Fleiri fréttir

Eldur í báti norður af Hellissandi

Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu.

Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér

Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær.

Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar

Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino.

Lítið um sumarveður næstu daga

Lítið virðist vera um sumarveður á næstu dögum en samkvæmt Veðurstofu liggur Ísland í lægðarbraut um þessar mundir. Því valdi öflug og þaulsetin lægð úti fyrir Biskajaflóa, sem beinir lægðum norður eftir til Íslands.

Fram­kvæmda­stjóri OPEC látinn

Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði.

Reyndi að fá að­stoð skömmu fyrir á­rásina

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís.

Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti

Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti.

Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs

Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra

Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum.

Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu

Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður.

Yrðlingur og hundur bestu vinir á Mjóeyri á Eskifirði

Tíkin Skotta og nokkra vikna yrðlingur á bænum Mjóeyri við Eskifjörð eru bestu vinir og leika sér mikið saman. Þá er mjög gæf maríuerla líka á bænum og heiti potturinn á staðnum vekur sérstaka athygli.

„Við verðum að gera betur“

Lofts­lags­ráð og Náttúru­verndar­­sam­tök Ís­lands gagn­rýna stjórn­völd fyrir ó­­­skýr mark­mið í lofts­lags­­málum á sama tíma og losun gróður­húsa­­loft­­tegunda eykst gríðar­­lega hratt eftir heims­far­aldur. Ráð­herra tekur undir þetta og vill gera betur.

Dulbjó sig sem konu eftir árásina

Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo, sem sakaður er um mannskæða skotárás í úthverfi Chicago í gær, keypti hálfsjálfvirkan riffil sem hann notaði við árásina með löglegum hætti. Eftir skothríðina er Crimo sagður hafa flúið af vettvangi með því að dulbúa sig sem konu og fela sig meðal flýjandi almennings.

Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flug­völl Evrópu

Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 

Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir

Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst mjög eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir gagnrýnina og vill gera betur.

Áhrifafólk í Mið­flokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði

Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“.

Sóttu slasaðan skip­verja á þyrlunni

Skömmu fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aðstoðarbeiðni frá erlendu skipi sem var um 100 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, vegna slasaðs skipverja.

„Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“

Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni.

Vélar­vana bátur dreginn í höfn á Drangs­nesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Starfs­maður stal 1,7 milljón króna af Bónus

Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus.

Fjallaklifurmenn féllu fjögur hundruð metra

Tveir svissneskir fjallaklifurmenn eru látnir eftir að hafa fallið fjögur hundruð metra frá toppi Matterhorn en fjallið er staðsett í Ölpunum á landamærum Sviss og Ítalíu.

Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna

Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu.

Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu.

Há­skóla­nám Kvik­­mynda­­skólans í sjón­­máli

Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verðlag hækkar.

Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt

Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja.

Einn af þremur ofnum Elkem úti í um viku vegna brunans

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segist reikna með að einn ofn af þremur í kísilverinu verði úti í um viku tíma vegna viðgerðar sem framundan er eftir að eldur kom upp í verinu í nótt. Enginn slasaðist og segir hún að starfsmenn hafi náð að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira.

Sjá næstu 50 fréttir