Fleiri fréttir

Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag.

Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi

Bandarískum herflota var í dag siglt inn í Suður-Kínahaf með því markmiðið að tryggja frjálsar ferðir þar um. Á sama tíma er mikil spenna á Taívansundi eftir að Kínverjar sendu fjölda orrustuþota og sprengjuflugvéla inn á loftvarnasvæði eyríkisins í gær og í dag.

Íbúar húsanna þriggja á Flateyri mega snúa heim

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á Flateyri en íbúum þriggja íbúðarhúsa var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Þeir mega því snúa heim. Sömuleiðis er talið óhætt að dvelja á hafnarsvæðinu og viðvörunarljósið þar verður slökkt.

Aðgerðum lokið við Kleifarvatn

Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn eftir að tilkynning barst um slys upp úr klukkan 12. Talið var að manneskja hefði farið í vatnið en síðar kom í ljós að ekki væri hætta á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Íslendingar sofa allt of lítið

„Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið.

Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag tökum við stöðuna á snjóflóðum sem fallið hafa á Vestfjörðum og norðanverðu landinu síðasta sólarhringinn. Óveður hefur geisað fyrir norðan undanfarna daga og vegum lokað. 

Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi.

Tveir greindust innan­lands en átta á landa­mærum

Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum.

Snjóflóð féll í Skagafirði

Snjóflóð féll ofan við bæinn Smiðsgerði í Skagafirði. Flóðið tók skúr sem stóð um 250 metrum ofan við bæinn. Ekki er vitað með vissu hvenær flóðið féll en talið er líklegt að það hafi fallið snemma í gær.

Ellefu bjargað úr námu í Kína

Ellefu námuverkamönnum var bjargað úr námu í Kína eftir að þeir höfðu verið fastir þar í tvær vikur. Einn er sagður hafa dáið og örlög tíu til viðbótar eru óljós. Göng sem verið var að grafa í nýrri gullnámu í Kína hrundu í sprengingu þann 10. janúar.

Sprengisandur á Bylgjunni: Ríkisstjórnin, veiran, Íslandsbanki og krabbamein

Það verður margt rætt í þjóðmælaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, um málefnagreining í ríkisstjórn og hvort hægt sé að flýta framkvæmdum í innviðum með þátttöku lífeyrissjóða.

Týr flutti sjúkling frá Siglufirði

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð til í gær vegna sjúkraflutnings frá Siglufirði. Hvorki var hægt að flytja sjúkling landleiðina né í sjúkraflugi vegna slæms veðurs og ófærðar.

Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi

Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku.

Éljagangur fyrir norðan og óvissa fyrir sunnan

Áfram verður éljagangur um landið norðanvert, þó dragi úr vindi í dag, sem á að vera norðaustan 8 til 15 m/s. Bjart verður með köflum á sunnanverðu landinu og frost víða 0 til 6 stig, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Tóku höndum saman og komu sjúkrabíl í gegnum mikla ófærð

Björgunarsveitarmenn frá Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavík auk snjómokstursmanna allt frá Þórshöfn til Akureyrar tóku á honum stóra sínum í gær þegar þeir komu sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyri í mjög vondu veðri og mikilli ófærð.

Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra.

Á­kærður fyrir morð­hótanir í garð þing­manns

Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti.

Varðskipið Þór heldur vestur á firði

Varðskipið Þór verður til taks í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið verður þar á meðan þurfa þykir.

Ræddi við Biden um næstu skref

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Segir löngu tíma­bært að af­nema refsi­stefnuna

Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna og vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga fremur en afbrotamenn. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir þetta skref í rétta átt enda sé löngu tímabært að afnema þá refsistefnu sem hafi ekki skilað árangri

Hrossin troða snjó upp að kvið

„Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“

Selfossveitur fengu stóran lottóvinning

Brosið af starfsmönnum Selfossveitna fer ekki af þeim þessa dagana því mikið af heitu vatni var að finnast eftir borun í Ósabotnum skammt frá Selfossi. Um er að ræða tuttugu lítra á sekúndu af níutíu og fimm gráðu heitu vatni.

Biður Kópa­vogs­bæ um að lag­færa verk­ferla

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur sent erindi til Kópavogsbæjar eftir fregnir af því að notandi svokallaðrar NPA-þjónustu hafi ekki fengið boð í bólusetningu líkt og til stóð. Hún segist vita að Kópavogsbær vilji tryggja fötluðu fólki jafnræði og vonast til að farið verði yfir verkferla.

Yfir tvö þúsund hand­tekin í mót­mælum í Rúss­landi

Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í beinni út­sendingu

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Flateyri vegna snjóflóðahættu og þrjú íbúðarhús verða rýmd. Kona sem var stödd á Öxnadalsheiði þegar snjóflóð féll á svæðið í gærkvöldi segist hissa á því að Vegagerðin skuli hafa sagt veginn færan. Við ræðum við hana og viðbragðsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti“

Dóttir Margrétar Örnu Arnardóttur sat með heilmikinn snjó í fanginu í aftursæti bíls þeirra sem varð fyrir snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Aðrir vegfarendur sem höfðu hafist handa við að moka snjóskafl á veginum stóðu í snjó upp að mitti og með snjó í eyrunum. Margrét Arna hrósar happi að ekki hafi farið verr en kveðst undrandi á því hversu margir Íslendingar hafi lagt af stað yfir heiðina á illa útbúnum bílum með engan búnað í bílnum. „Það var nú engum meint af sem betur fer,“ segir Margrét í samtali við Vísi.

Óttast að fleiri hafi gleymst við boðun í bólusetningu

Salóme Mist Kristjánsdóttir óttast að fleiri í hennar stöðu hafi lent í því að gleymast í kerfinu við boðun í bólusetningu gegn covid-19. Í gær fékk hópur fólks sem nýtir svokallaða NPA-þjónustu fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Salóme aftur á móti, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir og er notandi sambærilegrar þjónustu hjá Kópavogsbæ, fékk aftur á móti ekkert boð í bólusetningu.

John Snorri leggur af stað á toppinn

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað á K2 í dag og er stefnan sett á toppinn. John Snorri greinir frá því á Facebook í dag að hann stefni á að leggja af stað klukkan níu að kvöldi að staðartíma í Pakistan, eða núna klukkan fjögur að íslenskum tíma.

RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi

Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu.

Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi

Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar.

Telur enga á­stæðu til að hræðast kynningu Borisar

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum.

Sjá næstu 50 fréttir