Fleiri fréttir Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18.10.2022 23:45 Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18.10.2022 23:40 Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18.10.2022 22:19 Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. 18.10.2022 21:01 Samþykkja að styrkja rafíþróttir Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu um að veita íþróttafélögum sem eru með rafíþróttadeildir styrk á næsta ári til fjárhagsáætlanargerðar. Um er að ræða tuttugu milljóna króna sem verja á til íþróttafélaganna. 18.10.2022 20:34 Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 18.10.2022 19:51 Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18.10.2022 19:42 Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18.10.2022 19:41 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18.10.2022 19:20 Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18.10.2022 18:46 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18.10.2022 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.10.2022 18:00 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18.10.2022 17:45 Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. 18.10.2022 16:35 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18.10.2022 15:43 Árna Bald dæmdar 32 milljónir eftir mikinn hasar við Tungufljót Samkvæmt dómsorði sem féll nýverið í Héraðsdómi Reykjaness hefur mikið laxveiðidrama átt sér stað við Tungufljót undanfarin ár þar sem hópur á vegum eigenda gerði sitt til að trufla stangveiðimenn með því að henda spúnum sínum yfir línur og flækja. Þá eru dæmi um grjótkast bakka á milli. 18.10.2022 14:45 Strætó rezygnuje z nocnych kursów Komunikacja miejska Strætó, ogłosiła, że podjęto decyzję o rezygnacji z nocnych autobusów, które kursowały w weekendy. Powodem jest niewystarczająca liczba pasażerów korzystających z transportu. 18.10.2022 14:30 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18.10.2022 14:28 Landgræðslan og Skógræktin í eina sæng Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að sameina skuli Skógræktina og Landgræðsluna. Starfsmönnum stofnananna hefur verið kynnt um komandi sameiningu. 18.10.2022 14:22 Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18.10.2022 13:53 Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey. 18.10.2022 13:32 Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. 18.10.2022 13:32 „Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18.10.2022 13:05 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18.10.2022 13:05 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18.10.2022 12:49 Guðveig nýr formaður Kvenna í Framsókn Guðveig Lind Eyglóardóttir var um helgina kjörin formaður kvenna í Framsókn. Guðveig er oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. 18.10.2022 11:55 Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. 18.10.2022 11:32 Bein útsending: Bera saman bækur um rakaskemmdir og myglu Mygla hefur mjög verið í deiglunni síðustu misseri og hafa mörg fyrirtæki og stofnanir þurft að flýja húsnæði eftir að upp hefur komið mygla í þeim. 18.10.2022 11:30 Hádegisfréttir Bylgjunnar Verðbólguþróunin, breytingar á menntakerfinu, félagafrelsið og matvælaverð verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 18.10.2022 11:28 Bakkaði óvart á elsta klósett Japan Starfsmaður samtaka sem sjá um minjavarðveislu í Kyoto í Japan bakkaði óvart bifreið sinni á elsta klósett landsins. Klósettið, sem er um fimm hundruð ára gamalt, verður í viðgerð næstu mánuði. 18.10.2022 11:08 Vilja grípa til lagasetningar til að koma í veg fyrir ráðningar til Kína Breskir ráðherrar vilja breyta lögum til að koma í veg fyrir að fyrrverandi flugmenn breska flughersins séu Kínverjum innan handar við þjálfun herflugmanna. 18.10.2022 10:44 Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. 18.10.2022 10:34 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18.10.2022 09:33 Saka stjórnvöld um að láta vaxtabótakerfið „gufa upp“ Hagsmunasamtök heimilanna hafa skilað inn umsögn um bandorm með fjárlagafrumvarpinu 2023, þar sem þau gagnrýna þá fyrirætlan stjórnvalda að ætla að láta vaxtabótakerfið halda áfram að „gufa upp“ í verðbólgunni, eins og það er orðað, „hraðar en nokkru sinni fyrr“. 