Fleiri fréttir Enginn skóli á morgun: Stofnanir á Húsavík lokaðar vegna smita Skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík fellur niður á morgun og þriðjudag vegna kórónuveirusmita meðal nemenda og starfsfólks. Þá verður Stjórnsýsluhúsið í bænum einnig lokað á morgun vegna smits. 3.10.2021 23:24 Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3.10.2021 22:55 Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 3.10.2021 22:35 Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. 3.10.2021 21:39 Átta létust þegar einkaþota brotlenti í Mílanó Einkaþota brotlenti á skrifstofubyggingu í Mílanó á Ítalíu í dag með þeim afleiðingum að allir átta um borð létust. Byggingin var mannlaus þegar flugslysið varð og engan sakaði á jörðu niðri. 3.10.2021 20:58 Mörg hundruð kýr í sumarbústað Þeir sem eru svo heppnir að hafa komið inn í sumarbústað í Holtum í Rangárvallasýslu missa hökuna niður á bringu þegar inn er komið. Ástæðan er sú að bústaðurinn er fullur af gripum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt. 3.10.2021 20:05 Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3.10.2021 20:00 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3.10.2021 19:33 Enn skelfur jörð við Keili Laust fyrir klukkan fimm í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,4 rétt rúmum kílómetra suðsuðvestur af Keili. 3.10.2021 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá óveðrinu sem hefur geisað á norðvestanverðu landinu síðasta sólahringinn og heyrum í björgunarfólki á staðnum. 3.10.2021 18:00 Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3.10.2021 17:46 Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár. 3.10.2021 17:05 Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3.10.2021 16:12 Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. 3.10.2021 15:07 „Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“ Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti. 3.10.2021 14:31 Hraðpróf á Hlíð neikvæð Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar. 3.10.2021 14:06 Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. 3.10.2021 14:02 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3.10.2021 13:34 31 greindist smitaður í gær Ekki greindust jafn margir smitaðir af Covid-19 í gær og í fyrradag. Hins vegar þarf að taka mið af því að um helgar fara færri í sýnatöku. 3.10.2021 12:40 Tíundi skjálftinn yfir þrír að stærð reið yfir í hádeginu Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð suðsuðvestur af Keili klukkan 12.18 í dag. Þetta er tíundi skjálftinn yfir þremur stigum frá því að jarðskjálftahrinan á svæðinu hófst þann 27. september. 3.10.2021 12:38 Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. 3.10.2021 12:31 Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. 3.10.2021 12:16 Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. 3.10.2021 12:13 Föt karlmanns fundust við Elliðaá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána. 3.10.2021 12:02 Segir Thicke hafa káfað á sér við tökur myndbands Blurred Lines Fyrirsætan Emily Ratajkowski segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Í nýrri bók segir hún Thicke hafa gripið um ber brjóst hennar. 3.10.2021 11:50 Vill koma fleiri nauðgurum bakvið lás og slá Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að dómskerfi landsins hefði ekki reynst fórnarlömbum nauðgana vel. Johnson hét því að gera endurbætur svo fleiri nauðgarar enduðu bakvið lás og slá. 3.10.2021 11:07 Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. 3.10.2021 11:01 Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3.10.2021 10:30 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3.10.2021 10:17 Segir frá hringferð um hnöttinn, ræða kosningar, KSÍ og vinnumarkaðinn Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi dagsins. Meðal ananrs verður rætt við verkefni á vinnumarkaði, kosningarnar, KSÍ og fleira. 3.10.2021 09:31 „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3.10.2021 09:02 Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. 3.10.2021 09:01 Ljósastaurar í Breiðholti fengu að finna fyrir því Lögreglumenn sem voru við eftirlit í Breiðholti í gærkvöldi urðu vitni að því þegar ökumaður ók á ljósastaur. 3.10.2021 07:51 Gekk um miðbæinn með hníf í hendi Í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni sem gekk um miðborg Reykjavíkur með hníf í hendi. 3.10.2021 07:43 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3.10.2021 07:32 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2.10.2021 23:44 Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2.10.2021 22:24 Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2.10.2021 21:15 „Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2.10.2021 21:10 Lögregla hafði afskipti af vopnuðum manni við Kattakaffihúsið Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um mann vopnaðan hnífi í Bergstaðastræti, nánar tiltekið fyrir utan Kattakaffihúsið í Bergstaðastræti 10. 2.10.2021 20:39 Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum. 2.10.2021 20:10 Hermenn fengnir til að flytja eldsneyti Ríkisstjórn Bretlands kallaði í dag út herlið til að tryggja dreifingu eldsneytis um landið. Bensíndælur víðsvegar um Bretland hafa verið tómar síðustu daga og langar raðir hafa myndast við dælurnar. 2.10.2021 19:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö höldum við áfram að segja frá jarðskjálftahrinunni sem hefur nú staðið yfri síðan á mánudag. 2.10.2021 18:01 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2.10.2021 18:01 Umferð á Suðurlandsvegi komin í eðlilegt horf eftir bílslys Fyrr í dag urðu miklar tafir á umferð milli Selfoss og Hveragerðis vegna áreksturs tveggja bíla. Nú er búið að greiða úr teppunni að sögn Lögreglunar á Suðurlandi. 2.10.2021 17:21 Sjá næstu 50 fréttir
Enginn skóli á morgun: Stofnanir á Húsavík lokaðar vegna smita Skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík fellur niður á morgun og þriðjudag vegna kórónuveirusmita meðal nemenda og starfsfólks. Þá verður Stjórnsýsluhúsið í bænum einnig lokað á morgun vegna smits. 3.10.2021 23:24
