Fleiri fréttir

Tveggja metra regla um allt land á ný

Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku.

Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða.

Segja Ísland eftirbát í stuðningi við listamenn

Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%.

Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið

Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011.

Póllandsfararnir allir með virkt smit

Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni.

Nýr Renault Megane eVision er fyrstur í nýrri rafbílafjölskyldu

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur kynnt til sögunnar Megane eVision sem er ætlað að „enduruppgötva sígílda hlaðbakinn“ samkvæmt Renault. Bíllinn er hugmyndabíll eins og er en er líkur þeim bíl sem er ætlað að fara í framleiðslu undir lok árs 2021.

Staðan í Evrópu geti versnað hratt

Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni.

Þing­maður gerir at­huga­semd við orrustu­þotu­flug yfir Akur­eyri

Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt.

Niðurstöður úttektar á Tryggingastofnun öllum áfall

Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins.

Harris hættir við kosningafundi vegna kórónuveirusmits

Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag.

Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið

Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins.

Sjá næstu 50 fréttir