 00:01 Ekki skólagjöld í grunnnám Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum. 13.7.2004 00:01 Taki Breta til fyrirmyndar Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, vill að íslenska ríkisstjórnin fari að dæmi Breta, sem hyggjast segja upp meira en hundrað þúsund ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni. 13.7.2004 00:01 50% aukning í slátrun eldisþorska Stefnt er að því að slátra hátt í 100 tonnum af þorski hjá þorskeldi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í haust. Það er rúmlega helmingi meira en í fyrra. 13.7.2004 00:01 DNA-niðurstöður í vikulok Líklegt er að niðurstaða úr rannsókn á lífssýnum (DNA) sem send voru til Noregs, vegna rannsóknar á hvarfi konu sunnudaginn 4. júlí sl. og hefur verið í fréttum undanfarið, berist í lok þessarar viku. Jafnvel hafði verið vonast eftir að niðurstöðurnar bærust í dag en svo verður ekki. 13.7.2004 00:01 Málum blandið mannshvarf Konan sem leitað hefur verið að frá því á mánudaginn fyrir rúmri viku er enn ófundin. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, segir engar nýjar fregnir að hafa af rannsókn lögreglunnar á málinu. Hann segir að enn gefi menn sér ekkert um hvort konan sé lífs eða liðin. 13.7.2004 00:01 Klipping hækkað um 10% Klipping og önnur þjónusta hárgreiðslustofa á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um tíu prósent frá því í nóvember árið 2002 samkvæmt nýrri könnun Samkeppnisstofnunar. Á vef stofnunarinnar kemur fram að þessi verðbreyting fylgi nokkurn veginn sömu þróun og launavísitalan. 13.7.2004 00:01 Réðust á mann og hótuðu lögreglu 23 ára gamall Akureyringur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með hótunum um ofbeldi og líflát. Einnig hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm 21 árs gamall Akureyringur fyrir þátttöku í árásinni. 13.7.2004 00:01 Þrír strætisvagnar í árekstri Þrír voru fluttir á spítala með minniháttar áverka þegar þrír strætisvagnar rákust saman við hringtorg í miðbæ Hafnarfjarðar um hádegisbil í gær. 13.7.2004 00:01 Fáir nota Hjálm Samkvæmt könnun umferðarfulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru 69 prósent barna án öryggishjálma þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól. Sérstaklega virðist áberandi að nánast engir unglingar nota hjálma og hjálmaleysið færist sífellt neðar í aldursstiganum. </font /> 13.7.2004 00:01 Þrjú börn og níu karlmenn Alls hafa hérlendis horfið 11 einstaklingar frá árinu 1991 til ársloka 2003, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó, samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf. Skráin byggir á upplýsingum frá lögreglustjóraembættunum, en þeim ber að tilkynna ríkislögreglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að hvarf er tilkynnt. 13.7.2004 00:01 Ók lyfjadofinn á lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 41 árs gamlan mann ökuréttindum í eitt ár og gert honum að greiða hundrað þúsund krónur fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi á vegarkafla við Litlu-Kaffistofuna ekið á öfugum vegarhelmingi móti ómerktri lögreglubifreið, þannig að ökumaður hennar varð að aka út fyrir veginn. 13.7.2004 00:01 Faldi hass í klefa sínum Mánuði var bætt við fangavist refsifanga á Litla-Hrauni auk þess sem gerð voru upptæk tæp 50 grömm af hassi sem fundust í klefa hans, samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands sl. mánudag. 13.7.2004 00:01 Með eiturlyf í leggöngum Ung kona var fyrir Héraðsdómi Suðurlands dæmd til greiðslu 300 þúsund króna fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Í október 2003 framvísaði konan til fangavarða á Litla-Hrauni 23 e-töflum, rúmu grammi af e-töflumulningi, um 32 grömmum af hassi og rúmum 4 grömmum af kókaíni, sem hún hafði falin í leggöngum. 13.7.2004 00:01 Hlemmur í endurnýjun lífdaga Strætisvagnastöðin Hlemmur mun ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrsta skrefið er að loka hluta Hverfisgötu fyrir almennri bílaumferð og endurbyggja hringtorg við Skúlagötu. 13.7.2004 00:01 Lögreglan þegir áfram Lögreglan þegir áfram þunnu hljóði um hvarf indónesískrar þriggja barna móður sem saknað hefur verið í níu daga. Hún segir að fréttamenn verði að geta í eyðurnar um framgang mála. Niðurstöðu rannsóknar á blóði sem fannst í íbúð manns sem grunaður er um aðild að hvarfi konunnar er enn beðið. <font size="2"></font> 13.7.2004 00:01 Uppsagnir hjá Eimskipum Uppsagnir eru fyrirhugaðar hjá Eimskipafélagi Íslands vegna skipulagsbreytinga sem verða kynntar samhliða hálfsársuppgjöri félagsins í lok mánaðarins. Baldur Guðnason, forstjóri félagsins, segir að með breytingunum sé verið að bregðast við breyttu starfsumhverfi. 13.7.2004 00:01 Falleinkunn fjárlaganna Ráðuneyti og tilteknar ríkisstofnanir hafa ár eftir ár farið langt fram úr fjárheimildum sem gefnar voru í fjárlögum. Ríkisendurskoðun segir þessa framúrkeyrslu óásættanlega og gefur framkvæmd fjárlaganna falleinkunn. 13.7.2004 00:01 Skiptar skoðanir lögspekinga Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. 13.7.2004 00:01 Hannes gerir mynd um Davíð Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor vinnur að heimildarmynd um Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann var staddur í Hvíta húsinu í þeim erindagjörðum á dögunum þegar Davíð hitti George Bush Bandaríkjaforseta. 13.7.2004 00:01 Grunaður morðingi í kvikmynd Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið valdur að hvarfi indónesísku konunnar Sri Ramahwati leikur í nýrri íslenskri kvikmynd sem verður frumsýnd í næsta mánuði. Hann leikur forsætisráðherra Íslands á hernámsárunum. 13.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ánægður með viðsnúning Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis, er ánægður með að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi lýst afráttarlausri skoðun á upptöku skólagjalda í Háskóla Íslands en hún varar við upptöku skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi. 14.7.2004 00:01
Uppbygging á Reyðarfirði Trésmiður frá Akureyri gleðst yfir uppbyggingunni á Reyðarfirði vegna álvers. Hann tryggði sér byggingalóðir á svæðinu átta mánuðum áður en skrifað var undir samninga við Alcoa. 14.7.2004 00:01
Leitað að lífi á Mars Lofttegundir sem fundist hafa á plánetunni Mars benda til að þar gæti fundist líf. Sérfræðingur frá NASA geimferðarstofnuninni segir að niðurstöður rannsókna sem fari þar fram, eigi ekki eftir að valda fólki vonbrigðum. 14.7.2004 00:01
Uppsagnir hjá Eimskip Fækkað var um 40 til 50 stöðugildi hjá Eimskipafélagi Íslands í dag vegna skipulagsbreytinga. Trúnaðarmaður starfsmanna segir að þeim sé brugðið en er feginn að óvissu vegna boðaðra breytinga hafi verið eytt. 14.7.2004 00:01
Engin skólagjöld í grunnnámi Menntamálaráðherra telur ekki rétt að taka skólagjöld af nemum í grunnnámi við Háskóla Íslands. Öðru máli gegni hins vegar um gjöld fyrir framhaldsnám. Rektor Háskólans fagnar ummælum ráðherra, en segir að Háskólinn þurfi eftir sem áður meira fé frá hinu opinbera. 14.7.2004 00:01
Fer óbreytt úr allsherjarnefnd Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. 14.7.2004 00:01
Framsókn fer fram á viðræður Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. 14.7.2004 00:01
Kærir Davíð fyrir stríðsglæpi Elías Davíðsson tónskáld hefur lagt fram kæru á hendur Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni fyrir stríðsglæpi. 14.7.2004 00:01
Útiloka ekki breytingar Flokksmenn sjálfstæðisflokks í allsherjarnefnd útiloka ekki að breytingar verði gerðar á nýju fjölmiðlafrumvarpi. Þeir hafa óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunnar um ný fjölmiðlalög og verður hún eini gestur nefndarinnar í dag. 14.7.2004 00:01
Upplýsingar um farþega afhentar Frá og með 28. júlí fær bandaríska Tolla- og landamærastofnunin aðgang að upplýsingum um farþega á leið til Bandaríkjanna úr bókunarkerfi Icelandair. 14.7.2004 00:01
Framsókn hótar stjórnarslitum Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. 14.7.2004 00:01
Kæra veglagningu um námasvæði Landeigendur í Hrauni í Grindavík hafa kært úrskurð Skipulagsstofnunar um lagningu Suðurstrandarvegar milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vegagerðin bíður niðurstöðu til að geta boðið út fyrsta áfanga veglagningarinnar. Veginum er ætlað að tengja Suðurland og Suðurnes þannig að úr verði eitt atvinnusvæði. 13.7.2004 00:01
Allsherjarnefnd fundar kl. 9:30 Allsherjarnefnd Alþingis kemur saman klukkan hálf tíu í dag og heldur áfram umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið. 13.7.2004 00:01
