Fleiri fréttir

Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október.

Ný „dönsk klukka“ loks komin upp í Skál­holts­kirkju­turn

Mikið umstang var í Skálholti í gær þegar ný kirkjuklukka var hífð upp í Skálholtskirkjuturn. Nýja klukkan, sem steypt var í Hollandi, kemur í stað „dönsku klukkunnar“ í turninum sem brotnaði eftir að hafa fallið í gólfið í upphafi Skálholtshátíðar í júlí 2002.

Ferða­maður úr­skurðaður í far­bann vegna gruns um nauðgun á Akur­eyri

Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir manni sem grunaður er um nauðgun og kynferðislega áreitni á skemmtistað á Akureyri. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að málið sé til rannsóknar en dyraverðir óskuðu eftir aðstoð lögreglu aðfaranótt 29. maí síðastliðinn vegna gruns um framangreind brot.

Krafðist að­gerða í til­finninga­þrunginni ein­ræðu

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hélt tilfinningaþrungna ræðu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann grátbað þingmenn um að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Hann sýndi blaðamönnum græna skó sem meðal annars voru notaðir til að bera kennsl á eitt fórnarlamba skotárásinnar í Uvalde.

Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“

Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni.

Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara

Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni.

Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig

Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu.

Biles á meðal fimleikakvenna sem krefja FBI um milljarð dollara

Hópur fyrrverandi ólympíufimleikakvenna í Bandaríkjunum, þar á meðal gullverðlaunahafinn Simone Biles, ætla að krefja alríkislögreglunar FBI um meira en milljarð dollara í skaðabætur vegna mistaka hennar í máli Larrys Nassar sem misnotaði hundruð fimleikakvenna.

„Hættulegasti maður Noregs“ tekinn höndum

Norska lögreglan hafði hendur í hári Stigs Millehaugen sem hafði verið á flótta í viku. Millehaugen afplánaði fangelsisdóm fyrir tvö morð og honum er lýst sem „hættulegasta manni Noregs“.

Nafn mannsins sem lést í Barða­vogi

Maðurinn sem lést í árásinni í Barðavogi í Reykjavík á laugardaginn hét Gylfi Bergmann Heimisson. Hann var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Rúmlega tuttugu látnir í lestarslysi í Íran

Að minnsta kosti tuttugu og einn er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í austanverðu Íran. Viðbragðsaðilar segja að lestin hafi rekist á skurðgröfu og hrokkið út af.

Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti

Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því.

Bana­slysið í Skötu­firði: Sofnaði lík­legast undir stýri eftir nætur­flug

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður bíls, sem missti stjórn á bíl þannig að hann snerist, rann út af veginum og valt niður í sjó á Djúpvegi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í janúar 2021, hafi sofnað undir stýri eftir að hafa verið á ferðalagi í fimmtán klukkustundir. Tveir farþegar – 29 ára kona og eins árs drengur – létust í slysinu.

Víða skúrir á landinu eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Sums staðar verður þoka við norður- og austurströndina, en víða skúrir á landinu eftir hádegi.

Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers.

Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða

Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi heldur áfram en ýmsir þættir eru nú til skoðunar. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri og lætur eftir sig fjögur börn. Íbúar í hverfinu lýsa ógnvekjandi hegðun hins grunaða um árabil og segja marga hafa óttast hann. 

Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn

Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag.

Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við á fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins og greinum nýjan meirihlutasáttmála.

Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar

Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir árás fyrir framan skemmtistaðinn 203 Club í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Líklegt er að skrúfjárni hafi verið beitt.

Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek.

Bein út­sending: Fyrsti fundur nýrrar borgar­stjórnar

Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir