Fleiri fréttir

Kveikti í tveimur rusla­gámum í Kópa­vogi

Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. 

Dregur úr vindi og hiti um frost­mark

Miðja lægðarinnar sem olli óveðri á landinu í gær er nú stödd um fjögur hundruð kílómetra austur af Dalatanga. Lægðin er á austurleið og fjarlægist landið svo það dregur úr vindi og úrkoman af hennar völdum norðan- og austanlands er einnig á undanhaldi.

Bana­slys í Kjós vegna hálku­á­stands sem erfitt var að sjá fyrir

Banaslys sem varð rétt sunnan við brú yfir Laxá í Kjós í nóvember árið 2021 má rekja til hálkuástands sem var erfitt að sjá fyrir. Þá greindust fíkniefni í blóði ökumanns og voru hvorki hann né farþegi bílsins spenntir í öryggisbelti. Dekkjabúnaður bifreiðarinnar, sem var óskoðuð, reyndist ekki í lagi. 

Boða verk­bann á fé­lags­fólk Eflingar

Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 

Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur

Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur.

Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni

Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús.

Bruninn gullið tæki­færi til að bregðast við

Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Slitnað hefur upp úr kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Verkföll hefjast því aftur á miðnætti í kvöld. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forstjóra Skeljungs í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Kröfur Eflingar hafi verið umtalsvert út fyrir rammann

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir vonbrigði að samningar hafi ekki náðst. Hann segir kröfur Eflingar vera umtalsvert út fyrir ramma sem samtökin hafa markað í samningum við önnur stéttarfélög.

Stjórnvöld verða að bjóða unglingum nautaat

Hæstiréttur Spánar segir að nautaat sé hluti af menningararfi spænsku þjóðarinnar. Þess vegna verði stjórnvöld að leyfa ungu fólki að nota menningarstyrk sem það fær við 18 ára aldur, til að að fara á nautaat. Ríkisstjórn sósíalista ákvað í fyrra að útiloka nautaat frá menningarstyrknum.

Fundu lík þar sem Bulley hvarf

Í kringum hádegi í dag fann lögreglan í Lancashire lík í ánni Wyre. Áin er í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Nicola Bulley, tveggja barna móður á fimmtugsaldri, sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn.

Gulum við­vörunum fjölgar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Faxaflóa, Suðurland og Miðhálendið. Þegar höfðu verið gefnar út viðvaranir fyrir Suðausturland og Austfirði vegna lægðar.

Fá ekki að mæta á verð­launa­af­hendingu vegna ógnar við al­menning

Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði telur að samningar Samtaka atvinnulífsins við Eflingu og Matvís henti ekki sínum félagsmönnum. Hann vill að samtökin fái sæti við kjarasamningsborðið og skoðar að leita til ríkissáttasemjara. 

Kjara­málin og opin­berir starfs­menn

Haukur Skúlason sem fer fyrir Indó, nýja sparisjóðnum, sem ætlar í slag við hákarlana á fjármálamarkaði mætir og lýsir fegurð smæðarinnar sem einhver myndi telja að gengi þvert á hagkvæmni stærðarinnar. Þetta og margt fleira á Sprengisandi í dag.

Sjálf­­virkni­væða vinnu heil­brigðis­­starfs­­fólks með gervi­­­greind

Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu.

Enn ein lægðin nálgast landið

Ört dýpkandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Spár gera ráð fyrir að miðja lægðarinnar verði yfir Þorlákshöfn upp úr hádegi, en fari síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland og Austfirði.

Jimmy Carter liggur banaleguna

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni.

Slapp frá mannræningja með því að læsa sig inni á bensínstöð

Kona sem hafði verið haldið nauðugri í nærri því ár, slapp með því að læsa sig inni á bensínstöð í New Jersey í Bandaríkjunum. Maður sem hún hóf samband með beitti hana ofbeldi og hélt henni nauðugri um langt skeið. Hann hefur verið ákærður fyrir mannrán.

Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins

Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“.

„Það á enginn þetta skilið“

Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi.

Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Við ræðum við systurina í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“

Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið.

Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu.

Von er á tilkynningu á sjötta tímanum

Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins.

„Þetta stefnir lífi fólks í hættu“

Íbúi í Kópavogi hefur miklar áhyggjur af langvarandi ljósleysi í nágrenni við heimilið sitt. Börn gangi um í svartamyrkri og tímaspursmál sé hvenær slys verður.

Engin skýr merki um vendingar í Öskju

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum.

Norður-Kóreu­menn skutu eld­flaug inn í loft­helgi Japana

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart. Allir þrír stóru viðskiptabankarnir tilkynntu í gær vaxtahækkanir í samræmi við nýlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Formaður samtakanna kallar eftir aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.

Hæglætisveður framan af en lægð á morgun

Fremur hægri breytilegri átt og bjartviðri er spáð í dag víðast hvar en lítilsháttar éli á norðanverðu landinu fram yfir hádegi. Þó má gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands síðdegis, tíu til fimmtán metrum á sekúndu undir kvöld með snjókomu eða slyddu af og til. Á morgun er gert ráð fyrir því að lægðarmiðja gangi yfir hluta landsins.

Tala látinna komin í 45 þúsund

Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi.

Fór húsa­villt og kallað var til lög­reglu

Í nótt var tilkynnt um mann sem var að reynast komast inn í hús í umdæmi lögreglustöðvar tvö. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði einfaldlega farið húsavillt.

Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex

Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri.

Sjá næstu 50 fréttir