Fleiri fréttir

Fengu ó­­vart fimm­faldan skammt bólu­efnis

Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum.

Af­lýsa ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta á Norður­landi

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra aflýst óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi. Óvissustigi var lýst yfir 20. júní síðastliðinn vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 kílómetrum norðaustan við Siglufjörð.

Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar

Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hádegisfréttatíminn í dag verður að mestu helgaður þeim tímamótum sem urðu í morgun þegar bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi.

„Ár prófrauna, harmleikja og tára“

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir kolefnisjafnvægi  fyrir árið 2050 helsta baráttumál samtakanna á næsta ári.

Höfða mál til að afhenda Lilju kirkju

Hofssókn á Hofsósi hefur skorað á alla þá sem telja sig vera eigendur eða eiga rétt til Hofskirkju að gefa sig fram, sem hluti af dómsmáli sem miðar að því að afhenda athafnakonunni Lilju Pálmadóttur kirkjuna.

Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum

Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun.

Svona var 149. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn mun vera sá 148. í röðinni en fundir hafa verið haldið með reglulegum hætti þetta ár sem senn er á enda.

Gaf Demókrötum gullið tækifæri

Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 

Frægt upp­töku­ver í Dan­mörku eyði­lagðist í bruna

Puk-upptökuverið fyrir utan Randers í Danmörku brann til kaldra kola í gær. Upptökuverið naut talsverðra vinsælda á sínum tíma þar sem alþjóðlegar stórstjörnur á borð við Elton John, Depeche Mode, George Michael, Gary Moore og Judas Priest tóku þar öll upp tónlist.

Snjókoma með köflum og allt að tólf stiga frost

Það verður breytileg átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu en norðvestan tíu til fimmtán austast á landinu. Þá verður snjókoma með köflum norðvestan- og vestanlands fram á kvöld en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum.

Úrval rafbíla frá Mercedes-Benz eykst

Mercedes-Benz ætlar sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu og áætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Þessi hröðun á rafbílaþróun hjá Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verða allir bílar kolefnislausir.

Svona er dag­skráin á sögu­legum bólu­setningar­degi

Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum.

Kærkomin afmælisgjöf að fá að snúa heim

Jóhann Stefánsson, íbúi á Seyðisfirði segir það kærkomna afmælisgjöf að hafa fengið að snúa aftur heim í dag. Jóhann fagnar sextugsafmæli í dag, sama dag og fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð eftir að rýmingu var aflétt að hluta.

Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur

Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

„Þetta er bara slysa­gildra“

Foreldrar í Kórahverfi í Kópavogi telja frágangi á svæði í kringum Kórinn, þar sem ung börn eru iðulega að leik, víða ábótavant. Opið holræsi á svæðinu sé til dæmis mikil slysagildra. Sex ára barn féll þrjá metra niður um loftræstistokk á svæðinu í sumar.

Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn

Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna.

Segist ekki hafa brotið sótt­varna­lög

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur.

40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag

Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn.

Systur á sveitabæ fá fólk til að brosa með gríni og glensi

Systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum með söng og spili klæddar upp í jólaföt. Þær segja að hafi þær fengið eina manneskju til að brosa af uppátækjum sínum þá hafi tilganginum verið náð og það heppnaðist svo sannarlega hjá þeim.

Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta

Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi.

Í fyrsta sinn frá upp­hafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi

Mjög mikil fjölgun þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni í Englandi veldur heilbrigðisyfirvöldum þar í landi vaxandi áhyggjum. Heilbrigðisstofnanir eiga æ erfiðara með að bregðast við fjölgun sjúklinga sem þurfa að leggjast inn. Í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins greindust yfir fjörutíu þúsund með covid-19 á einum degi í Bretlandi.

Ýmis „ó­ljósari“ at­riði skýrð í nýjum þjónustu­samningi við Ríkis­út­varpið

Nýr þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. Var undirritaður í dag. Meðal „lykilatriða“ í samningnum er „aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu“, auk þess sem ýmis „óljósari“ atriði eru skýrð, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“

Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir