Fleiri fréttir

Dæmd í tæplega sex ára fangelsi í Sádi-Arabíu

Aðgerðarsinni sem barðist fyrir rétti kvenna til að keyra í Sádi-Arabíu hefur verið dæmd í tæplega sex ára fangelsi. Loujain al-Hathloul var handtekin árið 2018 og hefur setið í fangelsi síðan. Var hún meðal annars sökuð um að starfa með aðilum sem eiga að vera óvinveittir konungsríkinu.

Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði

Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum.

Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Græddi ekkert og reitti alla til reiði

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði.

Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi

Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund.

Formenn þingflokka funda með Steingrími

Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Eldur í gistiheimili

Eldur kom upp á gistiheimili á Ránargötu í Vesturbæ Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í dag.

„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“

Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga.

Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum

Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið.

Ekki lengur óvissustig á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands aflýsir óvissustigi vegna skriðuhættu á Austurlandi.

Umdeildir ásatrúarmenn deila við bændur í Minnesota

Söfnuður bandarískra ásatrúarmanna deilir nú við fámennt samfélag bænda í Minnesota eftir að bæjaryfirvöld í Murdock samþykktu beiðni safnaðarins um að leyfa bænahald í gamalli kirkju sem söfnuðurinn hefur keypt þar. Kirkjan yrði eingöngu aðgengileg fyrir hvítt fólk af norður-evrópskum uppruna.

Eig­endurnir segja fjölda­tak­markanir í Ás­mundar­sal ekki hafa verið brotnar

Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir.

Þór sendur til að sækja vélarvana Lagarfoss

Varðskipinu Þór er nú siglt í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem er vélarvana. Flutningaskipið er um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga og varð vélarvana í gær. Til stendur að draga skipið til hafnar í Reykjavík.

Þröng á þingi á Reykjavíkurflugvelli

Töluverður fjöldi er samankominn á Reykjavíkurflugvelli í morgunsárið þar sem nokkrar flugvélar eru á leiðinni út á land og til baka. Lítið hefur verið flogið innanlands um hátíðarnar og aflýsa þurfti fjölmörgum flugferðum í gær vegna veðurs.

Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnar á nýju ári áttunda flokksþing Verkamannaflokks landsins. Síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum síðan og þá notaði Kim það til að tryggja yfirráð sín og heita því að koma upp kjarnorkuvopnum og lagði hann fram metnaðarfulla efnahagsáætlun, sem hefur ekki ræst.

Bóluefnið afhent

Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30.

„Þetta er lang­þráður dagur“

„Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag.

Flugvélin með bóluefnið lent í Keflavík

Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu.

Stormurinn Bella olli usla í Frakk­landi og Bret­landi

Flugsamgöngur röskuðust og þúsundir heimila voru án rafmagns þegar stormurinn Bella fór yfir suðurhluta Bretlands og norðurhluta Frakklands í gær. Bellu fylgdi bæði mikið úrhelli og sömuleiðis hvassviðri.

Glímum enn við leifarnar af norðan­stormi gær­dagsins

Landsmenn munu í dag glíma við leifarnar af þeim norðanstormi sem var á landinu í gær. Útlit er fyrir norðan strekking eða allhvassan vind, en suðaustan- og austanlands eru vindstrengir sem væntanlega ná styrk hvassviðris eða jafnvel storms.

Trump undir­ritar björgunar­pakka og kemur í veg fyrir lokun al­ríkis­stofnana

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna.

Slökktu eld í gámi í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í ruslatunnu eða gámi í hverfi 221 í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi.

Skaut á fólk af handahófi og banaði þremur

Yfirvöld í Flórída hafa ákært liðþjálfa í sérsveitum Bandaríkjahers fyrir árás þar sem hann virðist hafa skotið á fólk af handahófi í keiluhöll í Illinois í gær. Þrír eru dánir og þrír særðir eftir árásina.

Bóluefnið kemur með flugi í fyrramálið

Það hefur vart farið fram hjá neinum að von er á fyrstu skömmtunum af bóluefni gegn covid-19 til landsins í fyrramálið. Bólusetning hófst víðast hvar í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en von er á tíu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer-BioNTech með fyrstu sendingunni sem væntanleg er með flugi til Íslands í fyrramálið.

Kveikt í ruslatunnu sem brann til kaldra kola

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sex leytið í kvöld vegna elds í ruslatunnu við Einivelli í Hafnarfirði. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem fréttastofu barst af atvikinu logaði töluverður eldur í tunnunni sem var farin að fjúka til. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var kveikt í tunnunni með vítissprengju eða skoteld.

Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum

Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags.

Sjá næstu 50 fréttir