Fleiri fréttir

Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía

Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986.

Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð

Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð.

„Óábyrgt að lofa að bæta hag allra, bara ef þeir kjósa mig“

Forseti Íslands fer ekki með fjárveitingarvald og það væri óábyrgt af þeim sem situr á Bessastöðum að lofa öllu fögru og segjast munu bæta hag allra bara ef þið kjósið mig,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands spurður um hlutverk forseta.

Alvarlegasta smithættan á djamminu

Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt.

Vilja reisa nýtt hús­næði Mennta­vísinda­sviðs innan fjögurra ára

Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun.

Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni

Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins.

Systir Kim skipar sér stærri sess

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana.

Breyta um lit á sjúkrabílum

25 nýir sjúkrabílar munu sjást á götum landsins síðar í sumar. Þeir verða ekki eins og Íslendingar eru vanir sjúkrabílum heldur verða þeir gulir og grænir og mun það kallast Battenburg merking.

Framhaldsskólanemar vonsviknir með frumvarp um Menntasjóð

Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að frumvarp menntamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna hafi verið samþykkt á Alþingi í gær án þess að komið væri til móts við bóknámsnemendur í framhaldsskólum.

Nýr Land Rover Defender 110 kynntur víða á höfuðborgarsvæðinu

BL frumsýndi um helgina, nýjan Land Rover Defender 110. Sýningin var haldin samtímis á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Mismunandi útbúnum Defender bílum var stillt upp með ýmsum aukabúnaði í sínu náttúrulega umhverfi á toppi Úlfarsfells, í hesthúsakerfinu í Víðidal, við Nauthól í Fossvogi og við veitingastaðinn Sjáland í Garðabæ. Á hverjum sýningarstað voru mismunandi útfærslur Defender sýndar m.t.t. véla og valbúnaðar.

Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann

Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi.

Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína

Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí.

WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera

Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða.

Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld

Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku.

Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn

Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum.

Sjá næstu 50 fréttir