VG á Akureyri lýsir vanþóknun Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Akureyri og nágrenni hélt félagsfund á Akureyri í gær þar sem m.a. voru til umræðu fjölmiðlalögin svokölluðu og framganga ríkisstjórnarflokkanna í því máli. 13.7.2004 00:01
Morgunblaðið fækkar fréttariturum Morgunblaðið hefur fækkað fréttariturum sínum á landsbyggðinni og er ekki lengur landsbyggðarblað að mati fyrrverandi fréttaritara þess í Litlu-Ávík á Ströndum. Í síðustu viku sendi Morgunblaðið hluta fréttaritara sinna á landsbyggðinni bréf þar sem tilkynnt er að blaðið telji ekki þörf á þjónustu þeirra í framtíðinni. 13.7.2004 00:01
Gleypti 300 g af kókaíni Nígeríska konan sem reyndi að smygla tæplega hálfu kílói af kókaíni til landsins í síðustu viku gleypti tuttugu og sjö pakka með efninu. Um sjötíu prósent af efninu voru innvortis, eða rúmlega 300 grömm, sem er það mesta sem þekkist hér á landi. 13.7.2004 00:01
Hendur forseta bundnar Dr. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur telur að hendur forseta Íslands séu bundnar í fjölmiðlamálinu; hann geti hvorki samþykkt ný lög né synjað þeim. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir aðferð ríkisstjórnarinnar valdníðslu. 13.7.2004 00:01
Verða að fara fyrir þjóðina Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. 13.7.2004 00:01
Fólksfjölgun mest á Austurlandi Fólksfjölgun var mest á Austurlandi á öðrum ársfjórðungi ársins. Í nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutinga kemur fram að fólki fjölgaði um 512 einstaklinga á Austurlandi og voru það einkum flutningar frá útlöndum. 13.7.2004 00:01
Þrír strætisvagnar í árekstri Þrír strætisvagnar rákust saman á hringtorgi við Fjarðargötu og Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í hádeginu. Vagnarnir þrír voru í röð og sá aftasti keyrði á vagninn í miðjunni sem rakst við það á þann fremsta. 13.7.2004 00:01
Sala hótelherbergja eykst Sala hótelherbergja í Reykjavík hefur aukist um tíu prósent samkvæmt tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin segja þetta góða þróun eftir að tuttugu prósenta aukning varð á framboði í fyrra. 13.7.2004 00:01
Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter. 13.7.2004 00:01
Skeljungur hækkaði líka Skeljungur hækkaði í morgun sjálfsafgreiðsluverð á bensíni um tvær krónur lítrann líkt og Olís gerði síðdegis í gær og Esso í gærmorgun. 13.7.2004 00:01
69% nota ekki hjálm Sextíu og níu prósent barna og unglinga á höfuðborgarsvæðin nota ekki öryggishjálm þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól samkvæmt nýrri könnun umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Áberandi er að fáir sem engir unglingar nota hjálma. 13.7.2004 00:01
Heimilt að fella lögin úr gildi Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar. 13.7.2004 00:01
Ekki skólagjöld í grunnnám Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum. 13.7.2004 00:01
Taki Breta til fyrirmyndar Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, vill að íslenska ríkisstjórnin fari að dæmi Breta, sem hyggjast segja upp meira en hundrað þúsund ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni. 13.7.2004 00:01
50% aukning í slátrun eldisþorska Stefnt er að því að slátra hátt í 100 tonnum af þorski hjá þorskeldi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í haust. Það er rúmlega helmingi meira en í fyrra. 13.7.2004 00:01
DNA-niðurstöður í vikulok Líklegt er að niðurstaða úr rannsókn á lífssýnum (DNA) sem send voru til Noregs, vegna rannsóknar á hvarfi konu sunnudaginn 4. júlí sl. og hefur verið í fréttum undanfarið, berist í lok þessarar viku. Jafnvel hafði verið vonast eftir að niðurstöðurnar bærust í dag en svo verður ekki. 13.7.2004 00:01
Málum blandið mannshvarf Konan sem leitað hefur verið að frá því á mánudaginn fyrir rúmri viku er enn ófundin. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, segir engar nýjar fregnir að hafa af rannsókn lögreglunnar á málinu. Hann segir að enn gefi menn sér ekkert um hvort konan sé lífs eða liðin. 13.7.2004 00:01
