Fleiri fréttir

Að­stoðuðu á annað hundrað manns í gær­kvöldi og í nótt

Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík.

Ný af­brigði á­hyggju­efni fyrir sam­fé­lagið

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum.

Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun

Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samfélagssmit er komið upp á landinu og hyggst sóttvarnalæknir leggja til harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands og á landamærum. Fjallað verður um smit helgarinnar og mikinn fjölda sem er kominn í sóttkví vegna þeirra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu

Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul.

Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna

Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var.

Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið

Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal.

Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað

Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu.

Jóhann Gunnar tekur við af Þórunni í tvo mánuði

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur gert samkomulag við stjórn BHM um starfslok sín en tilkynnt var í febrúar að hún myndi ekki bjóða sig fram á næsta aðalfundi.

Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær

Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans.

Mikill eldsvoði í flóttamannabúðum róhingja

Þúsundir róhingja eiga nú engan stað til að halla höfði sínu vegna mikil eldsvoða sem blossaði upp í flóttamannabúðum þeirraí sunnanverðu Bangladess í dag. Hundruð tjalda hafa orðið eldinum að bráð og er óttast að fólk hafi farist.

Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg

Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg.

Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini

Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið.

Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja

Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon.

Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið

Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns.

AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum

Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið.

Forsetaframbjóðandi lést úr Covid rétt eftir kosningar

Guy-Brice Parfait Kolelas, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og forsetaframbjóðandi í Vestur-Kongó, lést af völdum Covid-19 aðeins nokkrum klukkustundum eftir að kjörstöðum var lokað í gær. Kolelas var einn af sex mótframbjóðendum Denis Sassou Nguesso, sitjandi forseta.

Útgöngubann vegna glundroða á Miami-strönd

Borgaryfirvöld á Miami-strönd í Bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi og komu á útgöngubanni á kvöldin til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir að þúsundir skemmtanaglaðra ferðamanna í vorfríi söfnuðust saman í borginni um helgina. Lögregla notaði piparúða til að dreifa mannfjöldanum.

Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum

Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir.

Sjö greindust innan­lands síðustu þrjá sólar­hringa

Sjö greindust innan­lands síðustu þrjá sólar­hringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví.

Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.

Sjá næstu 50 fréttir