Fleiri fréttir

Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði

Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður.

WHO varar við að sóttkví sé stytt

Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning.

108 konur kallaðar til frekari skoðunar

Krabbameinsfélagið hefur lokið við endurskoðun tæplega 3300 af 6000 sýnum sem rannsaka á sérstaklega vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í sumar.

Fyrirsæta sakar Bandaríkjaforseta um kynferðisárás

Fyrrverandi fyrirsæta sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa ráðist á hana kynferðislega á opna bandaríska tennismótinu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Konan lýsir því að árásin hafi valdið henni ógleði og henni hafi fundist á sér brotið.

Engar ábendingar um dvalarstað fjölskyldunnar

Formleg leit er enn ekki hafin að Khedr-fjölskyldunni sem stóð til að vísa úr landi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er verið að meta næstu skref. Yfirvöld vita enn ekki hvar þau eru niðurkomin og ekki hafa borist ábendingar um dvalarstað þeirra.

Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt.

Nítján greindust með veiruna í gær

Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta staðfestir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi.

Hafi inn­byrt eitrið úr vatns­flösku á hótel­her­bergi

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið.

Skúrir og suð­vestan vindur

Veðurstofan spáir suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu og skúrum í dag, en víða léttskýjað austantil á landinu. Hitinn verður á bilinu 7 til 13 stig.

Sally olli miklum flóðum

Hitabeltisstormurinn Sally hefur orsakað rafmagnsleysi hjá hálfri milljón Bandaríkjanna en óveðrinu hafa fylgt gríðarlegar rigningar og flóð.

Börðu par með keðju og rændu snjallúri

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán og líkamsárás í Breiðholti. Tilkynningin var frá pari sem hafði nýverið auglýst Apple snjallúr til sölu.

Raf-Hummer með krabbatækni

Nýr raf-Hummer sem kynntur verður í næsta mánuði er ætlað að keppa við Cybertruck frá Tesla. Bíllinn un koma með beygjum á öllum hjólum, hann getur því skriðið til hliðar eins og krabbi.

Sjá næstu 50 fréttir