Fleiri fréttir

Flýta banni við bensín- og dísilbílum um fimm ár

Breska ríkisstjórnin kynnti áform um að flýta banni við nýjum bensín- og dísilbílum um fimm ár í dag. Bannið á nú að taka gildi árið 2030 og vera liður í gera Bretland kolefnishlutlaust fyrir árið 2050.

Mæðgur dæmdar fyrir kókaín­inn­flutning

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt franskar mæðgur í átta mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni sem þær fluttu innvortis með flugi frá Brussel í Belgíu og til Íslands í ágúst síðastliðinn.

„Mig langaði bara að gera góðverk“

Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans.

Dregur úr styrk Jóta

Dregið hefur úr krafti fellibylsins Jóta sem nú mælist sem hitabeltisstormur þar sem hann gengur yfir Mið-Ameríku. Mikil flóð hafa fylgt óveðrinu og að minnsta kosti níu hafa látið lífið í hamförunum.

Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs

Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle.

Nýir Peugeot bílar með sjö ára ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Peugeot bíla með víðtækri sjö ára ábyrgð auk átta ára ábyrgðar á drifrafhlöðu rafbíla, samkvæmt fréttatilkynningu frá Brimborg.

Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil.

Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast

Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk.

Freista þess að vernda síðasta hvíta gíraffann

Dýraverndunarsamtök hafa sett staðsetningarbúnað á síðasta hvíta gíraffann í heiminum en markmiðið er að vernda dýrið fyrir veiðiþjófum. Veiðiverðir munu fylgjast með ferðum gíraffans í rauntíma.

Stór tölvuárás á fjármálageirann var gerð í síðustu viku

Stór tölvuárás á aðila innan fjármálageirans hafði víðtæk áhrif hér á landi. Árásin var gerð mánudaginn 9. nóvember og var um að ræða svokallaða DDos árás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu.

Fara í skimun til að geta djammað um helgina

Það er ekki góð hugmynd að fara í Covid-19 skimun á fimmtudegi og halda að það sé í lagi að djamma um helgina ef niðurstaðan er neikvæð. Þetta segir Barbara Ferrer, yfirlæknir Los Angeles-sýslu.

Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði

Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi

Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi.

Er sagður hafa krafið Trump um 2,7 milljónir á dag

Rudolph W. Giuliani, sem hefur leitt tilraunir Donald Trump Bandaríkjaforseta til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið, fór fram á að fá greitt fyrir sem samsvarar 2,7 milljónum króna á dag.

Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi

Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum.

Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala

Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara.

Börnum rænt og þau seld fyrir 55 þúsund krónur

Stjórnvöld í Kenía hafa fyrirskipað rannsókn á þjófnaði og sölu barna í kjölfar uppljóstrana BBC. Í umfjöllun BBC kom m.a. fram að börnum væri stolið eftir pöntun á opinberum spítala í Naíróbí.

Þessar breytingar taka gildi á morgun

Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu.

Hleypa Corbyn aftur í flokkinn

Jeremy Corbyn, fyrrum formanni Verkamannaflokksins, hefur verið hleypt aftur í flokkinn. Corbyn var vikið úr Verkamannaflokknum fyrir 19 dögum vegna viðbragða hans við skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins.

Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi

Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár.

Vilja jafna möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og starfsnámi

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um háskóla bíður nú umsagna í samráðsgátt stjórnvalda. Markmið frumvarpsins er að jafna möguleika framhaldsskólanema sem hafa lokið prófi af svokölluðu þriðja hæfnisþrepi í framhaldsskóla til háskólanáms.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimmti hver innflytjandi á Íslandi er án atvinnu. Í kvöldfréttum ætlum við að tala við pólska konu sem notar tímann til að læra íslensku.

Hlaupari sektaður þrátt fyrir dauðsfall vinar

Ónefndur hlaupari á yfir höfði sér 65 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur eftir að hann tilkynnti að vinur hans hefði fallið til bana í ítölsku Ölpunum. 

Allt að þrettán stiga frost á morgun

Vetur konungur ætlar að minna á sig á morgun. Gera má ráð fyrir að kólni nokkuð skarpt á landinu öllu. Á morgun tekur við fallegt, stillt en sannkallað vetrarveður.

Selja olíu­vinnslu­leyfi á verndar­svæði á loka­dögum Trump sem for­seta

Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu.

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði

Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.

Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna.

Sjá næstu 50 fréttir