Fleiri fréttir

Hiti að fimm­tán stigum og hlýjast norð­austan­til

Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og er hún á hægri norðausturleið yfir landið. Víða má reikna með rigningu í fyrstu en þegar að lægðin nálgast, og skilin ganga yfir, breytist úrkoman í skúrir.

Biden hittir Johnson, drottninguna og Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur til Evrópu í sína fyrstu opinberu heimsókn eftir að hann tók við forsetaembættinu. Hann kom til London í gærkvöldi og hittir Boris Johnson forsætisráðherra í dag.

Með gjallarhorn í miðbænum

Lögregla var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna einstalings sem var að ónáða aðra hrópandi í gjallarhorn í miðbænum. Viðkomandi reyndist vera í annarlegu ástandi en lét af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu.

Sam­tök Naval­nís lýst ó­lög­leg öfga­sam­tök

Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september.

Ís­lendingur vann tæplega 1,3 milljarða

Íslenskur þátttakandi í Vikinglottó vann í kvöld langhæsta vinning sem komið hefur til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna

Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands.

Sjónar­spilið verður sí­fellt minna

Sjónarspilið við gos­stöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þor­valdar Þórðar­sonar, prófessors hjá Jarð­vísinda­stofnun. Hann segist hafa það á til­finningunni að gosið eigi eftir að halda á­fram í nokkur ár en hraun myndi þá ó­hjá­kvæmi­lega renna yfir Suður­stranda­rveg.

Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur

Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti.

Kölluðu eftir fleira fólki í bólu­setningu undir lok dags

Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá karlmanni á sjötugsaldri sem lögreglan handtók eftir að hann setti sig í samband fimm ólögráða stúlkur og klæmdist við þær og reyndi að mæla sér mót við þær. Eftir að honum var sleppt hélt hann uppteknum hætti.

Hættir á skrif­­stofu borgar­­stjóra vegna Vig­­dísar

Helga Björg Ragnars­dóttir, fyrrum skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borgar­stjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu á­reiti og of­sóknum af hálfu borgar­full­trúa Mið­flokksins, Vig­dísar Hauks­dóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu.

Brenna inni með bunka af málum

Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð.

Lýsa Or­tega sem ein­ræðis­herra eftir hand­tökur á and­stæðingum

Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald.

Níu látnir þegar hús hrundi í Suður-Kóreu

Níu manns hið minnsta eru látnir og óttast er um líf átta til viðbótar eftir að fimm hæða hús sem verið var að rífa, féll saman og hrundi í suðurkóreska bænum Gwangju í morgun.

Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. 

Gæti glitt í sól­myrkvann á milli rigningar­skýjanna

Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar

Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um hina gríðarmiklu ásókn í seinni sprautu með Astra Zeneca en röðin fyrir utan Laugardalshöllina hefur aldrei verið eins mikil og það sem af er morgni.

Samtök Navalní líklega bönnuð í dag

Búist er við því að dómstóll í Moskvu fallist á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, ólögleg öfgasamtök í dag. Félagar í samtökunum gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma auk þess sem þeim yrði bannað að bjóða sig fram í kosningum í haust með nýjum lögum.

Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar.

Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta

Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn.

Skiptast á skin og skúrir næstu daga

Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa.

Breskir tón­listar­menn æra­st ekki af fögnuði yfir auknu að­gengi að Ís­landi

Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Sjá næstu 50 fréttir