Fleiri fréttir Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18.9.2020 18:55 Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar. 18.9.2020 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttirnar hefjast klukkan 18:30. 18.9.2020 18:00 Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18.9.2020 17:56 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18.9.2020 17:19 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18.9.2020 17:11 Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni Hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns. 18.9.2020 16:59 Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. 18.9.2020 16:36 Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18.9.2020 16:20 Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18.9.2020 15:59 Stefnir í stálheiðarlegt slagviðri á sunnudag og snjókomu í kjölfarið Síðla sunnudags snýst í suðvestan eða vestan 15-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Mikilli rigningu er spáð á öllu vestan-og sunnanverðu landinu. 18.9.2020 15:54 Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær, að eigin sögn til að koma í veg fyrir að frambjóðandi vinstrimanna nái kjöri. 18.9.2020 15:33 Allir sem fóru í ræktina á Akranesi þurfa að fara í sóttkví Einstaklingur sem greindist með kórónuveiruna á Akranesi hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarbökkum þriðjudaginn 15. september. Af þeim sökum þurfa allir þeir sem fóru í ræktina sama dag að fara í sóttkví. 18.9.2020 14:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18.9.2020 14:42 Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18.9.2020 13:37 Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. 18.9.2020 12:38 Smit hjá starfsmanni Seðlabankans Starfsmaður Seðlabankans greindist með Covid-19 í morgun. Óljóst er hvort að einhverjir starfsmenn þurfi að fara í sóttkví. 18.9.2020 12:34 Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. 18.9.2020 12:23 Samkomutakmarkanir hertar á ný og fólk hvatt til að vinna að heiman Veitingastaðir alls staðar í Danmörku skulu nú loka í síðasta lagi klukkan 22 á kvöldin og þá verða samkomurtakmarkaðar við fimmtíu að hámarki frá hádegi á morgun. 18.9.2020 12:18 Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu íbúarnir tungumál sem líktist íslensku. 18.9.2020 12:00 Kemping dla przyczep w Laugarvatn zostanie zamknięty Obszar dla przyczep kempingowych przy Laugarvatn zostanie zamknięty w ciągu dwóch lat. 18.9.2020 11:52 Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18.9.2020 11:51 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18.9.2020 11:43 Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18.9.2020 11:42 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18.9.2020 11:36 21 greindist með veiruna innanlands í gær 21 greindist greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 18.9.2020 11:06 Heimurinn á barmi hungurfaraldurs Hungur í heiminum vegna stríðsátaka og covid-19, er að komast á mjög hættulegt stig að mati framkvæmdastjóra matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (wfp). 18.9.2020 11:02 Líðan hins slasaða sögð stöðug Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. 18.9.2020 11:01 Hriktir í stoðum pólsku ríkisstjórnarinnar vegna dýraréttinda Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. 18.9.2020 10:16 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18.9.2020 10:00 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18.9.2020 09:55 Stappaði ítrekað á höfði 63 ára manns Lögreglan í London leitar nú manns sem réðst grimmilega á 63 ára gamlan mann í strætó. Fórnarlamb árásarinnar var á leið heim úr vinnu þegar ráðist var á hann í síðasta mánuði. 18.9.2020 09:02 Ákærður fyrir að leggja sig undir stýri í Teslunni Ungur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir ógætilegan akstur eftir að upp komst um hann þar sem hann lagði sig um borð í Tesla-bíl sínum, sem er sjálfkeyrandi. 18.9.2020 07:59 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18.9.2020 07:57 Hlaut banvæna áverka eftir að hafa verið með bílbeltið undir handarkrika Farþegi jepplings sem lést í árekstri á Borgarfjarðarbraut á síðasta ári var með bílbeltið ranglega spennt. Hafði hann sett axlarbeltið undir handarkrikann og í árekstrinum hlotið banvæna brjóst- og kviðarholsáverka. 18.9.2020 07:52 Útlit fyrir rysjótt og vætusamt veður um helgina Veðurblíða á Austurlandi í dag, en vestantil er skýjað og lítilsháttar væta með köflum. Spáð er rigningu seint í kvöld. 18.9.2020 07:08 Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18.9.2020 07:00 BL sýnir sjö nýja bíla á Hólmavík og Ísafirði Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. 18.9.2020 07:00 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18.9.2020 06:45 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17.9.2020 23:22 Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17.9.2020 23:07 Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17.9.2020 22:30 Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17.9.2020 21:42 Svikahrapparnir hafa reynt að nýta sér kortaupplýsingarnar Dæmi eru um að svikahrappar hafi reynt að skrá kortaupplýsingar sem fengust í gegnum netsvindl í gær. 17.9.2020 21:25 Netflix-stjarna ákærð fyrir framleiðslu barnaníðsefnis Jeremiah Harris hefur verið ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis. 17.9.2020 20:44 Sjá næstu 50 fréttir
Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18.9.2020 18:55
Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar. 18.9.2020 18:07
Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18.9.2020 17:56
Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18.9.2020 17:19
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18.9.2020 17:11
Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni Hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns. 18.9.2020 16:59
Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. 18.9.2020 16:36
Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18.9.2020 16:20
Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18.9.2020 15:59
Stefnir í stálheiðarlegt slagviðri á sunnudag og snjókomu í kjölfarið Síðla sunnudags snýst í suðvestan eða vestan 15-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Mikilli rigningu er spáð á öllu vestan-og sunnanverðu landinu. 18.9.2020 15:54
Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær, að eigin sögn til að koma í veg fyrir að frambjóðandi vinstrimanna nái kjöri. 18.9.2020 15:33
Allir sem fóru í ræktina á Akranesi þurfa að fara í sóttkví Einstaklingur sem greindist með kórónuveiruna á Akranesi hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarbökkum þriðjudaginn 15. september. Af þeim sökum þurfa allir þeir sem fóru í ræktina sama dag að fara í sóttkví. 18.9.2020 14:54
Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18.9.2020 14:42
Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18.9.2020 13:37
Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. 18.9.2020 12:38
Smit hjá starfsmanni Seðlabankans Starfsmaður Seðlabankans greindist með Covid-19 í morgun. Óljóst er hvort að einhverjir starfsmenn þurfi að fara í sóttkví. 18.9.2020 12:34
Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. 18.9.2020 12:23
Samkomutakmarkanir hertar á ný og fólk hvatt til að vinna að heiman Veitingastaðir alls staðar í Danmörku skulu nú loka í síðasta lagi klukkan 22 á kvöldin og þá verða samkomurtakmarkaðar við fimmtíu að hámarki frá hádegi á morgun. 18.9.2020 12:18
Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu íbúarnir tungumál sem líktist íslensku. 18.9.2020 12:00
Kemping dla przyczep w Laugarvatn zostanie zamknięty Obszar dla przyczep kempingowych przy Laugarvatn zostanie zamknięty w ciągu dwóch lat. 18.9.2020 11:52
Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18.9.2020 11:51
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18.9.2020 11:43
Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18.9.2020 11:42
„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18.9.2020 11:36
21 greindist með veiruna innanlands í gær 21 greindist greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 18.9.2020 11:06
Heimurinn á barmi hungurfaraldurs Hungur í heiminum vegna stríðsátaka og covid-19, er að komast á mjög hættulegt stig að mati framkvæmdastjóra matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (wfp). 18.9.2020 11:02
Líðan hins slasaða sögð stöðug Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. 18.9.2020 11:01
Hriktir í stoðum pólsku ríkisstjórnarinnar vegna dýraréttinda Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. 18.9.2020 10:16
Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18.9.2020 10:00
Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18.9.2020 09:55
Stappaði ítrekað á höfði 63 ára manns Lögreglan í London leitar nú manns sem réðst grimmilega á 63 ára gamlan mann í strætó. Fórnarlamb árásarinnar var á leið heim úr vinnu þegar ráðist var á hann í síðasta mánuði. 18.9.2020 09:02
Ákærður fyrir að leggja sig undir stýri í Teslunni Ungur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir ógætilegan akstur eftir að upp komst um hann þar sem hann lagði sig um borð í Tesla-bíl sínum, sem er sjálfkeyrandi. 18.9.2020 07:59
Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18.9.2020 07:57
Hlaut banvæna áverka eftir að hafa verið með bílbeltið undir handarkrika Farþegi jepplings sem lést í árekstri á Borgarfjarðarbraut á síðasta ári var með bílbeltið ranglega spennt. Hafði hann sett axlarbeltið undir handarkrikann og í árekstrinum hlotið banvæna brjóst- og kviðarholsáverka. 18.9.2020 07:52
Útlit fyrir rysjótt og vætusamt veður um helgina Veðurblíða á Austurlandi í dag, en vestantil er skýjað og lítilsháttar væta með köflum. Spáð er rigningu seint í kvöld. 18.9.2020 07:08
Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18.9.2020 07:00
BL sýnir sjö nýja bíla á Hólmavík og Ísafirði Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. 18.9.2020 07:00
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18.9.2020 06:45
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17.9.2020 23:22
Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna. 17.9.2020 23:07
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17.9.2020 22:30
Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17.9.2020 21:42
Svikahrapparnir hafa reynt að nýta sér kortaupplýsingarnar Dæmi eru um að svikahrappar hafi reynt að skrá kortaupplýsingar sem fengust í gegnum netsvindl í gær. 17.9.2020 21:25
Netflix-stjarna ákærð fyrir framleiðslu barnaníðsefnis Jeremiah Harris hefur verið ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis. 17.9.2020 20:44