Fleiri fréttir

Hefur tilkynnt mál átta kvenna til Landlæknis

Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur alls tilkynnt Landlæknisembættinu um mál átta kvenna vegna mögulegra mistaka við krabbameinsgreiningu hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt

Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil.

Zúistum fækkaði um fimmtung

Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma.

Minister Of Health Temporarily Steps Down

An announcement on the cabinet website has revealed that the Minister of Health, Svandís Svavarsdóttir, is on temporary leave until... The post Minister Of Health Temporarily Steps Down appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Ályktun Íslands um Filippseyjar samþykkt samhljóða

Ályktun Íslands um að mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna beri að veita ríkisstjórn Rodrigos Duterte stuðning og aðstoð við umbótastörf var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðs SÞ í morgun.

Enn tapar Trump máli um skattskýrslur sínar

Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.

Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús.

Selfyssingar bera smitberann á höndum sér

Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina.

Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði

Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið.

Data Protection Authority Allowed Credit Card Tracing

In a follow up to news that credit cards had been traced to help track the spread of COVID-19, the... The post Data Protection Authority Allowed Credit Card Tracing appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Heldur áfram að brjóta á konum á Vestfjörðum

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gripið tvisvar utanklæða um brjóst konu á skemmtistað á Ísafirði. Þá þarf hann að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur.

Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs

Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar.

Evrópuþingið samþykkti metnaðarfyllri loftslagsmarkmið

Markmið Evrópusambandsins verður að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 60% árið 2030 borið saman við árið 1990 og losunarmarkmið verða lagalega bindnandi samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Evrópuþinginu í gær.

Svandís í leyfi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun tímabundið gegna störfum heilbrigðisráðherra næstu rúmu vikuna.

Grískur nýnasistaflokkur talinn glæpasamtök

Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu.

Nóbelinn í efnafræði fyrir framfarir í erfðatækni

Þær Emmanuelle Charpentier og Jennifer Doudna hluti Nóbelsverðlaun í efnafræði í morgun fyrir að þróa aðferð til þess að breyta erfðamengi sem hefur verið kennd við CRISPR/Cas9. Tæknin er sögð byltingarkennd fyrir lífvísindi.

Verulegar efasemdir um lögmæti smitrakningar

„Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda.

Sjá næstu 50 fréttir