18.10.2022 09:17 Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. 18.10.2022 08:40 Kynnti stefnu og ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Ulf Kristersson, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í morgun stjórnarsáttmálann og ráðherrana í ríkisstjórn sinni. 18.10.2022 08:36 Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. 18.10.2022 08:36 Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18.10.2022 08:08 Eins og að keyra um á miðlungsstórum fiskitogara Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í öðrum þætti er pallbíllinn GMC Denali tekinn fyrir. 18.10.2022 08:01 Telja sig hafa fundið morðingjann Lögreglan í París telur sig hafa handtekið konuna sem myrti Lolu, tólf ára stelpu, í borginni á föstudaginn. Konan sást á öryggismyndavélum fjölbýlishússins sem Lola bjó í en talið er að hún sé alvarlega veik á geði. 18.10.2022 07:59 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18.10.2022 07:32 Suðvestanátt og strekkingur um landið norðvestanvert Útlit er fyrir suðvestanátt í dag og á morgun og má víða reikna með golu eða kalda, en strekkingi um landið norðvestanvert. Jafnvel má búast við allhvössu í afmörkuðum strengjum við fjöll á því svæði. 18.10.2022 07:20 Læknafélagið segir ástandið „óboðlegt og hættulegt“ Læknafélag Íslands segir ástandið í heilbrigðiskerfinu „óboðlegt og hættulegt“ en aðalfundur félagsins samþykkti um helgina ákall til ríkisstjórnarinnar „vegna ríkjandi neyðarástands í heilbrigðiskerfinu“. 18.10.2022 07:18 Kirkjuþing segir 30 söfnuði tæknilega gjaldþrota Það er mat formanns úthlutunarnefndar Jöfnunarsjóðs sókna, séra Gísla Jónassonar, fyrrverandi prófasts og formanns fjárhagsnefndar kirkjuþings 2018 til 2022 að að minnsta kosti 30 söfnuðir á landinu geti talist ógjaldfærir sökum skertra sóknargjalda. Sumsé; tæknilega gjaldþrota. 18.10.2022 07:09 Toyota Corolla Cross verður frumsýndur hjá Toyota í nóvember Toyota Corolla Cross verður frumsýnd hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í nóvember. Um er að ræða nýjan jeppling frá Toyota. 18.10.2022 07:01 Sjá næstu 50 fréttir
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18.10.2022 23:45
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. 18.10.2022 23:40
Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18.10.2022 22:19
Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. 18.10.2022 21:01
Samþykkja að styrkja rafíþróttir Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu um að veita íþróttafélögum sem eru með rafíþróttadeildir styrk á næsta ári til fjárhagsáætlanargerðar. Um er að ræða tuttugu milljóna króna sem verja á til íþróttafélaganna. 18.10.2022 20:34
Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. 18.10.2022 19:51
Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. 18.10.2022 19:42
Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18.10.2022 19:41
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18.10.2022 19:20
Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. 18.10.2022 18:46
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18.10.2022 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.10.2022 18:00
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. 18.10.2022 17:45
Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. 18.10.2022 16:35
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. 18.10.2022 15:43
Árna Bald dæmdar 32 milljónir eftir mikinn hasar við Tungufljót Samkvæmt dómsorði sem féll nýverið í Héraðsdómi Reykjaness hefur mikið laxveiðidrama átt sér stað við Tungufljót undanfarin ár þar sem hópur á vegum eigenda gerði sitt til að trufla stangveiðimenn með því að henda spúnum sínum yfir línur og flækja. Þá eru dæmi um grjótkast bakka á milli. 18.10.2022 14:45
Strætó rezygnuje z nocnych kursów Komunikacja miejska Strætó, ogłosiła, że podjęto decyzję o rezygnacji z nocnych autobusów, które kursowały w weekendy. Powodem jest niewystarczająca liczba pasażerów korzystających z transportu. 18.10.2022 14:30
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18.10.2022 14:28
Landgræðslan og Skógræktin í eina sæng Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að sameina skuli Skógræktina og Landgræðsluna. Starfsmönnum stofnananna hefur verið kynnt um komandi sameiningu. 18.10.2022 14:22
Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18.10.2022 13:53
Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey. 18.10.2022 13:32
Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. 18.10.2022 13:32
„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. 18.10.2022 13:05
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18.10.2022 13:05
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18.10.2022 12:49
Guðveig nýr formaður Kvenna í Framsókn Guðveig Lind Eyglóardóttir var um helgina kjörin formaður kvenna í Framsókn. Guðveig er oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. 18.10.2022 11:55
Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. 18.10.2022 11:32
Bein útsending: Bera saman bækur um rakaskemmdir og myglu Mygla hefur mjög verið í deiglunni síðustu misseri og hafa mörg fyrirtæki og stofnanir þurft að flýja húsnæði eftir að upp hefur komið mygla í þeim. 18.10.2022 11:30
Hádegisfréttir Bylgjunnar Verðbólguþróunin, breytingar á menntakerfinu, félagafrelsið og matvælaverð verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 18.10.2022 11:28
Bakkaði óvart á elsta klósett Japan Starfsmaður samtaka sem sjá um minjavarðveislu í Kyoto í Japan bakkaði óvart bifreið sinni á elsta klósett landsins. Klósettið, sem er um fimm hundruð ára gamalt, verður í viðgerð næstu mánuði. 18.10.2022 11:08
Vilja grípa til lagasetningar til að koma í veg fyrir ráðningar til Kína Breskir ráðherrar vilja breyta lögum til að koma í veg fyrir að fyrrverandi flugmenn breska flughersins séu Kínverjum innan handar við þjálfun herflugmanna. 18.10.2022 10:44
Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. 18.10.2022 10:34
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18.10.2022 09:33
Saka stjórnvöld um að láta vaxtabótakerfið „gufa upp“ Hagsmunasamtök heimilanna hafa skilað inn umsögn um bandorm með fjárlagafrumvarpinu 2023, þar sem þau gagnrýna þá fyrirætlan stjórnvalda að ætla að láta vaxtabótakerfið halda áfram að „gufa upp“ í verðbólgunni, eins og það er orðað, „hraðar en nokkru sinni fyrr“. 18.10.2022 09:17
Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. 18.10.2022 08:40
Kynnti stefnu og ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Ulf Kristersson, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í morgun stjórnarsáttmálann og ráðherrana í ríkisstjórn sinni. 18.10.2022 08:36
Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. 18.10.2022 08:36
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18.10.2022 08:08
Eins og að keyra um á miðlungsstórum fiskitogara Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í öðrum þætti er pallbíllinn GMC Denali tekinn fyrir. 18.10.2022 08:01
Telja sig hafa fundið morðingjann Lögreglan í París telur sig hafa handtekið konuna sem myrti Lolu, tólf ára stelpu, í borginni á föstudaginn. Konan sást á öryggismyndavélum fjölbýlishússins sem Lola bjó í en talið er að hún sé alvarlega veik á geði. 18.10.2022 07:59
Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18.10.2022 07:32
Suðvestanátt og strekkingur um landið norðvestanvert Útlit er fyrir suðvestanátt í dag og á morgun og má víða reikna með golu eða kalda, en strekkingi um landið norðvestanvert. Jafnvel má búast við allhvössu í afmörkuðum strengjum við fjöll á því svæði. 18.10.2022 07:20
Læknafélagið segir ástandið „óboðlegt og hættulegt“ Læknafélag Íslands segir ástandið í heilbrigðiskerfinu „óboðlegt og hættulegt“ en aðalfundur félagsins samþykkti um helgina ákall til ríkisstjórnarinnar „vegna ríkjandi neyðarástands í heilbrigðiskerfinu“. 18.10.2022 07:18
Kirkjuþing segir 30 söfnuði tæknilega gjaldþrota Það er mat formanns úthlutunarnefndar Jöfnunarsjóðs sókna, séra Gísla Jónassonar, fyrrverandi prófasts og formanns fjárhagsnefndar kirkjuþings 2018 til 2022 að að minnsta kosti 30 söfnuðir á landinu geti talist ógjaldfærir sökum skertra sóknargjalda. Sumsé; tæknilega gjaldþrota. 18.10.2022 07:09
Toyota Corolla Cross verður frumsýndur hjá Toyota í nóvember Toyota Corolla Cross verður frumsýnd hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í nóvember. Um er að ræða nýjan jeppling frá Toyota. 18.10.2022 07:01