Fleiri fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast um að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst er að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 11:40 Rússar halda áfram sprengjuárásum á almenna borgara Rússneskt stórskotalið gerði í morgun árás á borgina Nikopol í suðurhluta Úkraínu. Tveir létust í árásinni en minnst 37 almennir borgarar hafa látist af völdum árása Rússa í Úkraínu síðustu þrjá daga. 16.7.2022 10:45 Skýjað í dag og skúrir um allt land Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu. 16.7.2022 09:00 Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. 16.7.2022 08:27 Rússíbaninn verði rifinn eftir banaslysið í Árósum Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið. 16.7.2022 07:34 Myndband: Einvígi olíulausra V8 véla Hvað gerist þegar olían er tekin af vélum tveggja bíla sem eru yfir tuttugu ára gamlir og átta strokka? Hvort endist BMW vélin lengur eða Lexus vélin, eins og myndbandið setur einvígið upp, Þýskaland gegn Japan. Annar bíllinn endist talsvert lengur en hinn. 16.7.2022 07:02 Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. 15.7.2022 23:52 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15.7.2022 22:26 Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947. 15.7.2022 22:19 Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15.7.2022 21:22 Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15.7.2022 20:47 Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. 15.7.2022 20:00 Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15.7.2022 19:24 Ranglega dæmdur fyrir morðið á Malcolm X: Vill fimm og hálfan milljarð í skaðabætur Muhammad Aziz, einn þeirra sem var ranglega dæmdur fyrir morðið á baráttumanninum Malcolm X, hefur farið í mál við New York vegna fangelsisvistar sinnar. Hann sat inni í tuttugu ár fyrir glæp sem hann framdi ekki en það var ekki fyrr en í fyrra sem hann var hreinsaður af sök eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi árið 1985. 15.7.2022 19:17 Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. 15.7.2022 18:33 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum. 15.7.2022 18:25 Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. 15.7.2022 17:05 Sigríður ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar. 15.7.2022 16:43 Breskur hjálparstarfsmaður lést í haldi Rússa Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags. 15.7.2022 16:38 Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15.7.2022 16:13 Ný mannréttindaskýrsla Meta ófullnægjandi hvað Indland varðar Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi. 15.7.2022 15:28 Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. 15.7.2022 14:53 Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15.7.2022 14:04 Stjörnu-Sævar leysir ráðgátuna Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu. 15.7.2022 12:13 Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15.7.2022 12:10 „Við lokum á nýnasista og rasista“ Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. 15.7.2022 11:56 Odszkodowanie za szczepienia przeciwko COVID-19 Z powodu skutków ubocznych spowodowanych przez szczepienie przeciwko COVID-19, państwo wypłaci odszkodowanie trzem osobom. 15.7.2022 11:47 Ben Stiller i Ólafur Darri odwiedzają Flatey Na wyspie Flatey w Breiðarfjörður przebywają obecnie islandzki aktor Ólafur Darri i znany aktor Ben Stiller. 15.7.2022 11:41 Rannsóknarvinna fyrir fyrstu lotu Borgarlínu hafin Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja. 15.7.2022 11:36 Ríkið hefur greitt þremur bætur vegna bólusetningar gegn Covid-19 Íslenska ríkið hefur greitt þremur skaðabætur vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar gegn Covid-19. Tugir bótakrafna eru í vinnslu hjá Sjúkratryggingum Íslands. 15.7.2022 11:05 Rauð hitaviðvörun gefin út í fyrsta sinn vegna allt að 40 stiga hita Breska veðurstofan hefur gefið út rauða hitaviðvörun fyrir Lundúnir og nærliggjandi svæði vegna ofsahita í næstu viku sem gæti mögulega ógnað lífi. Spár gera ráð fyrir að hitinn fari í allt að 40 stig. 15.7.2022 10:41 Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15.7.2022 10:32 Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. 15.7.2022 10:01 Stjórnmálamenn og almennir borgarar handsamaðir og pyntaðir Hundruð Úkraínumanna er haldið föngum á hernumdum svæðum landsins, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Bæði er um að ræða stjórnmálamenn og almenna borgara. Einn pólitíkus sagði í samtali við BBC að hann hefði verið handsamaður af rússneska hernum og beittur vatnspyntingum. 15.7.2022 08:39 Ólga á Ítalíu Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því. 15.7.2022 08:38 Biden fundar með leiðtogum Palestínu og Sádi Arabíu Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með leiðtogum Palestínumanna á Vesturbakkanum í dag, áður en hann heldur í afar umdeilda heimsókn til Sádi Arabíu um helgina. 15.7.2022 07:49 Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25 Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf. 15.7.2022 07:28 Ioniq 6 Saloon kynntur til sögunnar Hyundai Motor hefur frumsýndi nýlega Ioniq 6 sem verður nýjasti rafbíllinn úr smiðju Hyundai, búinn 77 kWh rafhlöðu með 610 km drægni. Ioniq 6 styður við bæði 400-V og 800-V hleðslustöðvar. Með 350 kW hleðslu er hægt að hlaða Ioniq 6 frá 10 til 80 prósenta á aðeins 18 mínútum. 15.7.2022 07:01 Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. 15.7.2022 07:01 Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. 15.7.2022 06:53 Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15.7.2022 06:23 Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14.7.2022 23:36 Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 14.7.2022 23:31 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14.7.2022 22:30 Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. 14.7.2022 21:43 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast um að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst er að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 11:40
