Fleiri fréttir

Grímu­skylda í Strætó hert

Grímuskylda fyrir öll fædd fyrir árið 2015 tekur gildi í Strætó á morgun, samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum sem tilkynnt var um í dag.

„Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“

Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma.

Íslands verður miðstöð svefnrannsókna

Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi.

Boða byltingu í loftslagsmálum

Íslenska fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Húsavík sem gerir kleift að hreinsa og og binda milljón tonn af koltvísýringi úr andrúmslofti. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir um að ræða byltingu í loftslagsmálum.

Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið

Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“.

Landsbankinn hafði fullnaðarsigur gegn Silju

Frjálsíþróttakonan fyrrverandi og nú þjálfarinn Silja Úlfarsdóttir þarf að greiða Landsbankanum 21,4 milljónir, auk dráttarvaxta, eftir að Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli bankans gegn Silju.

Lektorinn tapaði máli sínu gegn HR fyrir Landsrétti

Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum.

Annar met­dagur í Dan­mörku

Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins.

Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma.

Bandaríkin - Kosningar handan við hornið

Það styttist óðfluga í kosningar í Bandaríkjunum og enn sem komið er mælast Joe Biden og Demókratar í betri stöðu en Donald Trump og Repúblikanar.

Skólar verða opnir en með takmörkunum

Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku.

Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu.

190 sendir heim vegna gruns um smit

Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag.

Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík

79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart.

Blaðamannafundurinn verður klukkan 13

Aðgerðir heilbrigðisráðherra verða kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar með fulltrúum þríeykisins klukkan 13 í Silfurbergi í Hörpu.

75 leik- og grunn­skóla­börn í Reykja­vík smituð

Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna.

Alls greindust 75 innan­lands í gær

Alls greindust 75 með kórónuveiruna innan­lands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu.

„Vegna undirfjármögnunar deyja mörg börn daglega“

Aðstæður barna út um allan heim hafa versnað gífurlega á þessu ári, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þetta á sérstaklega við börn sem búa á átakasvæðum, flóttabörn, fylgdarlaus börn og önnur börn sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda

Ólöglegt skordýraeitur í baunum

Matvælastofnun varar við neyslu á TRS Asia´s finest foods black eye beans sem Lagsmaður ehf. og Kína Panda ehf. flytja inn.

Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs

Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær.

Sjá næstu 50 fréttir