Milljónir kvenna ráða ekki yfir eigin líkama Heimsljós 14. apríl 2021 11:24 Myndskreyting úr skýrslu UNFPA. UNFPA „Sú staðreynd að tæpur helmingur kvenna geti ekki enn tekið eigið ákvarðanir um það hvort stunda eigi kynlíf, nota getnaðarvarnir eða leita til heilsugæslu, ætti að hneyksla okkur öll,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA. Því sem næst helmingur kvenna í 57 ríkjum hefur ekki vald til þess að taka ákvarðanir um eigin heilsu, getnaðarvarnir eða kynlíf, segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út í dag. Samkvæmt skýrslunni hefur staða kvenna að þessu leyti versnað á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Aldrei hafa jafn margar konur staðið frammi fyrir ógn af kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum eins og snemmbúnu hjónabandi. Skýrslan er gefin út af Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og kemur út árlega undir heitinu „State of World Population“ og hefur í ár yfirskriftina: My Body is My Own (Ég á minn eigin líkama). „Sú staðreynd að tæpur helmingur kvenna geti ekki enn tekið eigið ákvarðanir um það hvort stunda eigi kynlíf, nota getnaðarvarnir eða leita til heilsugæslu, ætti að hneyksla okkur öll,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA. „Í raun stjórna hundruð milljóna kvenna og stúlkna ekki eigin líkama. Líf þeirra stjórnast af öðrum.“ Natalia segir brotið á grundvallar mannréttindum kvenna og stúlkna og sé til marks um ójöfnuð og ofbeldi sem stafi af kynjamismunun. „Þetta er ekkert minna en tortíming andans og verður að stöðva,“ segir hún. Fram kemur í skýrslunni að í tuttugu þjóðríkjum séu í gildi lög sem gefa nauðgara tækifæri að komast hjá refsingu með því að kvænast konunni eða stúlkunni sem hann nauðgaði. Í 43 ríkjum sé ekki að finna löggjöf sem verndar konur í hjónabandi frá því að vera nauðgað af eiginmanni. Þá eru nefnd dæmi um skilyrði fyrir nauðgunarákæru að viðkomandi kona fari í svokallað meydómspróf. Að mati framkvæmdastjóra UNFPA þarf að virkja karlmenn sem bandamenn í baráttunni fyrir því að uppræta ójöfnuð kynjanna. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein af áherslustofnunum utanríkisráðuneytisins í fjölþjóða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Innlent
Því sem næst helmingur kvenna í 57 ríkjum hefur ekki vald til þess að taka ákvarðanir um eigin heilsu, getnaðarvarnir eða kynlíf, segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út í dag. Samkvæmt skýrslunni hefur staða kvenna að þessu leyti versnað á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Aldrei hafa jafn margar konur staðið frammi fyrir ógn af kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum eins og snemmbúnu hjónabandi. Skýrslan er gefin út af Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og kemur út árlega undir heitinu „State of World Population“ og hefur í ár yfirskriftina: My Body is My Own (Ég á minn eigin líkama). „Sú staðreynd að tæpur helmingur kvenna geti ekki enn tekið eigið ákvarðanir um það hvort stunda eigi kynlíf, nota getnaðarvarnir eða leita til heilsugæslu, ætti að hneyksla okkur öll,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA. „Í raun stjórna hundruð milljóna kvenna og stúlkna ekki eigin líkama. Líf þeirra stjórnast af öðrum.“ Natalia segir brotið á grundvallar mannréttindum kvenna og stúlkna og sé til marks um ójöfnuð og ofbeldi sem stafi af kynjamismunun. „Þetta er ekkert minna en tortíming andans og verður að stöðva,“ segir hún. Fram kemur í skýrslunni að í tuttugu þjóðríkjum séu í gildi lög sem gefa nauðgara tækifæri að komast hjá refsingu með því að kvænast konunni eða stúlkunni sem hann nauðgaði. Í 43 ríkjum sé ekki að finna löggjöf sem verndar konur í hjónabandi frá því að vera nauðgað af eiginmanni. Þá eru nefnd dæmi um skilyrði fyrir nauðgunarákæru að viðkomandi kona fari í svokallað meydómspróf. Að mati framkvæmdastjóra UNFPA þarf að virkja karlmenn sem bandamenn í baráttunni fyrir því að uppræta ójöfnuð kynjanna. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein af áherslustofnunum utanríkisráðuneytisins í fjölþjóða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Innlent