Fleiri fréttir

Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum.

Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin.

Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta

Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum.

Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump

Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“.

Skoða hvort lögreglumaður verði sendur í leyfi

Til skoðunar er hvort einn lögreglumaður verðir sendur í leyfi á meðan rannsókn Héraðssaksóknara á meintu ofbeldi við handtöku er í gangi. Þetta segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. 

Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu?

Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri.

Fimm­tíu látin eftir aur­skriður vegna Eta

Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið.

Fylgja þarf fyrirmælum framleiðenda um tjónaviðgerðir í hvívetna

Undanfarna daga hefur verið fjallað nokkuð um tjón á nýlegum Nissan Leaf eftir umferðaróhapp árið 2019 sem olli skemmdum á rafhlöðu bílsins. BL hefur fylgst með málinu frá því að haft var samband við fyrirtækið vegna skyndilegra skertra afkasta rafhlöðu bílsins. BL hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Þau eru að reyna að stela kosningunum“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin.

Fuglaflensa greinst um alla Evrópu

Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fulgaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands.

Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda

Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband.

Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur

Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forskot Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Pennsylvaníu heldur áfram að minnka eftir því sem lokaatkvæðin eru talin. Fjallað verður áfram um kosningarnar í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Ekki ljóst hvort að málsóknir Trump breyti úrslitum

Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump.

Höfuðborgarbúar tryggi lausamuni

„Á flestum svæðum á landinu hefur verið hvasst nýlega þannig að það þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af lausamunum þar en á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki blásið svona síðan í september þannig að maður hefur alveg á tilfinningunni að þar þurfi að tryggja lausamuni fyrir veturinn.“

Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19

Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala.

Sjá næstu 50 fréttir