Fleiri fréttir

Ofan í auga gígsins

Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal.

Björguðu skipverjum á smábát sem var farinn að leka

Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út á hæsta forgangi til aðstoðar við smábát hvers áhöfn varð vör við leka um borð. Báturinn var staddur rétt utan við höfnina á Rifi. Björgunaraðgerðir gengu vel og skjótt fyrir sig.

Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“

Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið.

Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað

Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat.

Sjö mánaða viðbótarrefsing fyrir ofsaakstur með hörmulegum afleiðingum

Karlmaður á þrítugsaldri var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið valdur að alvarlegu slysi á Sandgerðisvegi laugardaginn 18. janúar í fyrra. Karlmaðurinn játaði brot sitt en kona á fimmtugsaldri slasaðist lífshættulega í slysinu og er enn að jafna sig á afleiðingunum.

Gunnar Örn nýr lögreglustjóri á Vesturlandi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi.

Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm

Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af.

Þjóðverjar skella í lás yfir páskana

Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Við tökum stöðuna á kórónuveirufaraldrinum í hádegisfréttum okkar en jákvæðar fregnir bárust í morgun þegar í ljós kom að eitt smit hafði greinst í gær þrátt fyrir að blikur væru á lofti og var sá í sóttkví.

Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu.

Rúmlega 400 manns í sóttkví

Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is.

Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu

Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu.

Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið

Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið.

Löng bílaröð á slóðum gossins

Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall.

Milljarður á ári auka­lega til að ná hertum lofts­lags­mark­miðum

Ríkisstjórnin segist ætla að verja einum milljarði króna aukalega ári í framlög til loftslagsmála næstu tíu árin til þess að mæta hertum markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Til stendur að herða aðgerðirnar í landnotkun, landbúnaði og samgöngum.

Ætti að vera í lagi að fara að gos­stöðvunum fyrri part dags

Eins og veðurspáin er núna þá ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri partinn í dag en ekki er mælt með því að fólk sé mikið á ferðinni seinni partinn í dag, það er eftir klukkan fjögur, eða þá að leggja af stað seinni partinn að svæðinu vegna hættu á gasmengun.

Birta hita­mynd af sólar­hrings­gömlu gosi

Veðurstofa Íslands birtir á Facebook-síðu sinni í morgun hitamynd af eldgosinu í Geldingadal sem tekin var rúmum sólarhring eftir að það hófst, það er á laugardagskvöldið 20. mars klukkan 22:38.

Fjórðu kosningarnar á tveimur árum

Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú.

Hægur vindur og dálítil él

Suðvestanáttin er að ganga niður á landinu og í eftirmiðdaginn verður yfirleitt fremur hægur vindur og dálítil él en þurrt austanlands.

Gunnar vill leiða lista Sam­fylkingarinnar

Gunnar Tryggvason, verkfræðingur sem starfar hjá Faxaflóahöfnum, hefur gefið kost á sér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara í september.

Kynnti lang­tíma­á­ætlun um til­slakanir næstu tvo mánuði

Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði.

Dæmdir í fangelsi vegna bíl­stuldar og líkams­á­rásar í Sælings­dal

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á föstudag tvo menn í fangelsi fyrir að hafa stolið bifreið í Reykhólasveit á síðasta ári. Annar mannanna, sem hafði verið sviptur ökuréttindum, ók bifreiðinni undir áhrifum áfengis og amfetamíns og valt hún þegar förinni var heitið suður Vestfjarðarveg við Klofningsveg.

Sjá næstu 50 fréttir