Fleiri fréttir

Segir Tyrki halda þjóðar­morðinu á­fram

Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News.

31 Covid-19 sjúkraflutningur

Það hefur verið nóg að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið

Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær.

Citroën keyrir á rafmagnið

Franski bílaframleiðandinn Citroën keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Nú stígur Citroën mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með nýjum Citroën C5 Aircross PHEV tengiltvinn rafbíl.

Biden vex ásmegin í könnunum

Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, hefur vaxið ásmegin í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í kjölfar kappræðna hans og Donalds Trump, forseta.

Svandís fellst á tillögur Þórólfs

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi á morgun, 7. október.

Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum

Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær.

Verst þegar fólk leitar að blóraböggli

Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit.

Mal­bikið á Kjalar­nesi stóðst alls ekki kröfur

Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt.

Stefnir í metkjörsókn vestanhafs

Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn.

Sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi.

Breikkun Reykja­nes­brautar fer um svæði á náttúru­minja­skrá

Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður.

Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk.

99 Diagnosed With Coronavirus Yesterday

In the highest number to be diagnosed with coronavirus in a single day since April, 99 people were diagnosed with... The post 99 Diagnosed With Coronavirus Yesterday appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Smitin tengjast nánast öllu mögulegu

Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar.

Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros

Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi.

Veitingahús sem róa lífróður þurfi síst á skattahækkun á halda

„Ljósin á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun þar sem hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á áfengisggjaldi.

Jón Þrastar Jónsson’s Family Launches Media Complaint

The family of Jón Þrastar Jónsson, who disappeared in Dublin in February 2019, are planning to submit formal complaints to... The post Jón Þrastar Jónsson’s Family Launches Media Complaint appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Sjá næstu 50 fréttir