Fleiri fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við ítarlega frá stöðunni í breskum stjórnmálum eftir afsögn Borisar Johnson forsætisráðherra sagði af sér embætti nú skömmu fyrir hádegi. Hann segir að undirbúningur að kjöri á nýjum leiðtoga hefjist í næstu viku. Hann væri stoltur af afrekum ríkisstjórnar sinnar. 7.7.2022 11:58 Sex greinst með apabólu og tveir smitast innanlands Sex karlmenn á miðjum aldri hafa greinst smitaðir af apabólunni hér á landi og grunur er um að tveir þeirra hafi smitast innanlands. 7.7.2022 11:42 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7.7.2022 11:40 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7.7.2022 11:32 Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7.7.2022 10:46 Fellihýsi og trampólín fjúka út á götu Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli. 7.7.2022 10:38 Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. 7.7.2022 10:05 Cheer-stjarna dæmd í tólf ára fangelsi fyrir barnaníð Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi. 7.7.2022 09:24 Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7.7.2022 08:52 Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7.7.2022 08:19 Gul viðvörun víða um land Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland, miðhálendi og Norðurland eystra og vestra í dag. Á miðhálendi og Norðurlandi verður viðvörunin í gildi til klukkan 21 en á Suðausturlandi verður hún í gildi alveg fram á miðnætti. Veðurstofan hvetur vegfarendur til að aka varlega á þessum slóðum. Að auki verður rigning með köflum í flestum landshlutum. 7.7.2022 08:07 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7.7.2022 08:03 Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7.7.2022 07:24 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7.7.2022 07:23 Hákon ráðinn nýr þjóðgarðsvörður Hákon Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. 7.7.2022 06:52 Maður handtekinn vegna líkamsárásar í gærkvöldi og nokkuð um þjófnað Lögreglan handtók mann í gærkvöldi í kjölfar tilkynningar um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 104 í Reykjavík. Einnig var lögreglan kölluð til nokkurra verslanna í Breiðholti vegna þjófnaða og áreitis. Þá var lögreglan kölluð til í Hafnarfirði vegna slagsmála á skemmtistað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 7.7.2022 06:38 Erlendir ferðamenn greiði gjald en ekki Íslendingar Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang. 7.7.2022 06:14 Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við. 6.7.2022 22:44 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6.7.2022 22:01 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6.7.2022 21:23 Fyrstu tömdu hreindýrin á Íslandi til sýnis Fyrsti hreindýradýragarður landsins hefur verið opnaður en hann er á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Í garðinum eru þeir Garpur og Mosi, rúmlega eins árs gamlir en þeim var bjargað agnarsmáum móðurlausum uppi á heiði. Garpur var þá þriggja daga gamall og Mosi átta daga. 6.7.2022 21:03 Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli. 6.7.2022 19:31 Sóttu slasaðar konur í Hvalfirði og á Snæfellsnesi Útkall barst til björgunarsveita á Vesturlandi á fjórða tímanum í dag vegna konu sem hafði hrasað og slasað sig á fæti í Hvalfirði. Hún hafði verið á göngu í Síldarmannagötum innst í firðinum þegar hún slasaðist og gat hún ekki gengið. 6.7.2022 19:25 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6.7.2022 19:21 Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður. 6.7.2022 19:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því hvernig höfuðstóll verðtryggðra lána getur margfaldast í verðbólgubálinu. Þannig getur höfuðstóll á algengri lásfjárhæð hækkað um allt að fjögur hundruð prósent á þrjátíu ára lánstíma. 6.7.2022 18:01 Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6.7.2022 17:50 Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6.7.2022 17:15 Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. 6.7.2022 16:56 Skotmaðurinn hefur játað og á yfir höfði sér lífstíðardóm Robert E. Crimo, sem skaut á skrúðgöngu í Chicaco í fyrradag, hefur verið ákærður fyrir sjö morð. Að sögn saksóknara hefur Crimo játað glæp sinn. Verði hann dæmdur gæti hann hlotið lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. 