Fleiri fréttir

Evrópusambandið lýsir áhyggjum af morðinu á George Floyd

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds.

Efri hæðin alelda þegar að var komið

Fjölskylda slapp heil þegar eldur kom upp í tvílyftu einbýlishúsi í Lundareykjardal í Borgarfirði snemma í morgun. Efri hæð hússins var gott sem alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Telja brunann í Hrísey af mannavöldum

Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða.

Staðfesta að fimm hafi látist af völdum ebólu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur nú staðfest að fimm dauðsföll í Austur-Kongó megi rekja til ebóluveirunnar. Á meðal hinna látnu er 15 ára gömul stúlka en alls hafa níu tilfelli greinst undanfarnar vikur.

Dæmdur fyrir að stela bíl og rúnta norður í Borgar­fjörð

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann um þrítugt í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann tekið bíl í heimildarleysi af bílastæði þjónustuverkstæðis Bílabúðar Benna við Tangarhöfða í Reykjavík.

Biskup for­dæmir kirkju­heim­sókn Banda­ríkja­for­seta

Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans.

Fernando Alonso prófar nýjan Toyota Hilux

Toyota er að undirbúa kynningu á uppfærðu útliti Hilux pallbílsins. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 ók nýja bílnum utan vegar á dögunum.

Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi

Fjárnám vofði yfir Tryggingastofnun í liðinni viku eftir langt ferli sem leystist ekki fyrr en forstjóri stofnunarinnar, Sigríður Lilly Baldursdóttir var boðuð til fyrirtöku hjá dómara.

Hlýjast á Austurlandi

Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig í dag, en hlýjast austan- og suðaustanlands.

Norður-Kórea opnar skóla á ný

Skólar í Norður-Kóreu verða opnaðir aftur í mánuðinum eftir að skólahaldi var frestað í apríl vegna ótta við kórónuveirufaraldur.

Köfnun banamein Floyd

Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar.

„Bróðir minn vildi frið“

Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um ástandið, mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum. Þá verður rætt við Bandaríkjamenn sem búsettir eru hér á landi og hafa efnt til samstöðumótmæla á Austurvelli á miðvikudag.

RÚV braut fjöl­miðla­lög með birtingu Exit á vefnum

Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu.

Grikk­land opnar landa­mærin

Grikkland hefur opnað landamæri sín á ný en aðeins er alþjóðlegum flugum heimilt að lenda á flugvellinum í Aþenu. Farþegar verða skimaðir við komu og er þeim skylt að gista í eina nótt á sérstöku hóteli.

Aðeins sextán sýni tekin í gær

Enn og aftur greindist enginn með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi samkvæmt nýjum tölum á Covid.is sem birtar voru um klukkan 13.

Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf ein­hver söknuður“

„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR.

Biðja fólk um að sækja ekki kirkjur í bráð

Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið viðkvæma íbúa ríkisins að halda sig heima og á sérstaklega í höfuðborg ríkisins, Seoul. Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Seoul hefur aukist á undanförnum dögum.

Sjá næstu 50 fréttir