Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Örlög lífskjarasamninganna, ný könnun um stuðning við forsetaframbjóðendurna og opnun landamæra Evrópu er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2.

Æðsti herforingi Bandaríkjanna iðrast kirkjugöngunnar með Trump

Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segist hafa gert mistök með því að fylgja Donald Trump forseta að St. John‘s-kirkjunni í Washington-borg þar sem Trump lét taka af sér myndir með Biblíu. Með því hafi herinn blandast inn í innanlandsstjórnmál.

Segir framgöngu lög­reglunnar í Banda­ríkjunum hræði­legt mál

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir dauða George Floyd hræðilegan og að framganga lögreglunnar í Bandaríkjunum gegn honum eigi sér engar eðlilegar skýringar. Ísland þurfi að nýta sér sína stöðu til að sýna gott fordæmi á alþjóðavettvangi. 

Friðlýsing Goðafoss undirrituð

Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands.

Hættu­á­stand skapaðist á Land­spítalanum

Spilliefnaleki kom upp á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala. Atvikið átti sér stað um svipað leyti og sprening var gerð á framkvæmdasvæði þó að óljóst sé hvort málin tengist.

Áhersla á smærri hverfishátíðir í Kópavogi

Líkt og búast mátti við verða hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins með óhefðbundnu sniði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða upp á fimm mismunandi hátíðarsvæði þar sem rúmt verður um gesti.

Sprengi­vinnu vegna nýs Land­spítala senn lokið

Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026.

Vilja halda hreina loftinu og sporna gegn bílanotkun

Kannanir úr 21 borg í sex Evrópuríkjum sýna þó hjól atvinnulífsins séu farin að snúast aftur vilji íbúar takmarka bílaumferð og koma í veg fyrir að hún nái sömu hæðum og áður.

Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum

Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð

Svona verður haldið upp á 17. júní í Reykjavík

Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í höfuðborginni með óhefðbundnu sniði í ár.

Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega.

Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði.

Fermetraverð nýrra íbúða hækkað um 8% milli ára

Söluverð á fermetra nýrra íbúða hækkað um 8% á milli ára samkvæmt mánaðarskýslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar fyrir júní 2020. Þar kemur einnig fram að fermetraverð eldri íbúða hafi einnig hækkað en þó talsvert minna eða um 2,5%.

Finnar bjóða Ís­lendinga vel­komna

Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista.

Íslenska ríkið braut ekki á Carli vegna hatursorðræðudóms

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu.

Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land

Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður.

Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi

Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Hún var áður starfrækt á árunum 1940 til 1953.

Hiti gæti farið yfir 20 stig

Í dag má búast við suðlægri átt og fremur hægum vindi, en þó strekkingi vestanlands fram yfir hádegi. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, og hitinn þar gæti jafnvel farið yfir 20 stig.

Meira en tvær milljónir tilfella í Bandaríkjunum

Meira en tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum hafa fleiri tilfelli veirunnar verið staðfest.

Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum.

For­maður Fjöl­miðla­nefndar hefur fengið rúmar 15 milljónir frá ráðu­neyti Lilju

Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins.

Eyðing Amasonfrumskógarins jókst um þriðjung í fyrra

Um tíu þúsund ferkílómetrar Amasonfrumskógarins voru ruddir í Brasilíu í fyrra, um 34% meira en árið áður. Umhverfissamtök og vísindamenn segja að stefnu Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, sé um að kenna en hann hafi gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn.

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið.

Sjá næstu 50 fréttir