Engin skýr merki um vendingar í Öskju Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 12:12 Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engin skýr merki vera um vendingar í Öskju. Vísir/Stöð 2 Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. „Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“ Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“
Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira