Fleiri fréttir Segir þrýsting Icelandair á „óásættanlegt tilboð“ grafalvarlegan Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. 11.5.2020 21:18 Hvetur flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu þrátt fyrir þrýsting Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. 11.5.2020 21:13 Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11.5.2020 20:53 „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11.5.2020 20:29 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11.5.2020 19:27 Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. 11.5.2020 18:59 Flókið að opna landamæri Íslands sama hvaða leið verður farin Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. 11.5.2020 18:35 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11.5.2020 18:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í beinni útsendingu klukkan 18:30. 11.5.2020 18:05 Stálu kortaupplýsingum en náðust þegar varningurinn var sendur heim Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag fimm einstaklinga grunaða um fjársvik. 11.5.2020 17:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11.5.2020 16:49 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11.5.2020 16:47 Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11.5.2020 16:23 Sjöfn Vilhelmsdóttir nýr forstöðumaður Landgræðsluskólans Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans. Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. 11.5.2020 16:16 Flestir vagnar Strætó aftur á kortersfresti frá og með 18. maí Vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tekin ákvörðun um að hefja akstur samkvæmt sumaráætlun frá og með mánudeginum 18. maí. 11.5.2020 16:04 Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11.5.2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11.5.2020 14:28 Gunnar óskar eftir athugun utanaðkomandi aðila Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur óskað eftir því að utanaðkomandi aðili geri athugun á því hvort ómálefnaleg sjónarmið hafi verið í fyrirrúmi hjá utanríkisráðherra í tengslum við þær ákvarðanir sem ráðherra tók í mars og apríl síðastliðnum varðandi flutning Gunnars í starfi. 11.5.2020 13:57 Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11.5.2020 13:44 Rússland við það að taka fram úr Spáni í fjölda smitaðra Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. 11.5.2020 13:39 Fresta valdatöku nýrrar ríkisstjórnar vegna heimsóknar Pompeo Ný samsteypustjórn Ísraels mun taka við völdum degi síðar en áætlað var vegna heimsóknar bandaríska utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins. 11.5.2020 13:37 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11.5.2020 13:15 Enn og aftur greindist enginn með veiruna Þetta er þannig fjórði dagurinn í röð sem enginn greinist með veiruna. Síðast greindist smit á fimmtudag en þá voru jákvæð sýni tvö. 11.5.2020 12:57 Vélhundurinn Depill heldur uppi röð og reglu í Singapúr á veirutímum Yfirvöld í Singapúr hafa gert út ferfætlinga til að tryggja það að fólk haldi fjarlægð sín á milli í almenningsgarði þar í landi. 11.5.2020 12:14 Haldlögðum bíl stolið úr vörslu lögreglu Bíl sem lögreglan á Suðurlandi hafði tekið af eiganda var stolið úr porti lögreglustöðvarinnar á Selfossi aðfaranótt laugardags. Bíllinn hafði verið tekinn vegna ítrekaðra umferðarlagabrota eiganda. 11.5.2020 12:00 Óttast að missa tökin á öldungadeildinni Kannanir sýna að Demókrötum hefur vaxið ásmegin og viðbrögð Donald Trump, forseta, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. 11.5.2020 11:29 Sveik peninga út úr Íslandsbanka í háloftunum Kona á fertugsaldri sveik rúmlega 400 þúsund krónur út úr Íslandsbanka á meðan hún var á ferðalagi með Easy Jet og WOW air. Hún játaði brot sín í héraðsdómi og var dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 11.5.2020 11:28 Segir 60 prósenta launalækkun aldrei hafa komið til tals Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun. 11.5.2020 11:27 Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vef heimsmarkmiðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára hvaðanæva af landinu. 11.5.2020 11:01 Yfirstjórn tók á móti nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir, nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tók við embætti í morgun. Yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók á móti nýjum lögreglustjóra í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. 11.5.2020 10:36 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11.5.2020 09:46 Komst í gegnum skoðun með bilaðan hemlunarbúnað tæpum þremur mánuðum fyrir slysið Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem lenti í banaslysi á Norðurlandsvegi í Langadal í apríl í fyrra reyndist bilaður þegar slysið varð. 11.5.2020 09:08 Leikarinn Jerry Stiller látinn Hann var 92 ára gamall og lést af náttúrulegum orsökum. 11.5.2020 08:57 Minnst 19 dánir eftir að skip varð fyrir eldflaug vegna mistaka Minnst nítján íranskir sjóliðar dóu þegar skip þeirra sökk vegna slyss við æfingar á Ómanflóa í gærkvöldi. 11.5.2020 08:16 Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11.5.2020 08:16 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11.5.2020 07:41 Lægðardrag þokast suður yfir landið Mun því víða fylgja lítilsháttar rigning og jafnvel slydda norðaustanlands. 11.5.2020 07:12 Slakað á samkomubanni víða í Evrópu en önnur bylgja faraldursins mögulega að byrja í Kína Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. 11.5.2020 07:08 Hundar hafa jákvæð áhrif á aksturslag Að aka með hund í bílnum dregur úr streitu og hvetur til öruggari aksturs samkvæmt rannsókn sem unnin var af spænska bílaframleiðandanum SEAT í Bretlandi. 11.5.2020 07:00 Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. 11.5.2020 00:56 Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10.5.2020 23:51 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10.5.2020 22:47 Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10.5.2020 22:25 Sagði af sér eftir að hafa líkt Angelu Merkel við Hitler Sendiherra Möltu í Finnlandi hefur sagt af sér eftir að hann birti Facebook-færslu þar sem hann bar Angelu Merkel saman við Adolf Hitler. 10.5.2020 22:13 Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10.5.2020 22:02 Sjá næstu 50 fréttir
Segir þrýsting Icelandair á „óásættanlegt tilboð“ grafalvarlegan Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. 11.5.2020 21:18
Hvetur flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu þrátt fyrir þrýsting Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. 11.5.2020 21:13
Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Eigandi kísilversins í Helguvík, sem staðið hefur ónotað í þrjú ár, stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst. 11.5.2020 20:53
„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11.5.2020 20:29
Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11.5.2020 19:27
Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. 11.5.2020 18:59
Flókið að opna landamæri Íslands sama hvaða leið verður farin Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. 11.5.2020 18:35
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11.5.2020 18:18
Stálu kortaupplýsingum en náðust þegar varningurinn var sendur heim Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag fimm einstaklinga grunaða um fjársvik. 11.5.2020 17:44
Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11.5.2020 16:49
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11.5.2020 16:47
Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Helga Vala Helgadóttir saumaði að ráðherra á þinginu vegna umdeildra ummæla hans. 11.5.2020 16:23
Sjöfn Vilhelmsdóttir nýr forstöðumaður Landgræðsluskólans Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans. Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. 11.5.2020 16:16
Flestir vagnar Strætó aftur á kortersfresti frá og með 18. maí Vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tekin ákvörðun um að hefja akstur samkvæmt sumaráætlun frá og með mánudeginum 18. maí. 11.5.2020 16:04
Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11.5.2020 15:07
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11.5.2020 14:28
Gunnar óskar eftir athugun utanaðkomandi aðila Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur óskað eftir því að utanaðkomandi aðili geri athugun á því hvort ómálefnaleg sjónarmið hafi verið í fyrirrúmi hjá utanríkisráðherra í tengslum við þær ákvarðanir sem ráðherra tók í mars og apríl síðastliðnum varðandi flutning Gunnars í starfi. 11.5.2020 13:57
Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11.5.2020 13:44
Rússland við það að taka fram úr Spáni í fjölda smitaðra Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. 11.5.2020 13:39
Fresta valdatöku nýrrar ríkisstjórnar vegna heimsóknar Pompeo Ný samsteypustjórn Ísraels mun taka við völdum degi síðar en áætlað var vegna heimsóknar bandaríska utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins. 11.5.2020 13:37
Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11.5.2020 13:15
Enn og aftur greindist enginn með veiruna Þetta er þannig fjórði dagurinn í röð sem enginn greinist með veiruna. Síðast greindist smit á fimmtudag en þá voru jákvæð sýni tvö. 11.5.2020 12:57
Vélhundurinn Depill heldur uppi röð og reglu í Singapúr á veirutímum Yfirvöld í Singapúr hafa gert út ferfætlinga til að tryggja það að fólk haldi fjarlægð sín á milli í almenningsgarði þar í landi. 11.5.2020 12:14
Haldlögðum bíl stolið úr vörslu lögreglu Bíl sem lögreglan á Suðurlandi hafði tekið af eiganda var stolið úr porti lögreglustöðvarinnar á Selfossi aðfaranótt laugardags. Bíllinn hafði verið tekinn vegna ítrekaðra umferðarlagabrota eiganda. 11.5.2020 12:00
Óttast að missa tökin á öldungadeildinni Kannanir sýna að Demókrötum hefur vaxið ásmegin og viðbrögð Donald Trump, forseta, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. 11.5.2020 11:29
Sveik peninga út úr Íslandsbanka í háloftunum Kona á fertugsaldri sveik rúmlega 400 þúsund krónur út úr Íslandsbanka á meðan hún var á ferðalagi með Easy Jet og WOW air. Hún játaði brot sín í héraðsdómi og var dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 11.5.2020 11:28
Segir 60 prósenta launalækkun aldrei hafa komið til tals Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun. 11.5.2020 11:27
Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vef heimsmarkmiðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára hvaðanæva af landinu. 11.5.2020 11:01
Yfirstjórn tók á móti nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir, nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tók við embætti í morgun. Yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók á móti nýjum lögreglustjóra í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. 11.5.2020 10:36
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11.5.2020 09:46
Komst í gegnum skoðun með bilaðan hemlunarbúnað tæpum þremur mánuðum fyrir slysið Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem lenti í banaslysi á Norðurlandsvegi í Langadal í apríl í fyrra reyndist bilaður þegar slysið varð. 11.5.2020 09:08
Leikarinn Jerry Stiller látinn Hann var 92 ára gamall og lést af náttúrulegum orsökum. 11.5.2020 08:57
Minnst 19 dánir eftir að skip varð fyrir eldflaug vegna mistaka Minnst nítján íranskir sjóliðar dóu þegar skip þeirra sökk vegna slyss við æfingar á Ómanflóa í gærkvöldi. 11.5.2020 08:16
Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11.5.2020 08:16
Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11.5.2020 07:41
Lægðardrag þokast suður yfir landið Mun því víða fylgja lítilsháttar rigning og jafnvel slydda norðaustanlands. 11.5.2020 07:12
Slakað á samkomubanni víða í Evrópu en önnur bylgja faraldursins mögulega að byrja í Kína Slakað verður á samkomubanni vegna kórónuveirunnar víða í Evrópu í dag en kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að önnur bylgja faraldursins gæti verið hafin þar í landi. 11.5.2020 07:08
Hundar hafa jákvæð áhrif á aksturslag Að aka með hund í bílnum dregur úr streitu og hvetur til öruggari aksturs samkvæmt rannsókn sem unnin var af spænska bílaframleiðandanum SEAT í Bretlandi. 11.5.2020 07:00
Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. 11.5.2020 00:56
Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“ Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins. 10.5.2020 23:51
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10.5.2020 22:47
Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10.5.2020 22:25
Sagði af sér eftir að hafa líkt Angelu Merkel við Hitler Sendiherra Möltu í Finnlandi hefur sagt af sér eftir að hann birti Facebook-færslu þar sem hann bar Angelu Merkel saman við Adolf Hitler. 10.5.2020 22:13
Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10.5.2020 22:02
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent