Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á risastórum barnaníðshring Þrír hafa verið handteknir í Þýskalandi og einn í Paragvæ í tengslum við rannsókn lögrelgu á einum stærsta barnaníðshring sem starfræktur hefur verið á netinu. Um er að ræða samfélag á djúpvefnum (e. dark net) sem ber heitið Boystown. 3.5.2021 11:09 Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Kraganum Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 8. maí. Kosið verður um fimm efstu sætin. 3.5.2021 11:08 Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. 3.5.2021 10:57 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 3.5.2021 10:48 Þrír fórust þegar smyglbát hvolfdi við strendur San Diego Þrír fórust og tugir slösuðust þegar bátur hvolfdi og strandaði við strendur San Diego í Bandaríkjunum í morgun. Talið er að báturinn hafi verið notaður til að smygla farþegum til Bandaríkjanna. 3.5.2021 10:43 Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3.5.2021 10:42 Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3.5.2021 09:59 UNICEF frumsýnir fræðslumynd um bólusetningar Saga bólusetninga er rakin á barnvænlegan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum í nýrri fræðslumynd UNICEF. 3.5.2021 09:24 Um 30 prósent jarðarbúa neikvæð gagnvart bólusetningu árið 2020 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup-könnunar segjast 68 prósent jarðarbúa munu þiggja bólusetningu vegna Covid-19 ef hún býðst ókeypis en 29 prósent segjast ekki munu láta bólusetja sig. Þrjú prósent eru óákveðin. 3.5.2021 09:08 Segir útlitið gott en minnir á að veiran þarna enn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir helgina hafa verið nokkuð góða varðandi fjölda smitaðra hér á landi. Enn eigi eftir að gera helgina betur upp, fínpússa og skoða betur þessar tölur. 3.5.2021 08:41 Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). 3.5.2021 08:32 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3.5.2021 08:01 Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis. 3.5.2021 07:38 Kalt loft sem veldur næturfrosti um mest allt land Kalt loft liggur yfir landinu sem veldur næturfrosti um mest allt land. Vindur verður hins vegar almennt hægur og víða léttskýjað. 3.5.2021 07:23 Sex þúsund einstaklingar fullbólusettir með bóluefninu frá Janssen Framundan er önnur stór vika í bólusetningum gegn Covid-19 og verður bólusett með þremur bóluefnum; frá Pfizer, Janssen og Moderna. 3.5.2021 07:22 Tveir snarpir skjálftar vestur af Kleifarvatni í nótt Tveir snarpir jarðskjálftar sem fundust vel á höfuðborgarsvæðinu riðu yfir vestur af Kleifarvatni í nótt. 3.5.2021 07:16 Kia með flestar nýskráningar í apríl Flestar nýskráningar ökutækja í apríl voru vegna ökutækja af Kia gerð eða 149. Toyota car í öðru sæti með 117 og Volkswagen með 69. 3.5.2021 07:01 „Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar. 3.5.2021 07:01 Krefjast kyrrsetningar eigna eiganda hússins við Bræðraborgarstíg Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg hefur krafist þess að eignir eiganda hússins verði kyrrsettar til tryggingar fullnustu bótakrafna umbjóðenda sinna. 3.5.2021 06:48 Umferðarslys vegna blindandi sólarljóss og tillitslausrar gæsar Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið í gærkvöldi eftir að hann lenti aftan á bifreið sem snögghemlaði þegar gæs gekk yfir götu í Seljahverfi. 3.5.2021 06:33 Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. 2.5.2021 23:00 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2.5.2021 21:08 Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi. 2.5.2021 20:05 Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2.5.2021 20:01 „Það gæti orðið bras að eiga við þetta“ Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um reyk við Búrfellsgjá nærri Heiðmörk á sjöunda tímanum í kvöld. 2.5.2021 19:38 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2.5.2021 19:00 Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2.5.2021 18:28 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fylgjumst við með nýjum vendingum á gosstöðvunum í Geldingadölum. Gríðarháar hrauntungur hafa komið upp úr virkum gíg sem sjást alla leið til Reykjavíkur. Fólki var vísað frá í dag vegna gjósku og gasmengunar. 2.5.2021 18:00 Rýma svæðið næst gosstöðvunum vegna gasmengunar og gjóskufalls Björgunarsveitir sem standa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum hafa hafist handa við að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum, bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. 2.5.2021 16:20 „Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. 2.5.2021 15:08 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2.5.2021 14:40 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2.5.2021 14:24 Fyrstu konurnar komnar aftur niður eftur sögulega ferð á hæsta tind landsins Fyrsti hópur kvennanna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt er kominn aftur niður. Hópurinn náði toppnum í morgun og var kominn aftur niður af jöklinum nú fyrir stundu. 2.5.2021 13:37 Endurmeta stærð hættusvæðis: Óvíst hvað veldur auknum hita og gróðurbruna Gríðarlegur hiti er nú við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu en óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Í ljósi breyttrar virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. 2.5.2021 13:18 Ókeypis tíðavörur í Skagafirði Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti. 2.5.2021 13:05 Bólusettu túristarnir eru lentir Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. 2.5.2021 12:33 Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2.5.2021 11:52 Hádegisfréttir Bylgjunnar Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti og veldur þrýstingsbreyting því að virknin slekkur á sér og rýkur síðan upp með stórum kvikustrókum. 2.5.2021 11:34 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2.5.2021 11:14 Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kvikustrókum Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. 2.5.2021 10:13 Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 2.5.2021 10:07 Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“ Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. 2.5.2021 09:47 Sprengisandur á Bylgjunni Sprengisandur er á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan 10 til 12 í dag. 2.5.2021 09:40 Vonast til að setja nýtt lyf við Covid-19 á markað fyrir lok árs Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, er bjartsýnn á að nýtt lyf við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum verði komið á markað fyrir lok ársins. Lyfið, sem enn er á tilraunastigi, er í töfluformi og yrði notað þegar fyrstu einkenni gera vart við sig. 2.5.2021 09:09 Svalt og rólegt næstu daga Búist er við norðlægri átt í dag, 3 til 10 metrar á sekúndu, og léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Það léttir norðvestanlands með morgninum en verður skýjað að mestu um landið norðaustan- og austanvert og sums staðar dálítil él. 2.5.2021 07:51 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á risastórum barnaníðshring Þrír hafa verið handteknir í Þýskalandi og einn í Paragvæ í tengslum við rannsókn lögrelgu á einum stærsta barnaníðshring sem starfræktur hefur verið á netinu. Um er að ræða samfélag á djúpvefnum (e. dark net) sem ber heitið Boystown. 3.5.2021 11:09
Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Kraganum Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 8. maí. Kosið verður um fimm efstu sætin. 3.5.2021 11:08
Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. 3.5.2021 10:57
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 3.5.2021 10:48
Þrír fórust þegar smyglbát hvolfdi við strendur San Diego Þrír fórust og tugir slösuðust þegar bátur hvolfdi og strandaði við strendur San Diego í Bandaríkjunum í morgun. Talið er að báturinn hafi verið notaður til að smygla farþegum til Bandaríkjanna. 3.5.2021 10:43
Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3.5.2021 10:42
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3.5.2021 09:59
UNICEF frumsýnir fræðslumynd um bólusetningar Saga bólusetninga er rakin á barnvænlegan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum í nýrri fræðslumynd UNICEF. 3.5.2021 09:24
Um 30 prósent jarðarbúa neikvæð gagnvart bólusetningu árið 2020 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup-könnunar segjast 68 prósent jarðarbúa munu þiggja bólusetningu vegna Covid-19 ef hún býðst ókeypis en 29 prósent segjast ekki munu láta bólusetja sig. Þrjú prósent eru óákveðin. 3.5.2021 09:08
Segir útlitið gott en minnir á að veiran þarna enn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir helgina hafa verið nokkuð góða varðandi fjölda smitaðra hér á landi. Enn eigi eftir að gera helgina betur upp, fínpússa og skoða betur þessar tölur. 3.5.2021 08:41
Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). 3.5.2021 08:32
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3.5.2021 08:01
Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis. 3.5.2021 07:38
Kalt loft sem veldur næturfrosti um mest allt land Kalt loft liggur yfir landinu sem veldur næturfrosti um mest allt land. Vindur verður hins vegar almennt hægur og víða léttskýjað. 3.5.2021 07:23
Sex þúsund einstaklingar fullbólusettir með bóluefninu frá Janssen Framundan er önnur stór vika í bólusetningum gegn Covid-19 og verður bólusett með þremur bóluefnum; frá Pfizer, Janssen og Moderna. 3.5.2021 07:22
Tveir snarpir skjálftar vestur af Kleifarvatni í nótt Tveir snarpir jarðskjálftar sem fundust vel á höfuðborgarsvæðinu riðu yfir vestur af Kleifarvatni í nótt. 3.5.2021 07:16
Kia með flestar nýskráningar í apríl Flestar nýskráningar ökutækja í apríl voru vegna ökutækja af Kia gerð eða 149. Toyota car í öðru sæti með 117 og Volkswagen með 69. 3.5.2021 07:01
„Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar. 3.5.2021 07:01
Krefjast kyrrsetningar eigna eiganda hússins við Bræðraborgarstíg Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg hefur krafist þess að eignir eiganda hússins verði kyrrsettar til tryggingar fullnustu bótakrafna umbjóðenda sinna. 3.5.2021 06:48
Umferðarslys vegna blindandi sólarljóss og tillitslausrar gæsar Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið í gærkvöldi eftir að hann lenti aftan á bifreið sem snögghemlaði þegar gæs gekk yfir götu í Seljahverfi. 3.5.2021 06:33
Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. 2.5.2021 23:00
Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2.5.2021 21:08
Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi. 2.5.2021 20:05
Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. 2.5.2021 20:01
„Það gæti orðið bras að eiga við þetta“ Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um reyk við Búrfellsgjá nærri Heiðmörk á sjöunda tímanum í kvöld. 2.5.2021 19:38
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2.5.2021 19:00
Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2.5.2021 18:28
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fylgjumst við með nýjum vendingum á gosstöðvunum í Geldingadölum. Gríðarháar hrauntungur hafa komið upp úr virkum gíg sem sjást alla leið til Reykjavíkur. Fólki var vísað frá í dag vegna gjósku og gasmengunar. 2.5.2021 18:00
Rýma svæðið næst gosstöðvunum vegna gasmengunar og gjóskufalls Björgunarsveitir sem standa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum hafa hafist handa við að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum, bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. 2.5.2021 16:20
„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. 2.5.2021 15:08
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2.5.2021 14:40
Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2.5.2021 14:24
Fyrstu konurnar komnar aftur niður eftur sögulega ferð á hæsta tind landsins Fyrsti hópur kvennanna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt er kominn aftur niður. Hópurinn náði toppnum í morgun og var kominn aftur niður af jöklinum nú fyrir stundu. 2.5.2021 13:37
Endurmeta stærð hættusvæðis: Óvíst hvað veldur auknum hita og gróðurbruna Gríðarlegur hiti er nú við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu en óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Í ljósi breyttrar virkni er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. 2.5.2021 13:18
Ókeypis tíðavörur í Skagafirði Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti. 2.5.2021 13:05
Bólusettu túristarnir eru lentir Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. 2.5.2021 12:33
Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 2.5.2021 11:52
Hádegisfréttir Bylgjunnar Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti og veldur þrýstingsbreyting því að virknin slekkur á sér og rýkur síðan upp með stórum kvikustrókum. 2.5.2021 11:34
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2.5.2021 11:14
Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kvikustrókum Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. 2.5.2021 10:13
Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 2.5.2021 10:07
Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“ Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. 2.5.2021 09:47
Sprengisandur á Bylgjunni Sprengisandur er á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan 10 til 12 í dag. 2.5.2021 09:40
Vonast til að setja nýtt lyf við Covid-19 á markað fyrir lok árs Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, er bjartsýnn á að nýtt lyf við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum verði komið á markað fyrir lok ársins. Lyfið, sem enn er á tilraunastigi, er í töfluformi og yrði notað þegar fyrstu einkenni gera vart við sig. 2.5.2021 09:09
Svalt og rólegt næstu daga Búist er við norðlægri átt í dag, 3 til 10 metrar á sekúndu, og léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Það léttir norðvestanlands með morgninum en verður skýjað að mestu um landið norðaustan- og austanvert og sums staðar dálítil él. 2.5.2021 07:51