Innlent

Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni

Jakob Bjarnar skrifar
Vikan hefur reynst hálfgerð hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns.
Vikan hefur reynst hálfgerð hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns.

Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata.

„Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar.

Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín.

„Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega:

„Munið handþvott og spritt, krakkar!“

Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig?

„COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.