Rússar halda áfram sprengjuárásum á almenna borgara Rússneskt stórskotalið gerði í morgun árás á borgina Nikopol í suðurhluta Úkraínu. Tveir létust í árásinni en minnst 37 almennir borgarar hafa látist af völdum árása Rússa í Úkraínu síðustu þrjá daga. 16.7.2022 10:45
Skýjað í dag og skúrir um allt land Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu. 16.7.2022 09:00
Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. 16.7.2022 08:27
Rússíbaninn verði rifinn eftir banaslysið í Árósum Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið. 16.7.2022 07:34
Myndband: Einvígi olíulausra V8 véla Hvað gerist þegar olían er tekin af vélum tveggja bíla sem eru yfir tuttugu ára gamlir og átta strokka? Hvort endist BMW vélin lengur eða Lexus vélin, eins og myndbandið setur einvígið upp, Þýskaland gegn Japan. Annar bíllinn endist talsvert lengur en hinn. 16.7.2022 07:02
Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. 15.7.2022 23:52
Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15.7.2022 22:26
Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947. 15.7.2022 22:19
Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15.7.2022 21:22
Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15.7.2022 20:47
Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. 15.7.2022 20:00
Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15.7.2022 19:24
Ranglega dæmdur fyrir morðið á Malcolm X: Vill fimm og hálfan milljarð í skaðabætur Muhammad Aziz, einn þeirra sem var ranglega dæmdur fyrir morðið á baráttumanninum Malcolm X, hefur farið í mál við New York vegna fangelsisvistar sinnar. Hann sat inni í tuttugu ár fyrir glæp sem hann framdi ekki en það var ekki fyrr en í fyrra sem hann var hreinsaður af sök eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi árið 1985. 15.7.2022 19:17
Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. 15.7.2022 18:33
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum. 15.7.2022 18:25
Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. 15.7.2022 17:05
Sigríður ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar. 15.7.2022 16:43
Breskur hjálparstarfsmaður lést í haldi Rússa Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags. 15.7.2022 16:38
Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15.7.2022 16:13
Ný mannréttindaskýrsla Meta ófullnægjandi hvað Indland varðar Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi. 15.7.2022 15:28
Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. 15.7.2022 14:53
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15.7.2022 14:04
Stjörnu-Sævar leysir ráðgátuna Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu. 15.7.2022 12:13
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15.7.2022 12:10
„Við lokum á nýnasista og rasista“ Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. 15.7.2022 11:56
Odszkodowanie za szczepienia przeciwko COVID-19 Z powodu skutków ubocznych spowodowanych przez szczepienie przeciwko COVID-19, państwo wypłaci odszkodowanie trzem osobom. 15.7.2022 11:47
Ben Stiller i Ólafur Darri odwiedzają Flatey Na wyspie Flatey w Breiðarfjörður przebywają obecnie islandzki aktor Ólafur Darri i znany aktor Ben Stiller. 15.7.2022 11:41
Rannsóknarvinna fyrir fyrstu lotu Borgarlínu hafin Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja. 15.7.2022 11:36
Ríkið hefur greitt þremur bætur vegna bólusetningar gegn Covid-19 Íslenska ríkið hefur greitt þremur skaðabætur vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar gegn Covid-19. Tugir bótakrafna eru í vinnslu hjá Sjúkratryggingum Íslands. 15.7.2022 11:05
Rauð hitaviðvörun gefin út í fyrsta sinn vegna allt að 40 stiga hita Breska veðurstofan hefur gefið út rauða hitaviðvörun fyrir Lundúnir og nærliggjandi svæði vegna ofsahita í næstu viku sem gæti mögulega ógnað lífi. Spár gera ráð fyrir að hitinn fari í allt að 40 stig. 15.7.2022 10:41
Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15.7.2022 10:32
Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. 15.7.2022 10:01
Stjórnmálamenn og almennir borgarar handsamaðir og pyntaðir Hundruð Úkraínumanna er haldið föngum á hernumdum svæðum landsins, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Bæði er um að ræða stjórnmálamenn og almenna borgara. Einn pólitíkus sagði í samtali við BBC að hann hefði verið handsamaður af rússneska hernum og beittur vatnspyntingum. 15.7.2022 08:39
Ólga á Ítalíu Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því. 15.7.2022 08:38
Biden fundar með leiðtogum Palestínu og Sádi Arabíu Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með leiðtogum Palestínumanna á Vesturbakkanum í dag, áður en hann heldur í afar umdeilda heimsókn til Sádi Arabíu um helgina. 15.7.2022 07:49
Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25 Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf. 15.7.2022 07:28
Ioniq 6 Saloon kynntur til sögunnar Hyundai Motor hefur frumsýndi nýlega Ioniq 6 sem verður nýjasti rafbíllinn úr smiðju Hyundai, búinn 77 kWh rafhlöðu með 610 km drægni. Ioniq 6 styður við bæði 400-V og 800-V hleðslustöðvar. Með 350 kW hleðslu er hægt að hlaða Ioniq 6 frá 10 til 80 prósenta á aðeins 18 mínútum. 15.7.2022 07:01
Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. 15.7.2022 07:01
Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. 15.7.2022 06:53
Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. 15.7.2022 06:23
Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14.7.2022 23:36
Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 14.7.2022 23:31
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14.7.2022 22:30
Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. 14.7.2022 21:43