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3.10.2021 22:55
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 3.10.2021 22:35
Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. 3.10.2021 21:39
Átta létust þegar einkaþota brotlenti í Mílanó Einkaþota brotlenti á skrifstofubyggingu í Mílanó á Ítalíu í dag með þeim afleiðingum að allir átta um borð létust. Byggingin var mannlaus þegar flugslysið varð og engan sakaði á jörðu niðri. 3.10.2021 20:58
Mörg hundruð kýr í sumarbústað Þeir sem eru svo heppnir að hafa komið inn í sumarbústað í Holtum í Rangárvallasýslu missa hökuna niður á bringu þegar inn er komið. Ástæðan er sú að bústaðurinn er fullur af gripum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt. 3.10.2021 20:05
Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3.10.2021 20:00
Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3.10.2021 19:33
Enn skelfur jörð við Keili Laust fyrir klukkan fimm í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,4 rétt rúmum kílómetra suðsuðvestur af Keili. 3.10.2021 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá óveðrinu sem hefur geisað á norðvestanverðu landinu síðasta sólahringinn og heyrum í björgunarfólki á staðnum. 3.10.2021 18:00
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3.10.2021 17:46
Einn þekktasti auðjöfur Frakklands er dáinn Bernard Tapie, einn af þekktustu auðjöfrum Frakklands og fyrrverandi ráðherra, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og hafði barist við krabbamein undanfarin ár. 3.10.2021 17:05
Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3.10.2021 16:12
Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. 3.10.2021 15:07
„Það virðist hreinlega allt klikka í þessu máli“ Formaður Neytendasamtakanna segir of algengt að fólk standi uppi með mikið tjón vegna vanhæfni verktaka. Það sé þó óvenjulegt að eftirlit með verkefni fari líka úrskeiðis eins og gerðist í tugmilljóna nýframkvæmd í fjölbýli í Breiðholti. 3.10.2021 14:31
Hraðpróf á Hlíð neikvæð Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar. 3.10.2021 14:06
Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. 3.10.2021 14:02
Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3.10.2021 13:34
31 greindist smitaður í gær Ekki greindust jafn margir smitaðir af Covid-19 í gær og í fyrradag. Hins vegar þarf að taka mið af því að um helgar fara færri í sýnatöku. 3.10.2021 12:40
Tíundi skjálftinn yfir þrír að stærð reið yfir í hádeginu Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð suðsuðvestur af Keili klukkan 12.18 í dag. Þetta er tíundi skjálftinn yfir þremur stigum frá því að jarðskjálftahrinan á svæðinu hófst þann 27. september. 3.10.2021 12:38
Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. 3.10.2021 12:31
Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. 3.10.2021 12:16
Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. 3.10.2021 12:13
Föt karlmanns fundust við Elliðaá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána. 3.10.2021 12:02
Segir Thicke hafa káfað á sér við tökur myndbands Blurred Lines Fyrirsætan Emily Ratajkowski segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Í nýrri bók segir hún Thicke hafa gripið um ber brjóst hennar. 3.10.2021 11:50
Vill koma fleiri nauðgurum bakvið lás og slá Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að dómskerfi landsins hefði ekki reynst fórnarlömbum nauðgana vel. Johnson hét því að gera endurbætur svo fleiri nauðgarar enduðu bakvið lás og slá. 3.10.2021 11:07
Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. 3.10.2021 11:01
Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3.10.2021 10:30
124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3.10.2021 10:17
Segir frá hringferð um hnöttinn, ræða kosningar, KSÍ og vinnumarkaðinn Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi dagsins. Meðal ananrs verður rætt við verkefni á vinnumarkaði, kosningarnar, KSÍ og fleira. 3.10.2021 09:31
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3.10.2021 09:02
Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. 3.10.2021 09:01
Ljósastaurar í Breiðholti fengu að finna fyrir því Lögreglumenn sem voru við eftirlit í Breiðholti í gærkvöldi urðu vitni að því þegar ökumaður ók á ljósastaur. 3.10.2021 07:51
Gekk um miðbæinn með hníf í hendi Í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni sem gekk um miðborg Reykjavíkur með hníf í hendi. 3.10.2021 07:43
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3.10.2021 07:32
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2.10.2021 23:44
Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2.10.2021 22:24
Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2.10.2021 21:15
„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2.10.2021 21:10
Lögregla hafði afskipti af vopnuðum manni við Kattakaffihúsið Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um mann vopnaðan hnífi í Bergstaðastræti, nánar tiltekið fyrir utan Kattakaffihúsið í Bergstaðastræti 10. 2.10.2021 20:39
Nýr og glæsilegur göngustígur í Vestmannaeyjum Mikil ánægja er með nýjan göngustíg í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, sem unninn var í sjálfboðavinnu. Í stígnum eru 153 tröppur og þar efst uppi er hægt að fylgjast með lundanum og kindum. 2.10.2021 20:10
Hermenn fengnir til að flytja eldsneyti Ríkisstjórn Bretlands kallaði í dag út herlið til að tryggja dreifingu eldsneytis um landið. Bensíndælur víðsvegar um Bretland hafa verið tómar síðustu daga og langar raðir hafa myndast við dælurnar. 2.10.2021 19:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö höldum við áfram að segja frá jarðskjálftahrinunni sem hefur nú staðið yfri síðan á mánudag. 2.10.2021 18:01
Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2.10.2021 18:01
Umferð á Suðurlandsvegi komin í eðlilegt horf eftir bílslys Fyrr í dag urðu miklar tafir á umferð milli Selfoss og Hveragerðis vegna áreksturs tveggja bíla. Nú er búið að greiða úr teppunni að sögn Lögreglunar á Suðurlandi. 2.10.2021 17:21