Klipping hækkað um 10% Klipping og önnur þjónusta hárgreiðslustofa á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um tíu prósent frá því í nóvember árið 2002 samkvæmt nýrri könnun Samkeppnisstofnunar. Á vef stofnunarinnar kemur fram að þessi verðbreyting fylgi nokkurn veginn sömu þróun og launavísitalan. 13.7.2004 00:01
Réðust á mann og hótuðu lögreglu 23 ára gamall Akureyringur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með hótunum um ofbeldi og líflát. Einnig hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm 21 árs gamall Akureyringur fyrir þátttöku í árásinni. 13.7.2004 00:01
Þrír strætisvagnar í árekstri Þrír voru fluttir á spítala með minniháttar áverka þegar þrír strætisvagnar rákust saman við hringtorg í miðbæ Hafnarfjarðar um hádegisbil í gær. 13.7.2004 00:01
Fáir nota Hjálm Samkvæmt könnun umferðarfulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru 69 prósent barna án öryggishjálma þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól. Sérstaklega virðist áberandi að nánast engir unglingar nota hjálma og hjálmaleysið færist sífellt neðar í aldursstiganum. </font /> 13.7.2004 00:01
Þrjú börn og níu karlmenn Alls hafa hérlendis horfið 11 einstaklingar frá árinu 1991 til ársloka 2003, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó, samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf. Skráin byggir á upplýsingum frá lögreglustjóraembættunum, en þeim ber að tilkynna ríkislögreglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að hvarf er tilkynnt. 13.7.2004 00:01
Ók lyfjadofinn á lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 41 árs gamlan mann ökuréttindum í eitt ár og gert honum að greiða hundrað þúsund krónur fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi á vegarkafla við Litlu-Kaffistofuna ekið á öfugum vegarhelmingi móti ómerktri lögreglubifreið, þannig að ökumaður hennar varð að aka út fyrir veginn. 13.7.2004 00:01
Faldi hass í klefa sínum Mánuði var bætt við fangavist refsifanga á Litla-Hrauni auk þess sem gerð voru upptæk tæp 50 grömm af hassi sem fundust í klefa hans, samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands sl. mánudag. 13.7.2004 00:01
Með eiturlyf í leggöngum Ung kona var fyrir Héraðsdómi Suðurlands dæmd til greiðslu 300 þúsund króna fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Í október 2003 framvísaði konan til fangavarða á Litla-Hrauni 23 e-töflum, rúmu grammi af e-töflumulningi, um 32 grömmum af hassi og rúmum 4 grömmum af kókaíni, sem hún hafði falin í leggöngum. 13.7.2004 00:01
Hlemmur í endurnýjun lífdaga Strætisvagnastöðin Hlemmur mun ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrsta skrefið er að loka hluta Hverfisgötu fyrir almennri bílaumferð og endurbyggja hringtorg við Skúlagötu. 13.7.2004 00:01
Lögreglan þegir áfram Lögreglan þegir áfram þunnu hljóði um hvarf indónesískrar þriggja barna móður sem saknað hefur verið í níu daga. Hún segir að fréttamenn verði að geta í eyðurnar um framgang mála. Niðurstöðu rannsóknar á blóði sem fannst í íbúð manns sem grunaður er um aðild að hvarfi konunnar er enn beðið. <font size="2"></font> 13.7.2004 00:01
Uppsagnir hjá Eimskipum Uppsagnir eru fyrirhugaðar hjá Eimskipafélagi Íslands vegna skipulagsbreytinga sem verða kynntar samhliða hálfsársuppgjöri félagsins í lok mánaðarins. Baldur Guðnason, forstjóri félagsins, segir að með breytingunum sé verið að bregðast við breyttu starfsumhverfi. 13.7.2004 00:01
Falleinkunn fjárlaganna Ráðuneyti og tilteknar ríkisstofnanir hafa ár eftir ár farið langt fram úr fjárheimildum sem gefnar voru í fjárlögum. Ríkisendurskoðun segir þessa framúrkeyrslu óásættanlega og gefur framkvæmd fjárlaganna falleinkunn. 13.7.2004 00:01
Skiptar skoðanir lögspekinga Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. 13.7.2004 00:01
Hannes gerir mynd um Davíð Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor vinnur að heimildarmynd um Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann var staddur í Hvíta húsinu í þeim erindagjörðum á dögunum þegar Davíð hitti George Bush Bandaríkjaforseta. 13.7.2004 00:01
Grunaður morðingi í kvikmynd Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið valdur að hvarfi indónesísku konunnar Sri Ramahwati leikur í nýrri íslenskri kvikmynd sem verður frumsýnd í næsta mánuði. Hann leikur forsætisráðherra Íslands á hernámsárunum. 13.7.2004 00:01