Fleiri fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6.6.2020 10:38 Um 700 jarðskjálftar við Þorbjörn frá því í síðustu viku Vísindaráð almannavarna ætla að funda til að meta stöðuna eftir að vísbendingar komu fram um að landris sé hafið á ný við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Um 700 jarðskjálftar hafa í nágrenni bæjarins undanfarna viku, flestir þeirra smáskjálftar. 6.6.2020 09:40 Frakkar segjast hafa fellt hryðjuverkaleiðtoga í Malí Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Norður-Afríku féll í aðgerðum franska hersins í Malí fyrr í vikunni, að sögn franska varnarmálaráðherrans. Þá segjast Frakkar hafa tekið einn leiðtoga Ríkis íslams í landinu höndum í síðasta mánuði. 6.6.2020 08:57 Öll sérsveitin hætti til að styðja félaga sem var refsað fyrir ofbeldi Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. 6.6.2020 08:21 Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. 6.6.2020 07:36 Bændur á Suðurlandi eru byrjaðir að slá Sláttur er hafin hjá bændum á Suðurlandi og lítur vel út með grasspretti og heyfeng í sumar. 5.6.2020 23:34 Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5.6.2020 23:30 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5.6.2020 23:08 Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5.6.2020 22:35 Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5.6.2020 21:34 Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. 5.6.2020 21:32 Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5.6.2020 21:00 Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5.6.2020 20:59 Nágrannar hjálpuðu við að slökkva sinueldinn Mikill gróðureldur geisar nú við Ásvelli í Hafnarfirði. Allt tiltækt slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru nú á staðnum að reyna að ráða niðurlögum brunans. 5.6.2020 20:28 Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið veiruna en greindust með hana. 5.6.2020 19:53 Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. 5.6.2020 19:16 Sinubruni hjá Ásvöllum Tilkynning barst um klukkan 18:30. 5.6.2020 18:51 Færeyskir þingmenn vildu ekki verða þingkonur Í gær felldi færeyska þingið lagabreytingartillögu þess efnis að kvenkyns þingmenn yrðu kallaðir þingkonur. 5.6.2020 18:45 Þórunn Anna tekur við Neytendastofu Þórunn Anna Árnadóttir hefur verið sett í embætti forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí til 31. desember. 5.6.2020 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Lögreglunni á Norðurlandi Vestra hefur borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.6.2020 18:00 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5.6.2020 17:39 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5.6.2020 16:42 Ólafur William Hand sýknaður fyrir Landsrétti Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti. 5.6.2020 16:06 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5.6.2020 15:16 Finnski fjármálaráðherrann segir af sér vegna hárrar þóknunar til framkomuráðgjafa Katri Kulmuni hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra Finnlands. 5.6.2020 15:08 Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. 5.6.2020 14:48 „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. 5.6.2020 14:37 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5.6.2020 14:11 Inga Sæland telur að Lilja eigi að segja af sér Formaður flokksins segir gamla spillingarkerfið blómstra hér sem aldrei fyrr 5.6.2020 14:02 Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5.6.2020 13:41 Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5.6.2020 13:39 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5.6.2020 13:38 Fimmtán prósenta samdráttur hjá Vogi vegna tekjubrests Sjúkrahúsið Vogur hefur þurft að draga úr meðferðarplássum um fimmtán prósent vegna tekjuskorts. Verulega þurfti að draga úr meðferðarplássum frá miðjum mars þar til í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins og er biðtími fyrir suma allt að margir mánuðir. 5.6.2020 13:25 Hönnuðir ósáttir við Handprjónasambandið og Vísi Stæk óánægja er meðal hönnuða á Íslandi vegna fréttar um afstöðu Handprjónasambandsins til markaðsherferðar. 5.6.2020 13:03 Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5.6.2020 12:58 Næst besti árangur í lækkun kolesteróls frá 1980 Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að slæmt kólesteról, það er kólesteról sem eftir er þegar svokallað góða HDL kólesterólið hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum. 5.6.2020 12:37 Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. 5.6.2020 12:21 Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5.6.2020 12:07 Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5.6.2020 12:05 Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5.6.2020 12:04 Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5.6.2020 11:57 Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5.6.2020 11:44 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5.6.2020 11:44 Laganna vörður hafði betur gegn Verði Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók. 5.6.2020 11:32 Hálfur milljarður króna frá Íslandi í þróun bóluefnis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um 500 milljóna króna framlag Íslands á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í gær. 5.6.2020 10:39 Sjá næstu 50 fréttir
Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6.6.2020 10:38
Um 700 jarðskjálftar við Þorbjörn frá því í síðustu viku Vísindaráð almannavarna ætla að funda til að meta stöðuna eftir að vísbendingar komu fram um að landris sé hafið á ný við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Um 700 jarðskjálftar hafa í nágrenni bæjarins undanfarna viku, flestir þeirra smáskjálftar. 6.6.2020 09:40
Frakkar segjast hafa fellt hryðjuverkaleiðtoga í Malí Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Norður-Afríku féll í aðgerðum franska hersins í Malí fyrr í vikunni, að sögn franska varnarmálaráðherrans. Þá segjast Frakkar hafa tekið einn leiðtoga Ríkis íslams í landinu höndum í síðasta mánuði. 6.6.2020 08:57
Öll sérsveitin hætti til að styðja félaga sem var refsað fyrir ofbeldi Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. 6.6.2020 08:21
Biden tryggði sér formlega sigur í forvali demókrata Endanleg úrslit í forvali sem fór fram í sjö ríkjum Bandaríkjanna og Washington-borg á þriðjudag þýða að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur nú tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi hans í haust. Bernie Sanders, helsti keppinautur Biden, lýsti sig sigraðan í apríl. 6.6.2020 07:36
Bændur á Suðurlandi eru byrjaðir að slá Sláttur er hafin hjá bændum á Suðurlandi og lítur vel út með grasspretti og heyfeng í sumar. 5.6.2020 23:34
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5.6.2020 23:30
WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5.6.2020 23:08
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5.6.2020 22:35
Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5.6.2020 21:34
Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. 5.6.2020 21:32
Tripical-deilan komin á borð lögmanna Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. 5.6.2020 21:00
Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. 5.6.2020 20:59
Nágrannar hjálpuðu við að slökkva sinueldinn Mikill gróðureldur geisar nú við Ásvelli í Hafnarfirði. Allt tiltækt slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru nú á staðnum að reyna að ráða niðurlögum brunans. 5.6.2020 20:28
Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið veiruna en greindust með hana. 5.6.2020 19:53
Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. 5.6.2020 19:16
Færeyskir þingmenn vildu ekki verða þingkonur Í gær felldi færeyska þingið lagabreytingartillögu þess efnis að kvenkyns þingmenn yrðu kallaðir þingkonur. 5.6.2020 18:45
Þórunn Anna tekur við Neytendastofu Þórunn Anna Árnadóttir hefur verið sett í embætti forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí til 31. desember. 5.6.2020 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Lögreglunni á Norðurlandi Vestra hefur borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.6.2020 18:00
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5.6.2020 17:39
Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5.6.2020 16:42
Ólafur William Hand sýknaður fyrir Landsrétti Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti. 5.6.2020 16:06
„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5.6.2020 15:16
Finnski fjármálaráðherrann segir af sér vegna hárrar þóknunar til framkomuráðgjafa Katri Kulmuni hefur sagt af sér sem fjármálaráðherra Finnlands. 5.6.2020 15:08
Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. 5.6.2020 14:48
„Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. 5.6.2020 14:37
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5.6.2020 14:11
Inga Sæland telur að Lilja eigi að segja af sér Formaður flokksins segir gamla spillingarkerfið blómstra hér sem aldrei fyrr 5.6.2020 14:02
Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5.6.2020 13:41
Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5.6.2020 13:39
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5.6.2020 13:38
Fimmtán prósenta samdráttur hjá Vogi vegna tekjubrests Sjúkrahúsið Vogur hefur þurft að draga úr meðferðarplássum um fimmtán prósent vegna tekjuskorts. Verulega þurfti að draga úr meðferðarplássum frá miðjum mars þar til í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins og er biðtími fyrir suma allt að margir mánuðir. 5.6.2020 13:25
Hönnuðir ósáttir við Handprjónasambandið og Vísi Stæk óánægja er meðal hönnuða á Íslandi vegna fréttar um afstöðu Handprjónasambandsins til markaðsherferðar. 5.6.2020 13:03
Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna. 5.6.2020 12:58
Næst besti árangur í lækkun kolesteróls frá 1980 Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að slæmt kólesteról, það er kólesteról sem eftir er þegar svokallað góða HDL kólesterólið hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum. 5.6.2020 12:37
Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. 5.6.2020 12:21
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5.6.2020 12:07
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5.6.2020 12:05
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5.6.2020 12:04
Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5.6.2020 11:57
Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5.6.2020 11:44
Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5.6.2020 11:44
Laganna vörður hafði betur gegn Verði Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók. 5.6.2020 11:32
Hálfur milljarður króna frá Íslandi í þróun bóluefnis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um 500 milljóna króna framlag Íslands á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í gær. 5.6.2020 10:39