Ísland einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu Heimsljós 11. júní 2020 10:15 Ljósmynd úr ársskýrslu UNICEF á Íslandi. Íslendingar eru líkt og áður meðal stærstu styrktaraðila Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á heimsvísu miðað við höfðatölu þegar litið er til heildarframlaga frá ríki, almenningi og fyrirtækjum. Þetta kom fram á ársfundi UNICEF á Íslandi í gær, Á fundinum kynnti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, helstu niðurstöður úr ársskýrslu félagsins sem gefin hefur verið út. Þar má sjá að söfnunarfé UNICEF á Íslandi nam rúmum 727 milljónum króna í fyrra. Eins og undanfarin ár var framlag Heimsforeldra stærsti liðurinn í tekjum landsnefndarinnar, tæp 83%. „Engin önnur landsnefnd UNICEF safnar hlutfallslega hærri framlögum og er það ómetanlegum stuðningi heimsforeldra okkar að þakka,“ segir í frétt frá samtökunum. Stærstum hluta var varið til almenns hjálparstarfs UNICEF í þeim löndum þar sem þörfin er mest, rúmum 493 milljónum króna. Heildarframlög til neyðar á árinu 2019 námu tæpum 13 milljónum króna. Árið 2019 jukust framlög til innanlandsverkefna um tæp 44% og sýnir þessi aukning aukið vægi UNICEF í réttindagæslu og verkefnum tengd börnum á Íslandi. Í ársskýrslunni má einnig lesa að 77% af öllu því fé sem landsnefnd UNICEF á Íslandi safnaði á síðasta ári fór til baráttu UNICEF fyrir réttindum og lífi barna um allan heim. Kostnaður við fjáröflun, kynningarmál, stjórnun og rekstur skrifstofu nam 23 prósentum af söfnunarfé. Það þýðir að af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF á Íslandi á árinu 2019 fór 1 króna í stjórnun, rúmar 3 krónur í kynningarmál og tæpar 19 krónur í að safna næstu 100 krónum og hjálpa enn fleiri börnum. Íslensk fyrirtæki studdu dyggilega við verkefni UNICEF á árinu. Kvika, Lindex og Te & Kaffi voru fremst í flokki samstarfsfyrirtækja árið 2019, en fjöldi fyrirtækja studdi einnig við starf UNICEF með kaupum á Sönnum gjöfum yfir árið. Þegar allt er talið saman, söfnunarfé frá landsnefnd UNICEF á Íslandi auk stuðningi íslenska ríkisins við UNICEF og verkefni stofnunarinnar víða um heim, er Ísland sem heild enn á ný einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu. „UNICEF á Íslandi sannaði styrk sinn enn eitt árið. Rúmlega hálfur milljarður króna var sendur utan í hjálparstarf UNICEF, á staði þar sem þörfin er mest,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent
Íslendingar eru líkt og áður meðal stærstu styrktaraðila Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á heimsvísu miðað við höfðatölu þegar litið er til heildarframlaga frá ríki, almenningi og fyrirtækjum. Þetta kom fram á ársfundi UNICEF á Íslandi í gær, Á fundinum kynnti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, helstu niðurstöður úr ársskýrslu félagsins sem gefin hefur verið út. Þar má sjá að söfnunarfé UNICEF á Íslandi nam rúmum 727 milljónum króna í fyrra. Eins og undanfarin ár var framlag Heimsforeldra stærsti liðurinn í tekjum landsnefndarinnar, tæp 83%. „Engin önnur landsnefnd UNICEF safnar hlutfallslega hærri framlögum og er það ómetanlegum stuðningi heimsforeldra okkar að þakka,“ segir í frétt frá samtökunum. Stærstum hluta var varið til almenns hjálparstarfs UNICEF í þeim löndum þar sem þörfin er mest, rúmum 493 milljónum króna. Heildarframlög til neyðar á árinu 2019 námu tæpum 13 milljónum króna. Árið 2019 jukust framlög til innanlandsverkefna um tæp 44% og sýnir þessi aukning aukið vægi UNICEF í réttindagæslu og verkefnum tengd börnum á Íslandi. Í ársskýrslunni má einnig lesa að 77% af öllu því fé sem landsnefnd UNICEF á Íslandi safnaði á síðasta ári fór til baráttu UNICEF fyrir réttindum og lífi barna um allan heim. Kostnaður við fjáröflun, kynningarmál, stjórnun og rekstur skrifstofu nam 23 prósentum af söfnunarfé. Það þýðir að af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF á Íslandi á árinu 2019 fór 1 króna í stjórnun, rúmar 3 krónur í kynningarmál og tæpar 19 krónur í að safna næstu 100 krónum og hjálpa enn fleiri börnum. Íslensk fyrirtæki studdu dyggilega við verkefni UNICEF á árinu. Kvika, Lindex og Te & Kaffi voru fremst í flokki samstarfsfyrirtækja árið 2019, en fjöldi fyrirtækja studdi einnig við starf UNICEF með kaupum á Sönnum gjöfum yfir árið. Þegar allt er talið saman, söfnunarfé frá landsnefnd UNICEF á Íslandi auk stuðningi íslenska ríkisins við UNICEF og verkefni stofnunarinnar víða um heim, er Ísland sem heild enn á ný einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu. „UNICEF á Íslandi sannaði styrk sinn enn eitt árið. Rúmlega hálfur milljarður króna var sendur utan í hjálparstarf UNICEF, á staði þar sem þörfin er mest,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent