Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tugir bíða endurhæfingar.

Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp

Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott.

Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra.

Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli

Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu.

Drottningin mætt aftur til starfa

Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni.

Maðurinn sem lögregla leitaði gaf sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 4441000.

Í al­var­legu á­standi eftir að úr­skurðurinn var kveðinn upp

Uhunoma Osayomore, 21 árs hælisleitandi frá Nígeríu, fékk gríðarlegt áfall þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti brottvísun hans úr landi á föstudag. Vinir Uhunoma segja frá því í pistli í dag að hann hafi verið lagður inn á bráðageðdeild eftir að hann fékk fréttirnar og andlegri heilsu hans hrakað mjög.

Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum

Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni.

Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn

Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik.

Lands­menn eigi að ferðast í svefn­her­berginu í sumar

Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar.

Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð

Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar.

Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Czas na zmianę opon

Od 15 kwietnia używanie opon z kolcami jest na Islandii zabronione.

Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina

Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna.

Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að senda Evrópusambandinu 50 milljónir fleiri skammta af bóluefni fyrirtækjanna á þessum ársfjórðungi en áður stóð til. Það er til viðbótar við þá 200 milljónir skammta sem ESB býst við að fá fyrir lok júnímánaðar.

Hald lagt á vel á annað hundrað kíló af kanna­bis­efnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið stöðvað kannabisræktanir á fjórum stöðum í umdæminu og lagt hald á mikið magn kannabisefna, eða vel á annað hundrað kíló. Nokkrir hafa verið handteknir og hefur einn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð

Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir.

Milljónir kvenna ráða ekki yfir eigin líkama

„Sú staðreynd að tæpur helmingur kvenna geti ekki enn tekið eigið ákvarðanir um það hvort stunda eigi kynlíf, nota getnaðarvarnir eða leita til heilsugæslu, ætti að hneyksla okkur öll,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA.

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu.

Smit í Öldu­túns­skóla í fimmta sinn

Nemandi í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði greindist með kórónuveiruna í gær. Hátt í þrjátíu nemendur í 5. bekk skólans og þrír starfsmenn þurfa í sóttkví. Þetta er í fimmta sinn sem smit kemur upp í skólanum frá því faraldurinn hófst.

Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi

Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið.

Fyrstu þyrlu­flug­ferðinni seinkar vegna hug­búnaðar­upp­færslu

Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar.

Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali

Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf.

ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þurfi að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra sem eru ekki ætlaðar til manneldis. Tilmælin koma fram í uppfærðri landsskýrslu um árangur Íslands er varðar öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilsu og dýravelferð.

Á­fram mót­mælt á götum Minnea­polis

Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar.

Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur

Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku.

Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax

Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða.

Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag

Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið.

Rolls-Royce átti besta ársfjórðung sögunnar

Rolls-Royce hefur aldrei selt fleiri bíla á einum ársfjórðungi eins og þeim fyrsta á þessu ári. Rolls-Royce afhenti 1380 bíla á fyrsta ársfjórðungi. Fyrirtækið hefur aldrei afhent fleiri bíla í einum ársfjórðungi í 116 ára sögu framleiðandans.

Fimm milljónir urðu tuttugu og fimm

Einn vann hæsta vinning í Aðalútdrætti í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í kvöld. Hæsti vinningur var fimm milljónir en viðkomandi átti svokallaðan „trompmiða“ og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin.

Ógnaði starfs­fólki Domino's þegar hann fékk ekki að borga með reiðu­fé

Lögregla var kölluð að útibúi Domino‘s í Skúlagötu í kvöld þegar óánægður viðskiptavinur ógnaði starfsfólki staðarins. Var sá ósáttur við að fá ekki að greiða fyrir pöntun sína með reiðufé en skyndibitakeðjan hefur ekki tekið við peningum af sóttvarnaástæðum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Sjá næstu 50 fréttir