6.7.2022 16:46 Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6.7.2022 15:22 Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. 6.7.2022 14:44 Sjúkratryggingar hækka endurgreiðslu aksturskostnaðar nýrnasjúklinga Þeir nýrnasjúklingar sem þurfa að ferðast milli sveitarfélaga til að komast í blóðskiljun geta nú fengið endurgreitt 95 prósent af aksturskostnaði. Sjúklingar þurfa að fara í blóðskilun þrisvar sinnum í viku í þrjá til fjóra tíma í senn. 6.7.2022 14:28 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6.7.2022 14:03 Pierwszy elektryczny samolot oddany do użytku W ciągu najbliższych kliku dni rozpocznie się szkolenie nowych pilotów na pierwszym elektrycznym samolocie w Islandii, który otrzymał certyfikat zdatności do lotu. 6.7.2022 13:54 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6.7.2022 13:48 Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka. 6.7.2022 13:21 Evrópusambandið skilgreinir kjarnorku og gas sem umhverfisvæna orkugjafa Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar. 6.7.2022 13:00 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6.7.2022 12:22 Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra. 6.7.2022 11:57 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6.7.2022 11:50 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá mannbjörg þegar eldur kom upp í smábáti á Breiðafirði í morgun. Eini skipverjinn kom sér sjálfur í björgunarbát. 6.7.2022 11:45 Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6.7.2022 11:32 Gul viðvörun gefin út fyrir Suðausturland Gul viðvörun verður í gildi á Suðausturlandi frá klukkan 11 til klukkan 23 á morgun, fimmtudag. 6.7.2022 11:14 Segir skipta höfuðmáli að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það algjört grundvallaratriði í sínum huga að vinna að því að gera kerfið betra. „Við þurfum að vinna á öllum þeim áskorunum sem koma upp og ekki síst þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks.“ 6.7.2022 11:12 Sjá næstu 50 fréttir
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við ítarlega frá stöðunni í breskum stjórnmálum eftir afsögn Borisar Johnson forsætisráðherra sagði af sér embætti nú skömmu fyrir hádegi. Hann segir að undirbúningur að kjöri á nýjum leiðtoga hefjist í næstu viku. Hann væri stoltur af afrekum ríkisstjórnar sinnar. 7.7.2022 11:58
Sex greinst með apabólu og tveir smitast innanlands Sex karlmenn á miðjum aldri hafa greinst smitaðir af apabólunni hér á landi og grunur er um að tveir þeirra hafi smitast innanlands. 7.7.2022 11:42
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7.7.2022 11:40
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7.7.2022 11:32
Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7.7.2022 10:46
Fellihýsi og trampólín fjúka út á götu Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli. 7.7.2022 10:38
Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. 7.7.2022 10:05
Cheer-stjarna dæmd í tólf ára fangelsi fyrir barnaníð Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi. 7.7.2022 09:24
Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7.7.2022 08:52
Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7.7.2022 08:19
Gul viðvörun víða um land Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland, miðhálendi og Norðurland eystra og vestra í dag. Á miðhálendi og Norðurlandi verður viðvörunin í gildi til klukkan 21 en á Suðausturlandi verður hún í gildi alveg fram á miðnætti. Veðurstofan hvetur vegfarendur til að aka varlega á þessum slóðum. Að auki verður rigning með köflum í flestum landshlutum. 7.7.2022 08:07
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7.7.2022 08:03
Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7.7.2022 07:24
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7.7.2022 07:23
Hákon ráðinn nýr þjóðgarðsvörður Hákon Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. 7.7.2022 06:52
Maður handtekinn vegna líkamsárásar í gærkvöldi og nokkuð um þjófnað Lögreglan handtók mann í gærkvöldi í kjölfar tilkynningar um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 104 í Reykjavík. Einnig var lögreglan kölluð til nokkurra verslanna í Breiðholti vegna þjófnaða og áreitis. Þá var lögreglan kölluð til í Hafnarfirði vegna slagsmála á skemmtistað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 7.7.2022 06:38
Erlendir ferðamenn greiði gjald en ekki Íslendingar Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang. 7.7.2022 06:14
Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við. 6.7.2022 22:44
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. 6.7.2022 22:01
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6.7.2022 21:23
Fyrstu tömdu hreindýrin á Íslandi til sýnis Fyrsti hreindýradýragarður landsins hefur verið opnaður en hann er á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Í garðinum eru þeir Garpur og Mosi, rúmlega eins árs gamlir en þeim var bjargað agnarsmáum móðurlausum uppi á heiði. Garpur var þá þriggja daga gamall og Mosi átta daga. 6.7.2022 21:03
Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli. 6.7.2022 19:31
Sóttu slasaðar konur í Hvalfirði og á Snæfellsnesi Útkall barst til björgunarsveita á Vesturlandi á fjórða tímanum í dag vegna konu sem hafði hrasað og slasað sig á fæti í Hvalfirði. Hún hafði verið á göngu í Síldarmannagötum innst í firðinum þegar hún slasaðist og gat hún ekki gengið. 6.7.2022 19:25
Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6.7.2022 19:21
Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður. 6.7.2022 19:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því hvernig höfuðstóll verðtryggðra lána getur margfaldast í verðbólgubálinu. Þannig getur höfuðstóll á algengri lásfjárhæð hækkað um allt að fjögur hundruð prósent á þrjátíu ára lánstíma. 6.7.2022 18:01
Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6.7.2022 17:50
Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6.7.2022 17:15
Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. 6.7.2022 16:56
Skotmaðurinn hefur játað og á yfir höfði sér lífstíðardóm Robert E. Crimo, sem skaut á skrúðgöngu í Chicaco í fyrradag, hefur verið ákærður fyrir sjö morð. Að sögn saksóknara hefur Crimo játað glæp sinn. Verði hann dæmdur gæti hann hlotið lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. 6.7.2022 16:46
Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6.7.2022 15:22
Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. 6.7.2022 14:44
Sjúkratryggingar hækka endurgreiðslu aksturskostnaðar nýrnasjúklinga Þeir nýrnasjúklingar sem þurfa að ferðast milli sveitarfélaga til að komast í blóðskiljun geta nú fengið endurgreitt 95 prósent af aksturskostnaði. Sjúklingar þurfa að fara í blóðskilun þrisvar sinnum í viku í þrjá til fjóra tíma í senn. 6.7.2022 14:28
Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6.7.2022 14:03
Pierwszy elektryczny samolot oddany do użytku W ciągu najbliższych kliku dni rozpocznie się szkolenie nowych pilotów na pierwszym elektrycznym samolocie w Islandii, który otrzymał certyfikat zdatności do lotu. 6.7.2022 13:54
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6.7.2022 13:48
Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka. 6.7.2022 13:21
Evrópusambandið skilgreinir kjarnorku og gas sem umhverfisvæna orkugjafa Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar. 6.7.2022 13:00
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6.7.2022 12:22
Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra. 6.7.2022 11:57
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6.7.2022 11:50
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá mannbjörg þegar eldur kom upp í smábáti á Breiðafirði í morgun. Eini skipverjinn kom sér sjálfur í björgunarbát. 6.7.2022 11:45
Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6.7.2022 11:32
Gul viðvörun gefin út fyrir Suðausturland Gul viðvörun verður í gildi á Suðausturlandi frá klukkan 11 til klukkan 23 á morgun, fimmtudag. 6.7.2022 11:14
Segir skipta höfuðmáli að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það algjört grundvallaratriði í sínum huga að vinna að því að gera kerfið betra. „Við þurfum að vinna á öllum þeim áskorunum sem koma upp og ekki síst þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks.“ 6.7.2022 11:12