Fleiri fréttir Mývetningar tilheyra nú Þingeyjarsveit Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa. 13.6.2022 11:02 Blíðviðri og ekkert lúsmý Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. 13.6.2022 10:44 MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. 13.6.2022 10:42 Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13.6.2022 09:28 Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13.6.2022 08:30 Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13.6.2022 08:01 Vaktin: Stórskotalið Rússa tíu sinnum öflugara Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13.6.2022 07:45 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13.6.2022 07:37 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13.6.2022 07:13 Væta um landið sunnan- og vestanvert en þurrt norðaustantil Veðurstofan spáir suðlægum áttum og vætu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðaustantil. 13.6.2022 07:13 ESB heldur sig við bensín- og díselbíla bann Nýlega kaus Evrópuþingið um að halda áætlun um bann við sölu bensín og dísel bíla frá og með árinu 2035. Upprunalega plön um bannið voru kynnt í júlí í fyrra og hafa þau nú verið staðfest. 13.6.2022 07:01 Þrír handteknir fyrir ógnandi framkomu og hótanir Þrír menn voru handteknir af lögreglu í nótt á þremur ólíkum stöðum og vistaðir í fangageymslu fyrir ógnandi framkomu og hótanir. Fyrst var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði sem var mjög æstur og hafði verið að ógna fólki. Lögregla handtók hann og setti í fangaklefa sökum ástands. 13.6.2022 06:47 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13.6.2022 06:16 Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. 12.6.2022 23:50 Mögnuð upplifun á Skrímslasetrinu á Bíldudal Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu. 12.6.2022 22:12 Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12.6.2022 21:42 Mannréttindi og mannslíf mikilvægari en „pólitískar fantasíur gamals manns“ Á sama tíma og Rússar halda uppi hörðum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á óbreytta borgara í austur Úkraínu fagna þeir því að 32 ár eru liðin í dag frá stofnun rússneska sambandsríkisins. Rússneskir ríkisborgarar komu saman við rússneska sendiráðið til að mótmæla valdastjórn Pútíns í tilefni dagsins en sterkustu vopnin eru á þessum tíma orðin. 12.6.2022 21:20 Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12.6.2022 19:32 María er fundin María Bjarnadóttir, sem leitað var frá um klukkan 10 í morgun, er komin í leitirnar heil á húfi. 12.6.2022 19:21 Miklar tafir á Borgarfjarðarbrú vegna elds í bíl Eldur komst í bíl á Borgarfjarðarbrú með þeim afleiðingum að umferð suður um Borgarnes nánast stöðvaðist. Bílaröð náði langt upp fyrir Borgarnes. 12.6.2022 18:21 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöldfréttum Stöðvar 2 gagnrýnir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra áætlanir stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlun þrjú. Stjórnarandstaðan fékk fyrst að sjá endanlegt álit meirihlutans á föstudag en afgreiða á áætlunina ásamt fjölmörgum öðrum málum fyrir þinghlé á fimmtudag. 12.6.2022 18:01 Umferðin gengur hægt en gengur þó Umferðin frá hátíðarsvæðinu á Granda hefur gengið hægt í dag. Hún hefur gengið hægast yst á tanganum á meðan bílastæði innar hafa verið að tæmast. 12.6.2022 16:27 Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12.6.2022 15:52 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12.6.2022 15:03 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12.6.2022 15:01 Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað. 12.6.2022 14:30 Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. 12.6.2022 14:01 Forsetinn varð sjóveikur um borð í Óðni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sjóferð með varðskipinu Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur í gær hafi verið kaflaskipt. 12.6.2022 13:27 Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. 12.6.2022 12:39 Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12.6.2022 12:29 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12.6.2022 10:25 Stefnir í metár í umferðinni á hringveginum Vegagerðin reiknar með að árið í ár verði metár þegar kemur að umferð á hringveginum Aldrei hefur mælst meiri umferð í maí en í síðastliðnum maí-mánuði. 12.6.2022 09:34 Sprengisandur: Innsýn í Rússland og fyrstu skref Niceair Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar og Stöð 2 Vísis í dag frá klukkan 10 til 12. 12.6.2022 09:30 Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. 12.6.2022 08:47 Dásamlegt að búa á Ströndum Íbúar í Strandabyggð eru sammála um að það sé dásamlegt að búa á Ströndum því þar sé mannlíf mjög gott, félagslíf frábært og náttúrufegurð sé mikil. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti Strandirnar á hringferð sinn um landið. 12.6.2022 08:03 Von á viðsnúningi í veðri Í dag stefnir í sæmilegasta veður til að halda upp á sjómannadaginn. Veðrið verður heldur skárra sunnanlands en norðan. Þetta mun þó snúast við á morgun. 12.6.2022 07:37 Lokaðist inni á veitingastað Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, og talsvert um ölvun í miðborg Reykjavíkur. 12.6.2022 07:29 Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12.6.2022 07:00 Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. 11.6.2022 23:15 Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11.6.2022 23:14 Þrír mánuðir fyrir kynferðislega áreitni Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu í bíl hennar. 11.6.2022 22:36 Biden segir árásina á þingið einn myrkasta atburð í sögu Bandaríkjanna Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir árásina á bandaríska þingið hinn 6. janúar vera einn myrkasta kafla í sögu landsins. Frekari sönnunargögn um aðild Donalds Trump fyrrverandi forseta að árásinni verða gerð opinber eftir helgi. 11.6.2022 19:46 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11.6.2022 19:39 ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. 11.6.2022 19:21 Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11.6.2022 18:57 Sjá næstu 50 fréttir
Mývetningar tilheyra nú Þingeyjarsveit Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa. 13.6.2022 11:02
