Fleiri fréttir

Ekkert ferða­veður í kvöld

Gul viðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu síðdegis í dag. Búast má við hvössum vindum og mikilli úrkomu í þessari fyrstu haustlægð og fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum utanhúss áður en veðrið skellur á af fullum krafti. 

FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna.

Fólk hvatt til að huga að lausamunum

Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn.

Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki.

Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München

Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári.

Hanna Björg fer í framboð

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.

Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn

Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum.

Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina

Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttast er að riða hafi náð að breiðast út í Skagafirði. Riðuveiki greindist á bænum Syðra-Skörðugili í gær og þarf að skera allt féð niður. 

Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé

Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. 

Hraun­kvika rennur á ný í Geldinga­dölum

Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju.

31 greindist smitaður

31 greindist smitaður af Covid-19 hér á landi í gær. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. Nítján þeirra sem greindust voru óbólusettir og rúmur helmingur var í sóttkví.

Al­þjóða­kerfið eftir 11. septem­ber 2001: Banda­ríkin grófu undan eigin stöðu með við­brögðunum

Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða.

Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu

Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu.

Lögðu mat á stefnu flokkanna í mál­efnum há­lendisins

Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós.

Óbólusettir ellefu sinnum líklegri til að deyja

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir óbólusetta vera ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna Covid-19 en þeir sem hafa verið bólusettir. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum sem stofnunin opinberaði í gær og sýna að bóluefnin draga verulega úr alvarlegum veikindum og koma í veg fyrir dauðsföll.

Reyndi að stinga af á bíl og tveimur jafnfljótum

Lögregluþjónar veittu ökumanni sem neitaði að stöðva bíl sinn eftirför í nótt. Upprunalega var reynt að stöðva manninn í Kópavogi en hann stöðvaði þó skömmu síðar. Þá reyndi hann að flýja hlaupandi en var stöðvaður og handtekinn.

20 ár frá 11. septem­ber 2001: Dagurinn sem allt breyttist

Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001.

Jón Sigurðsson látinn

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri.

Kona hætt komin í bruna við Týsgötu

Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni.

„Þú gleymir aldrei“

Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna.

Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun

Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag.

Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú.

Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti

Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag.

Hlaup hafið í Vestari-Jökuls­á í Skaga­firði

Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð.

Sjá næstu 50 fréttir