Blíðviðri og ekkert lúsmý Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. 13.6.2022 10:44
MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. 13.6.2022 10:42
Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13.6.2022 09:28
Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13.6.2022 08:30
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13.6.2022 08:01
Vaktin: Stórskotalið Rússa tíu sinnum öflugara Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13.6.2022 07:45
Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13.6.2022 07:37
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13.6.2022 07:13
Væta um landið sunnan- og vestanvert en þurrt norðaustantil Veðurstofan spáir suðlægum áttum og vætu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðaustantil. 13.6.2022 07:13
ESB heldur sig við bensín- og díselbíla bann Nýlega kaus Evrópuþingið um að halda áætlun um bann við sölu bensín og dísel bíla frá og með árinu 2035. Upprunalega plön um bannið voru kynnt í júlí í fyrra og hafa þau nú verið staðfest. 13.6.2022 07:01
Þrír handteknir fyrir ógnandi framkomu og hótanir Þrír menn voru handteknir af lögreglu í nótt á þremur ólíkum stöðum og vistaðir í fangageymslu fyrir ógnandi framkomu og hótanir. Fyrst var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði sem var mjög æstur og hafði verið að ógna fólki. Lögregla handtók hann og setti í fangaklefa sökum ástands. 13.6.2022 06:47
Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13.6.2022 06:16
Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. 12.6.2022 23:50
Mögnuð upplifun á Skrímslasetrinu á Bíldudal Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu. 12.6.2022 22:12
Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. 12.6.2022 21:42
Mannréttindi og mannslíf mikilvægari en „pólitískar fantasíur gamals manns“ Á sama tíma og Rússar halda uppi hörðum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á óbreytta borgara í austur Úkraínu fagna þeir því að 32 ár eru liðin í dag frá stofnun rússneska sambandsríkisins. Rússneskir ríkisborgarar komu saman við rússneska sendiráðið til að mótmæla valdastjórn Pútíns í tilefni dagsins en sterkustu vopnin eru á þessum tíma orðin. 12.6.2022 21:20
Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12.6.2022 19:32
María er fundin María Bjarnadóttir, sem leitað var frá um klukkan 10 í morgun, er komin í leitirnar heil á húfi. 12.6.2022 19:21
Miklar tafir á Borgarfjarðarbrú vegna elds í bíl Eldur komst í bíl á Borgarfjarðarbrú með þeim afleiðingum að umferð suður um Borgarnes nánast stöðvaðist. Bílaröð náði langt upp fyrir Borgarnes. 12.6.2022 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöldfréttum Stöðvar 2 gagnrýnir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra áætlanir stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlun þrjú. Stjórnarandstaðan fékk fyrst að sjá endanlegt álit meirihlutans á föstudag en afgreiða á áætlunina ásamt fjölmörgum öðrum málum fyrir þinghlé á fimmtudag. 12.6.2022 18:01
Umferðin gengur hægt en gengur þó Umferðin frá hátíðarsvæðinu á Granda hefur gengið hægt í dag. Hún hefur gengið hægast yst á tanganum á meðan bílastæði innar hafa verið að tæmast. 12.6.2022 16:27
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12.6.2022 15:52
Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12.6.2022 15:03
„Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12.6.2022 15:01
Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað. 12.6.2022 14:30
Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. 12.6.2022 14:01
Forsetinn varð sjóveikur um borð í Óðni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sjóferð með varðskipinu Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur í gær hafi verið kaflaskipt. 12.6.2022 13:27
Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. 12.6.2022 12:39
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12.6.2022 12:29
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12.6.2022 10:25
Stefnir í metár í umferðinni á hringveginum Vegagerðin reiknar með að árið í ár verði metár þegar kemur að umferð á hringveginum Aldrei hefur mælst meiri umferð í maí en í síðastliðnum maí-mánuði. 12.6.2022 09:34
Sprengisandur: Innsýn í Rússland og fyrstu skref Niceair Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar og Stöð 2 Vísis í dag frá klukkan 10 til 12. 12.6.2022 09:30
Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. 12.6.2022 08:47
Dásamlegt að búa á Ströndum Íbúar í Strandabyggð eru sammála um að það sé dásamlegt að búa á Ströndum því þar sé mannlíf mjög gott, félagslíf frábært og náttúrufegurð sé mikil. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti Strandirnar á hringferð sinn um landið. 12.6.2022 08:03
Von á viðsnúningi í veðri Í dag stefnir í sæmilegasta veður til að halda upp á sjómannadaginn. Veðrið verður heldur skárra sunnanlands en norðan. Þetta mun þó snúast við á morgun. 12.6.2022 07:37
Lokaðist inni á veitingastað Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, og talsvert um ölvun í miðborg Reykjavíkur. 12.6.2022 07:29
Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“ Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér. 12.6.2022 07:00
Icelandair horfir til Boeing 787 við undirbúning næstu flugvélakaupa Forstjóri Icelandair segir að undirbúningur næstu flugvélakaupa sé að hefjast. Kaup á Boeing Dreamliner-breiðþotum til að reka með Max-þotunum eða að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur eru þeir tveir kostir sem helst er horft til. 11.6.2022 23:15
Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11.6.2022 23:14
Þrír mánuðir fyrir kynferðislega áreitni Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu í bíl hennar. 11.6.2022 22:36
Biden segir árásina á þingið einn myrkasta atburð í sögu Bandaríkjanna Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir árásina á bandaríska þingið hinn 6. janúar vera einn myrkasta kafla í sögu landsins. Frekari sönnunargögn um aðild Donalds Trump fyrrverandi forseta að árásinni verða gerð opinber eftir helgi. 11.6.2022 19:46
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11.6.2022 19:39
ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. 11.6.2022 19:21
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11.6.2022 18:57